Morgunblaðið - 02.12.2000, Side 10

Morgunblaðið - 02.12.2000, Side 10
10 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alþjóðlegur dagur alnæmis var í gær Færri látast úr alnæmi á Islandi ALÞJÓÐLEGUR dagur alnæmis var haldinn hátíðlegur í gær, en 1. desember hefur verið tileinkaður sjúkdómnum frá því 1988 og er hans minnst um allan heim. Til- gangur dagsins er að auka skilning á sjúkdómnum auk þess að koma á framfæri samúð, von og samstöðu. Hröð útbreiðsla alnæmis er sí- vaxandi vandamál um allan heim. Samkvæmt nýjustu tölum frá land- læknisembættinu höfðu þrír ein- staklingar greinst með HlV-sýk- ingu hér á landi á árinu. 30. júní á þessu ári höfðu 136 tilfelli af HIV- sýkingu verið tilkynnt til sóttvama- læknis samtals. Staðan er sú að æ fleiri gagnkynhneigðir einstaklingar greinast með sjúkdóminn en fátíð- ara er en áður að samkynhneigðir greinist með hann. Á undanfömum ámm hefur að meðaltali greinst einn einstaklingur á 1-2 mánaða fresti á íslandi. Af þeim þremur einstaklingum sem greinst hafa fyrstu sex mánuðum ársins 2000 era tveir gagnkyn- hneigðir en upplýsingar vantar um einn. Þótt HlV-sýktum fjölgi stöð- ugt greinist nú alnæmi, lokastig sjúkdómsins, sjaldan og jafnframt hefur dregið úr dánartölu vegna al- næmis. Á heimasíðu landlæknisem- bættisins segir að enginn vafi sé á því að þar skipti meðferð sjúkdóms- ins meginmáli. Alnæmi og hröð útbreiðsla HIV- vírassins er sérlega stórt vandamál í Asíu og Afríku. I Taílandi er einn af hverjum 60 með HlV-vírasinn í sér. HIV er einnig sívaxandi vanda- mál í Kína. Opinberar tölur um HlV-smitaða era rúmlega 20 þús- und en starfsmenn í heilbrigðisgeir- anum telja hins vegar að a.m.k. hálf milljón manna sé smituð. Óttast er að alnæmi verði að faraldri í Kína og að eftir tíu ár verði fjöldi HIV- smitaðra og alnæmissjúídinga um 10 milljónir. - ........... Frá því að HIV-vírusinn var fyrst uppgötvaður hafa 21,8 milljónir manna látist af völdum hans, þar af þijár milljónir á síðasta ári. Talið er að um 50 milljón manns séu smitað- ir af HlV-vírasnum í heiminum. Rauði krossinn leggur barátt- unni gegn alnæmi í Afríku lið Fyrr í haust gekkst Rauði kross- inn á íslandi íyrir söfnun sem er ætlað að kosta baráttu gegn alnæmi í sunnanverðri Afríku. Alls söfnuð- ust 22,5 milljónir. Fjármununum verður varið til baráttu gegn sjúk- dómnum í Suður-Afríku, Mósabík, Simbabve og Malaví. Lögð verður áhersla á að styrkja sjálfboðaliða- starf heimamanna í þessum lönd- um. Markmiðið er ekki síst að fræða sjálfboðaliðana um alnæmi en þeim er síðan ætlað að koma fræðslunni á framfæri við íbúa landsins. í Malaví verður fjármunum m.a. varið til að styðja fósturfjölskyldur sem tekið hafa að sér munaðarlaus börn, en alnæmi leggst í miklum mæli á ungt fðlk á barneignaraldri. Afleiðingin er sú að í heilu sam- félögunum vantar kynslóð fólks á miðjum aldri; eftir lifa börn og gamalmenni. í Suður-Afríku verður m.a. lögð áhersla á að styrkja deild í Höfða- borg, sem heimsækir og hjúkrar al- næmissjúklingum. I Mósambík verður mest áhersla lögð á að þjálfa sjálfboðaliða, sem vinna að því að fræða um smitleiðir alnæmis. Pátur H. Blöndal þingmaður í annarri umræðu um fjárlögin „Menn hafa fíkn í það að takalán“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Annari umræðu um fjárlög lauk í fyrranótt. ANNARRI umræðu um fjárlög fyr- ir árið 2001 lauk á Alþingi í fyrrinótt en gert er ráð fyrir því að þriðja og síðasta umræða um fjárlögin fari fram á Alþingi í lok næstu viku. Gangi það eftir lýkur fjárlagaum- ræðunni á Alþingi fyrr á þessu haustþingi en ella. í annarri umræðu gerðu stjórnarandstæðingar viðskipta- hallann m.a. að umtalsefni en það gerðu einnig stjórnarliðar. