Morgunblaðið - 31.10.2000, Síða 78

Morgunblaðið - 31.10.2000, Síða 78
Ium.» *ucifnxCAiioian HI T/ : MORGUNBLAÐIÐ 78 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 PL0S+ byCoat^fíoe 84% Aloe Vcm Hand & Body Lotíon Aloe Vera Húðkrem Gæðavottað Aloe Vera LYFJA Lágmúla 31. okt. og 1. nóv. LYFJA Laugavegi 31. okt. og 1. nóv. * LYFJA Kópavogi 2. nóv. og 3. nóv. LYFJA Hafnarfirði 2. nóv. og 3. nóv. • LYFJA Garðabæ 4. nóv. LYFJA Grindavík 7.-8. nóv. * LYFJA Selfoss 7.-8. nóv. LYFJA Lyf á lágmarksverði LYFJA Lágmúla * LYFJA Laugavegi • LYFJA Hamraborg LYFJA Garðatorgi * LYFJA Setbergi • Útibú Grindavík ARNESÖAPÖTEK Austurvogi 44, Setfossl. Siml 482 3000 EGILSSTAÐA TEK p, EGILS! '•fcr APÖ HÚSAVÍKUR APÓTEK - f samvlnnu vlö Lyfju wmmmmmm FÓLK í FRÉTTUM Úr hljóðverinu Mínus og Bibbi í Rusli. Morgunblaoið/ Knstinn Mörg skref í rétta átt Mínus brýtur hefðir og fer sínar eigin leiðir með bassann í sturtuklefan- um og Einar Örn í heim- sókn. Hildur Loftsddttir hitti strákana sem rokka af einlægni. MINUS er ein af þeim sveitum sem endursköpuðu _ harðkjamarokk- stemmninguna á Islandi. Sveitin var stofnuð árið 1998 og kom fyrsta plat- an, Hey, Johnny, út ári seinna. Mínus skipa Ivar Snorrason bassa- leikari, Bjarni Sigurðarson spilar á gítar, Frosti Logason leikur á gítar, Krummi Björgvins er söngvarinn og Bjöm Stefánsson trymbill. Blaða- maður hitti þá fyrir í hljóðverinu sem upptökustjórinn Bibbi hefur komið sér upp, og spurði hvemig nýja plat- an væri. Allur regnboginn Frosti: Hún er löng og góð. Krummi: Við erum áð gera fullt af nýjum hlutum, svona blöndu af hefð- bundnu rokki, rokki af nýja skólan- um, framtíðarrokki og bara góðu rokki og róli. ívar: Já, þetta er feit rokkplata. Við emm komnir meira með okkar eigin hijóm. Frosti: Hún hljómar eins og til- raunahljómsveit beint úr skúrnum með óhljóðatónlistarívafí (noise) frá Bibba. Krummi: Við sýnum fleiri hliðar á okkur en við höfum gert áður. Frosti: Síðasta plata var bara einn litur. Bjössi: Nú er það allur regnboginn, skal ég segja þér! - Ekkert heildarþema eins og á Hey, Johnny? Ivar: Við erum ennþá í þessu harða rokki, en það eru komnar miklu fleiri hliðar á málið. Bjami: Þetta er orðið þróaðra og hnitmiðaðra. Bibbi: Við ættum kannski að benda á það að þetta er góð þróun frá sein- ustu plötu. Þetta er ekkert alveg nýtt... Frosti: ... en þetta em mörg skref í rétta átt. Krummi: Og hijóðið á plötunni er allt öðra vísi en á fyrstu plötunni. ívar: Nú höfum við Bibba sem er miklu meira inni í því sem við emm að gera og hefur mjög góða hugmynd um það hvað við kunnum að meta. Hann er kannski eini maðurinn á Is- landi sem hefði getað fundið rétta hljóðið með okkur. Tvær tónlistarstefnur - Samstarfíð við Bibba gengur vel, þótt hann sé úr tilraunageiranum? Frosti: Það gengur alveg prýði- lega. Hann er góður leikstjóri. Krammi: Og það er einmitt það sem við viljum gera; tiiraunarokk. Frosti: Eftir að við kynntumst til- raunatónlist Bibba og hljómsveitar- innar Stilluppsteypu, langaði okkur til að blanda því inn í okkur plötu og það kemur mjög vel út. Bibbi: