Morgunblaðið - 31.10.2000, Side 78

Morgunblaðið - 31.10.2000, Side 78
Ium.» *ucifnxCAiioian HI T/ : MORGUNBLAÐIÐ 78 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 PL0S+ byCoat^fíoe 84% Aloe Vcm Hand & Body Lotíon Aloe Vera Húðkrem Gæðavottað Aloe Vera LYFJA Lágmúla 31. okt. og 1. nóv. LYFJA Laugavegi 31. okt. og 1. nóv. * LYFJA Kópavogi 2. nóv. og 3. nóv. LYFJA Hafnarfirði 2. nóv. og 3. nóv. • LYFJA Garðabæ 4. nóv. LYFJA Grindavík 7.-8. nóv. * LYFJA Selfoss 7.-8. nóv. LYFJA Lyf á lágmarksverði LYFJA Lágmúla * LYFJA Laugavegi • LYFJA Hamraborg LYFJA Garðatorgi * LYFJA Setbergi • Útibú Grindavík ARNESÖAPÖTEK Austurvogi 44, Setfossl. Siml 482 3000 EGILSSTAÐA TEK p, EGILS! '•fcr APÖ HÚSAVÍKUR APÓTEK - f samvlnnu vlö Lyfju wmmmmmm FÓLK í FRÉTTUM Úr hljóðverinu Mínus og Bibbi í Rusli. Morgunblaoið/ Knstinn Mörg skref í rétta átt Mínus brýtur hefðir og fer sínar eigin leiðir með bassann í sturtuklefan- um og Einar Örn í heim- sókn. Hildur Loftsddttir hitti strákana sem rokka af einlægni. MINUS er ein af þeim sveitum sem endursköpuðu _ harðkjamarokk- stemmninguna á Islandi. Sveitin var stofnuð árið 1998 og kom fyrsta plat- an, Hey, Johnny, út ári seinna. Mínus skipa Ivar Snorrason bassa- leikari, Bjarni Sigurðarson spilar á gítar, Frosti Logason leikur á gítar, Krummi Björgvins er söngvarinn og Bjöm Stefánsson trymbill. Blaða- maður hitti þá fyrir í hljóðverinu sem upptökustjórinn Bibbi hefur komið sér upp, og spurði hvemig nýja plat- an væri. Allur regnboginn Frosti: Hún er löng og góð. Krummi: Við erum áð gera fullt af nýjum hlutum, svona blöndu af hefð- bundnu rokki, rokki af nýja skólan- um, framtíðarrokki og bara góðu rokki og róli. ívar: Já, þetta er feit rokkplata. Við emm komnir meira með okkar eigin hijóm. Frosti: Hún hljómar eins og til- raunahljómsveit beint úr skúrnum með óhljóðatónlistarívafí (noise) frá Bibba. Krummi: Við sýnum fleiri hliðar á okkur en við höfum gert áður. Frosti: Síðasta plata var bara einn litur. Bjössi: Nú er það allur regnboginn, skal ég segja þér! - Ekkert heildarþema eins og á Hey, Johnny? Ivar: Við erum ennþá í þessu harða rokki, en það eru komnar miklu fleiri hliðar á málið. Bjami: Þetta er orðið þróaðra og hnitmiðaðra. Bibbi: Við ættum kannski að benda á það að þetta er góð þróun frá sein- ustu plötu. Þetta er ekkert alveg nýtt... Frosti: ... en þetta em mörg skref í rétta átt. Krummi: Og hijóðið á plötunni er allt öðra vísi en á fyrstu plötunni. ívar: Nú höfum við Bibba sem er miklu meira inni í því sem við emm að gera og hefur mjög góða hugmynd um það hvað við kunnum að meta. Hann er kannski eini maðurinn á Is- landi sem hefði getað fundið rétta hljóðið með okkur. Tvær tónlistarstefnur - Samstarfíð við Bibba gengur vel, þótt hann sé úr tilraunageiranum? Frosti: Það gengur alveg prýði- lega. Hann er góður leikstjóri. Krammi: Og það er einmitt það sem við viljum gera; tiiraunarokk. Frosti: Eftir að við kynntumst til- raunatónlist Bibba og hljómsveitar- innar Stilluppsteypu, langaði okkur til að blanda því inn í okkur plötu og það kemur mjög vel út. Bibbi: