Morgunblaðið - 31.10.2000, Síða 71

Morgunblaðið - 31.10.2000, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 71 BRÉF TIL BLAÐSINS Jónas Jónasson og Aðalsteinn á Laugabóli Frá Hallgiimi Sveinssyni: EKKI FER á milli mála að Rás eitt, Gamla gufan, er einhver besta útvarpsstöð sem um getur og þurf- um við að standa vörð um hana öll sem einn, að hún verði ekki síbylj- unni að bráð. Gömlu góðu útvarps- mennirnir eru að vísu flestir safn- aðir til feðra sinna eða hættir störfum en ýmsir halda þó uppi dampinum í þeirra stað. Einn af þeim gömlu, Jónas Jónasson, er þó enn í fullu fjöri. Þættir hans, Kvöld- gestir og Kæri þú, bera af ýmsu sem boðið er upp á um þessar mundir á Rás eitt og er þó af nógu að taka þar. Þriðjudaginn 24. október sl. rifj- aði Jónas upp kynni sín af Aðal- steini Guðmundssyni bónda að Laugabóli í Mosdal í Arnarfirði og endurflutti viðtal sitt við Aðalstein frá árinu 1977 og ræddi síðan stutt- lega við Ólaf Helga Kjartansson, sýslumann á ísafirði, um samskipti hans sem embættismanns við Laugabólsbóndann á síðustu æviár- um hans. Jónas talaði á sinn var- færna og geðuga hátt við Aðalstein og er mikill fengur að því fyrir Rík- isútvarpið að eiga slíkar upptökur í safni sínu. Segulbandasafn þess er fjársjóður þjóðarinnar. Aðalsteinn á Laugabóli, eða Alli á Laugabóli eins og hann var jafnan nefndur, var einhver sérstæðasti persónuleiki í bændastétt á Vest- fjörðum í seinni tíð. Hann var þjóð- sagnapersóna í lifanda lífi og mjög mörgum eftirminnilegur. Hann batt ekki alltaf bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir. Mörgum fannst hann sérvitur, fara oft sínar eigin leiðir. Aðalsteinn var snyrti- menni mikið og hafði yndi af að blanda geði við fólk þótt einangrun gerði honum erfitt fyrir í þeim efn- um. Hann var greiðvikinn maður og gestrisinn og hafði gaman af að segja frá, oft á léttu nótunum, dans- maður mikill og stundaði gömlu dansana í Gúttó þegar hann brá sér til Reykjavíkur á yngri árum. Aðalsteinn var mjög vel máli far- inn og gerði sér far um að vanda tungutak sitt sem viðtal Jónasar við hann ber ljósan vott um. Enn er í minnum manna hér vestra viðtal sem haft var við Aðalstein í frétta- tíma Ríkisútvarpsins fyrir rúmum 30 árum. Eftir viðtalið vakti um- sjónarmaður þáttarins Islenskt mál athygli á því, að málfar þessa bónda úr afskekktri sveit vestur á fjörðum hefði verið slíkt, að háskólaborgar- ar mættu gjarnan taka sér það til fyrirmyndar. A síðustu árum Aðalsteins varð hann fyrir því þunga áfalli að bær- inn á Laugabóli brann ofan af hon- um og missti hann þar allt sitt. Fyr- ir einhverja undarlega tilviljun björguðust þó nokkrir árgangar af dagbókum hans en dagbók hafði hann fært í marga áratugi og var ekki á margra vitorði. Að sögn Að- alsteins átti dagbókin að vera heim- ildarit um það sem kom honum fyr- ir augu og eyru eins og það var að hans dómi, í búskaparamstri og daglegu lífi einyrkjans. Undirritað- ur hefur haft aðgang að þeim hluta dagbókanna sem björguðust og birt úr þeim óvalin sýnishorn í bóka- flokknum Frá Bjargtöngum að Djúpi sem Vestfirska forlagið gefur út. Er skemmst frá því að segja að frásagnir Aðalsteins eru einstak- lega áhugaverðar fyrir margra hluta sakir. Nægir þar að nefna, að þótt hann segi skoðun sína á sveit- ungunum og lýsi samskiptum við þá, sem oft voru brösótt, bregst honum sjaldan kurteisin. Þar fá all- ir sitt hjá Laugabólsbóndanum með hans lagi. Og ekki bregst honum heldur ritfærnin, svo til sjálfmennt- uðum bóndanum í afskekktum dal á Vestfjörðum sem hafði þó tækifæri til að ganga í skóla hjá séra Sig- tryggi að Núpi í einn vetur. Hafi Jónas Jónasson þökk fyrir að vekja athygli á þessum sérstæða persónuleika. HALLGRÍMUR SVEINSSON, Hrafnseyri. BATMAN ER MÆTTUR MYNDASÖGUBLAÐIÐ ZETA www.nordiccomic. com M 0 N S 0 0 N M A K E U P litir sem lífga /•-----------------------------\ koma blessuð...! 23MEI Tornados vatnsbyssur, kr. 2.800 Plöstunarvélar f. alla, kr. 4.800 Sólar- og öryggisfilma á hús og bíla Píptæki á hurðir og glugga, kr. 2.400 Brunastigar ál/stál, 5 m á kr. 4.800 Eftirlitsspeglar, kúptir, ýmsar stæröir Qlóí ítff. * Dalbrekku 22, U s. 544 5770 Öll tækin eru knúin meö 12V rafmótor. Hleöslutæki fylgir. Bílar/hjól keyra afturábak og áfram og eru tveggja gíra. Eru einnig meö Ijós, spegla, síma, hljóö o.fl. Verð frá kr. 30 þús. til 36 þús. r-----------------------------------1 GLER, GLER, GLER, NÝ SENDING 15% STGR AFSLÁTTUR AF GLERI AÐEINS í DAG, LAUGARDAG íj|^= Óðinsgötu 7 Sími 562 8448 =dl Pantaðu jólamyndatökuna tímanlega Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 42 07 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 30 20 MONT° BLANC ISÆeira en 100 gerðir af Montblanc skriffœrum: Meisterstúck, Noblesse, Doué, Solitaire, Generation Bohéme, W.A. Mosart, Ramses II. Meisterstúck 149 Skriffsri • Leðurvörur ■ Skartgripir FJALIIÐ HVÍTA • Miðhruni 22b • 210 Garðabær • Simi 565 4444 Montblanc Meisterstúck skriffœri fóst hjá: Bókabúðin við Hlemm, Penninn Hallarmúla, Penninn Austurstrceti. 9 f o S ■ I G'v B TVÖ námskeið í lieimasíðu- í Ntv skólunum bjóðum við annars vegar upp á 120 stunda kvöldnámskeið sem byrjar 4. nóv. n.k. og hins vegar upp á 78 stunda síðdegisnámskeið sem byrjar 7. nóv n.k. Meðal efnis sem kennt verður er: Hönnun og myndvinnsla í Freehand 8 & Photoshop 5 HTML Forritun Heimasíðugerð í Frontpage Hreyfimyndir í Flash 4 Upplýsingar og innritun í símum 555 4980 og 544 4500 ntv Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 - Fax: 555 4981 HKðasmára 9- 200 Kópavogi - Sími: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasíöa: www.ntv.is Kápur 5T (LL Neðst á Skólavörðustíg • ■ .......■ ■ Kynning í dag í Lyfju, Setbergi og á morgun í Lyfju, Hamraborg fró kl. 13-18 20% Hb LYFJA Lyfja fyrir útlitið ,afsláttur+ kaupauRí ar Lyfja fyr Setbergi Sími 555 2306 Hamraborg Sími 554 0102
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.