Morgunblaðið - 31.10.2000, Side 71

Morgunblaðið - 31.10.2000, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 71 BRÉF TIL BLAÐSINS Jónas Jónasson og Aðalsteinn á Laugabóli Frá Hallgiimi Sveinssyni: EKKI FER á milli mála að Rás eitt, Gamla gufan, er einhver besta útvarpsstöð sem um getur og þurf- um við að standa vörð um hana öll sem einn, að hún verði ekki síbylj- unni að bráð. Gömlu góðu útvarps- mennirnir eru að vísu flestir safn- aðir til feðra sinna eða hættir störfum en ýmsir halda þó uppi dampinum í þeirra stað. Einn af þeim gömlu, Jónas Jónasson, er þó enn í fullu fjöri. Þættir hans, Kvöld- gestir og Kæri þú, bera af ýmsu sem boðið er upp á um þessar mundir á Rás eitt og er þó af nógu að taka þar. Þriðjudaginn 24. október sl. rifj- aði Jónas upp kynni sín af Aðal- steini Guðmundssyni bónda að Laugabóli í Mosdal í Arnarfirði og endurflutti viðtal sitt við Aðalstein frá árinu 1977 og ræddi síðan stutt- lega við Ólaf Helga Kjartansson, sýslumann á ísafirði, um samskipti hans sem embættismanns við Laugabólsbóndann á síðustu æviár- um hans. Jónas talaði á sinn var- færna og geðuga hátt við Aðalstein og er mikill fengur að því fyrir Rík- isútvarpið að eiga slíkar upptökur í safni sínu. Segulbandasafn þess er fjársjóður þjóðarinnar. Aðalsteinn á Laugabóli, eða Alli á Laugabóli eins og hann var jafnan nefndur, var einhver sérstæðasti persónuleiki í bændastétt á Vest- fjörðum í seinni tíð. Hann var þjóð- sagnapersóna í lifanda lífi og mjög mörgum eftirminnilegur. Hann batt ekki alltaf bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir. Mörgum fannst hann sérvitur, fara oft sínar eigin leiðir. Aðalsteinn var snyrti- menni mikið og hafði yndi af að blanda geði við fólk þótt einangrun gerði honum erfitt fyrir í þeim efn- um. Hann var greiðvikinn maður og gestrisinn og hafði gaman af að segja frá, oft á léttu nótunum, dans- maður mikill og stundaði gömlu dansana í Gúttó þegar hann brá sér til Reykjavíkur á yngri árum. Aðalsteinn var mjög vel máli far- inn og gerði sér far um að vanda tungutak sitt sem viðtal Jónasar við hann ber ljósan vott um. Enn er í minnum manna hér vestra viðtal sem haft var við Aðalstein í frétta- tíma Ríkisútvarpsins fyrir rúmum 30 árum. Eftir viðtalið vakti um- sjónarmaður þáttarins Islenskt mál athygli á því, að málfar þessa bónda úr afskekktri sveit vestur á fjörðum hefði verið slíkt, að háskólaborgar- ar mættu gjarnan taka sér það til fyrirmyndar. A síðustu árum Aðalsteins varð hann fyrir því þunga áfalli að bær- inn á Laugabóli brann ofan af hon- um og missti hann þar allt sitt. Fyr- ir einhverja undarlega tilviljun björguðust þó nokkrir árgangar af dagbókum hans en dagbók hafði hann fært í marga áratugi og var ekki á margra vitorði. Að sögn Að- alsteins átti dagbókin að vera heim- ildarit um það sem kom honum fyr- ir augu og eyru eins og það var að hans dómi, í búskaparamstri og daglegu lífi einyrkjans. Undirritað- ur hefur haft aðgang að þeim hluta dagbókanna sem björguðust og birt úr þeim óvalin sýnishorn í bóka- flokknum Frá Bjargtöngum að Djúpi sem Vestfirska forlagið gefur út. Er skemmst frá því að segja að frásagnir Aðalsteins eru einstak- lega áhugaverðar fyrir margra hluta sakir. Nægir þar að nefna, að þótt hann segi skoðun sína á sveit- ungunum og lýsi samskiptum við þá, sem oft voru brösótt, bregst honum sjaldan kurteisin. Þar fá all- ir sitt hjá Laugabólsbóndanum með hans lagi. Og ekki bregst honum heldur ritfærnin, svo til sjálfmennt- uðum bóndanum í afskekktum dal á Vestfjörðum sem hafði þó tækifæri til að ganga í skóla hjá séra Sig- tryggi að Núpi í einn vetur. Hafi Jónas Jónasson þökk fyrir að vekja athygli á þessum sérstæða persónuleika. HALLGRÍMUR SVEINSSON, Hrafnseyri. BATMAN ER MÆTTUR MYNDASÖGUBLAÐIÐ ZETA www.nordiccomic. com M 0 N S 0 0 N M A K E U P litir sem lífga /•-----------------------------\ koma blessuð...! 23MEI Tornados vatnsbyssur, kr. 2.800 Plöstunarvélar f. alla, kr. 4.800 Sólar- og öryggisfilma á hús og bíla Píptæki á hurðir og glugga, kr. 2.400 Brunastigar ál/stál, 5 m á kr. 4.800 Eftirlitsspeglar, kúptir, ýmsar stæröir Qlóí ítff. * Dalbrekku 22, U s. 544 5770 Öll tækin eru knúin meö 12V rafmótor. Hleöslutæki fylgir. Bílar/hjól keyra afturábak og áfram og eru tveggja gíra. Eru einnig meö Ijós, spegla, síma, hljóö o.fl. Verð frá kr. 30 þús. til 36 þús. r-----------------------------------1 GLER, GLER, GLER, NÝ SENDING 15% STGR AFSLÁTTUR AF GLERI AÐEINS í DAG, LAUGARDAG íj|^= Óðinsgötu 7 Sími 562 8448 =dl Pantaðu jólamyndatökuna tímanlega Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 42 07 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 30 20 MONT° BLANC ISÆeira en 100 gerðir af Montblanc skriffœrum: Meisterstúck, Noblesse, Doué, Solitaire, Generation Bohéme, W.A. Mosart, Ramses II. Meisterstúck 149 Skriffsri • Leðurvörur ■ Skartgripir FJALIIÐ HVÍTA • Miðhruni 22b • 210 Garðabær • Simi 565 4444 Montblanc Meisterstúck skriffœri fóst hjá: Bókabúðin við Hlemm, Penninn Hallarmúla, Penninn Austurstrceti. 9 f o S ■ I G'v B TVÖ námskeið í lieimasíðu- í Ntv skólunum bjóðum við annars vegar upp á 120 stunda kvöldnámskeið sem byrjar 4. nóv. n.k. og hins vegar upp á 78 stunda síðdegisnámskeið sem byrjar 7. nóv n.k. Meðal efnis sem kennt verður er: Hönnun og myndvinnsla í Freehand 8 & Photoshop 5 HTML Forritun Heimasíðugerð í Frontpage Hreyfimyndir í Flash 4 Upplýsingar og innritun í símum 555 4980 og 544 4500 ntv Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 - Fax: 555 4981 HKðasmára 9- 200 Kópavogi - Sími: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasíöa: www.ntv.is Kápur 5T (LL Neðst á Skólavörðustíg • ■ .......■ ■ Kynning í dag í Lyfju, Setbergi og á morgun í Lyfju, Hamraborg fró kl. 13-18 20% Hb LYFJA Lyfja fyrir útlitið ,afsláttur+ kaupauRí ar Lyfja fyr Setbergi Sími 555 2306 Hamraborg Sími 554 0102

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.