Hljómar þessara tveggja tónlistarstefna passa mjög vel saman þótt þær séu ólíkar. Strákamir era mest í óhljóðakjarnatónlist (noise core), ég í óhljóðalistinni en kem úr nýbylgjunni og hef haldgóða teng- ingu við hana þannig að þetta smellur saman. Frosti: Það hefur enginn gert þetta áður hér á landi. Við gemm þetta eft- ir okkar höfði og þetta er alveg ís- lensk plata. Björn: íslenskt „költ“-rokk! Krummi: Það verður það eftir ein- hvern tíma. Bibbi: Það er svo gaman að þessi plata hefur fengið að þróast á sínum eigin forsendum því við höfum ekki sett upp neinar reglur um hvernig hún ætti að vera. Bjarni: Lögin hafa breyst og mót- ast með tímanum. Bibbi: Það sýnir hvað hljómsveitin er orðin þroskuð að geta tekist á við að leita að sínum hljómi. - Þannig að upptökurnar hafa ver- ið mjög skapandi tími? Frosti: Já, mjög svo. Við fáum líka góðan gest í heimsókn á plötuna, Ein- ar Örn Benediktsson, sem syngur í einu lagi. Hráleiki og kraftur - Þið eruð kraftmikil tónleikasveit, reynið þið að ná því á plötunni? Kmmmi: Það er miklu meiri tón- leikahljómur á þessari plötu en hinni fyrri, og meiri kraftur. Við reyndum að koma með virkilega hráan hljóm inn, en stjórnuðum samt. Frosti: Við leituðum að leiðum til að fá sérstakan hráan tónleikahljóm og tókum t.d. upp trommumar heima í herberginu mínu, það virkar eins og æfmgaplásshljómur. ívar: Og tókum upp bassann inni í sturtuklefa og náðum mjög góðum bassahljómi. Bibbi: Við fórum með allt stúdíóið heim til Frosta og hertókum herberg- ið hans. Það skilaði rétta fflingnum. Frosti: Við fínnum miklu meira fyrir kraftinum í grunninum. Hann er hrárri og skemmtilegri og það er ein- lægni í hljóðfæraleiknum. Björn: Þetta er allt viss galdur. Kmmmi: Maður þarf að leggja höf- uðið í bleyti áður en maður tekur upp svona harða rokktónlist. Það hefur ekki mikið verið gert hér á þessu landi og þess vegna brjótum við nokkrar hefðir hjá hljóðmönnum sem eru margir hverjir fastir í skólabók- inni. Þannig að við völdum Bibba snilling og það vefst ekkert fyrir hon- um. Hann fer sína leið eins og við. Og það passar mjög vel saman. Frosti: I lokin fáum við svo mann að utan, Ken Thomas, til að hljóð- blanda. Bibbi: Hann hefur verið mikið hérna á landi og m.a. unnið með Hilmari Erni. Hann stjómaði upp- tökum á fyrstu Sykurmolaplötunni og Sigur Rósarplötunni. Hann hefur mikið unnið í svona óhljóðatónlist og er óhræddur við þennan harðkjar- naóhljóðahljóm. Kmmmi: Hann er mjög klár og skilur sínu fullkomlega. Söngvarinn á lokaorðin en hinir í ' hljómsveitinni vilja endilega benda á að Mínusplatan sé auðvitað jólaplatan í ár. Leitum að hæfileikaríkum veitingamann Nýr, rúmlega 100 sæta veitingastaður á frábærum stað í miðbæ Reykjavíkur leitar að hugmyndafrjóum og hæfi- leikaríkum veitingamanni til að taka þátt í að búa fjölbreytilegan stað með karakter. Leitað er eftir einstaklingi með ótakmark- aða hæfileika og reynslu af veitingarekstri sem vill jafnvel leggja til hluta fjármagns til að búa til velheppnaðan veitinga- og skemmtistað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.