Hljómar þessara tveggja tónlistarstefna passa mjög vel saman þótt þær séu ólíkar. Strákamir era mest í óhljóðakjarnatónlist (noise core), ég í óhljóðalistinni en kem úr nýbylgjunni og hef haldgóða teng- ingu við hana þannig að þetta smellur saman. Frosti: Það hefur enginn gert þetta áður hér á landi. Við gemm þetta eft- ir okkar höfði og þetta er alveg ís- lensk plata. Björn: íslenskt „költ“-rokk! Krummi: Það verður það eftir ein- hvern tíma. Bibbi: Það er svo gaman að þessi plata hefur fengið að þróast á sínum eigin forsendum því við höfum ekki sett upp neinar reglur um hvernig hún ætti að vera. Bjarni: Lögin hafa breyst og mót- ast með tímanum. Bibbi: Það sýnir hvað hljómsveitin er orðin þroskuð að geta tekist á við að leita að sínum hljómi. - Þannig að upptökurnar hafa ver- ið mjög skapandi tími? Frosti: Já, mjög svo. Við fáum líka góðan gest í heimsókn á plötuna, Ein- ar Örn Benediktsson, sem syngur í einu lagi. Hráleiki og kraftur - Þið eruð kraftmikil tónleikasveit, reynið þið að ná því á plötunni? Kmmmi: Það er miklu meiri tón- leikahljómur á þessari plötu en hinni fyrri, og meiri kraftur. Við reyndum að koma með virkilega hráan hljóm inn, en stjórnuðum samt. Frosti: Við leituðum að leiðum til að fá sérstakan hráan tónleikahljóm og tókum t.d. upp trommumar heima í herberginu mínu, það virkar eins og æfmgaplásshljómur. ívar: Og tókum upp bassann inni í sturtuklefa og náðum mjög góðum bassahljómi. Bibbi: Við fórum með allt stúdíóið heim til Frosta og hertókum herberg- ið hans. Það skilaði rétta fflingnum. Frosti: Við fínnum miklu meira fyrir kraftinum í grunninum. Hann er hrárri og skemmtilegri og það er ein- lægni í hljóðfæraleiknum. Björn: Þetta er allt viss galdur. Kmmmi: Maður þarf að leggja höf- uðið í bleyti áður en maður tekur upp svona harða rokktónlist. Það hefur ekki mikið verið gert hér á þessu landi og þess vegna brjótum við nokkrar hefðir hjá hljóðmönnum sem eru margir hverjir fastir í skólabók- inni. Þannig að við völdum Bibba snilling og það vefst ekkert fyrir hon- um. Hann fer sína leið eins og við. Og það passar mjög vel saman. Frosti: I lokin fáum við svo mann að utan, Ken Thomas, til að hljóð- blanda. Bibbi: Hann hefur verið mikið hérna á landi og m.a. unnið með Hilmari Erni. Hann stjómaði upp- tökum á fyrstu Sykurmolaplötunni og Sigur Rósarplötunni. Hann hefur mikið unnið í svona óhljóðatónlist og er óhræddur við þennan harðkjar- naóhljóðahljóm. Kmmmi: Hann er mjög klár og skilur sínu fullkomlega. Söngvarinn á lokaorðin en hinir í ' hljómsveitinni vilja endilega benda á að Mínusplatan sé auðvitað jólaplatan í ár. Leitum að hæfileikaríkum veitingamann Nýr, rúmlega 100 sæta veitingastaður á frábærum stað í miðbæ Reykjavíkur leitar að hugmyndafrjóum og hæfi- leikaríkum veitingamanni til að taka þátt í að búa fjölbreytilegan stað með karakter. Leitað er eftir einstaklingi með ótakmark- aða hæfileika og reynslu af veitingarekstri sem vill jafnvel leggja til hluta fjármagns til að búa til velheppnaðan veitinga- og skemmtistað.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.