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, sagði formaður fjárlaganefndar Al- þingis, Jón Kristjánsson, m.a. að góðærið hefði reynt á efnahagslífið. Skýr merki um það mætti m.a. sjá í vaxandi verðbólgu og viðskipta- halla. Einari Oddi Kristjánssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokks, og flokksbróður hans, Pétri H. Blönd- al, varð einnig tíðrætt um viðskipta- hallann. „Viðskiptahallinn er geigvænleg- ur,“ sagði Pétur H. Blöndal meðal annars. „Hann er um 200 þúsund krónur á hvert mannsbarn á þessu ári.“ Sagði þingmaðurinn ennfrem- ur að orsök viðskiptahallans mætti finna í hávaxtastefnu Seðlabanka íslands. Sama gagnrýni kom fram í máli Einars Odds Kristjánssonar. Pétur hélt áfram og sagði að með ALÞINGI stefnu sinni væri Seðlabankinn að „búa til peningamaskínu," eins og hann orðaði það. „Menn taka lán er- lendis, þeir sem hafa burði til, og kaupa skuldabréf innanlands. Af þessu hafa þeir haft trygga 3 til 4% vaxtamun. Það er ekki amalegt." Pétur sagði að þetta virkaði því eins og peningadæla sem aftur á móti héldi uppi genginu. „Allt veður í peningum sem veldur þenslu og bætir kaupmáttinn þegar gengið hækkar. Erlendar vörur lækka í verði. Svona hefur þetta verið. Og almenningur gleðst og kaupir sem veldur aftur vöraskiptahalla og við- skiptahalla." Pétur sagði síðar að ótrúleg neyslugræðgi væri til staðar hér á landi og ráðlagði öllum að borga upp skuldir. „Ég myndi ráðleggja öllum núna í stöðunni að borga upp skuldir því þetta er einhvers konar fíkn í blankheit hjá þjóðinni. Menn hafa fíkn i það að taka lán og valda hjá sjálfum sér blankheitum." Af hverju komu ráðin ekki fyrr? Pétur H. Blöndal og Einar Oddur Kristjánsson komu einnig inn á ný- lega gagnrýni fyrrverandi yfir- manns peningamálasviðs Seðla- banka Islands og núverandi bankastjóra Búnaðarbankans í Lúxemborg, Yngva Amar Kristins- sonar, á peningastefnu stjórnvalda. Velti Einar Oddur því m.a. upp af- hverju Yngvi hefði ekki komið fram með gagnrýnina á meðan hann gegndi stöðunni í Seðlabankanum. Ossur Skarphéðinsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, tók hins veg- ar upp hanskann fyrir Yngvar og sagðist ekki vita betur en að hann hefði haft umrædda skoðun á efna- hagsmálum stjónvalda áram saman. „Það er einfaldlega þannig að stjórnin hlustar ekki á sína ráð- gjafa. Hún veit betur heldur en allir ráðgjafarnir það hefur margsinnis komið fram,“ fullyrti Össur. Eins og fram hefur komið á þing- síðum Morgunblaðsins lagði meiri- hluti fjárlaganefndar Alþingis fram breytingartillögur á fjárlagafrum- varpinu í annarri umræðu sem nema samtals um tæpum 3,8 mil- ljörðum til hækkunar. Tillögur þeirra um auknar tekjur bíða hins vegar þriðju umræðu. Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu ennfrem- ur fram tillögur við aðra umræðu sem miða að samtals um fimm millj- arða króna hækkun á fjárlagafrum- varpinu en á móti hafa þeir lagt fram tillögur um tekjur fyrir ríkis- sjóð upp á um sex milljarða. Þar af era lagðar fram tillögur að lækkun gjalda upp á um 1,3 milljarða króna. Minnihlutinn í Garðabæ Ekki hægt að leggjast gegn hækk- un útsvars MINNIHLUTINN- í bæjarstjórn Garðabæjar gagnrýnir ekki harð- lega fjárhagsáætlun bæjarins og hækkun úrsvars, eins og sagt var í frétt Morgunblaðsins á fimmtudag, en fulltrúar minnihlutans hafa bent á að hækkunin er tilkomin vegna skuldasöfnunar á umliðnum áram, að sögn Einars Sveinbjömssonar bæjarfulltrúa af B-lista. „Ég held að það hefði ekki með nokkra móti verið hægt að leggjast gegn því að útsvar hækkaði í Ijósi fjárhagsstöðu bæjarins. Ég vil frek- ar líta á þessa útsvarshækkun sem afleiðingu af fjármálastjóm og af- komu bæjarsjóðs á liðnum áram. Til hennar er gripið vegna þess að menn sáu ekki fram á það lengur að óbreyttum tekjum að geta bæði stað- ið fyrir uppbyggingu og greitt niður þær skuldir sem safnast höfðu,“ seg- ir hann. Sigurður Björgvinsson, fulltrúi J- lista, segir að fulltrúar minnihlutans hafi lengi haldið því fram að það gæti ekki gengið að útsvari væri haldið í lágmarki á sama tíma og bæjarsjóð- ur safnaði skuldum. ---------------- Vildu ekki seljajólabjór með happ- drættismiða ÁTVR neitaði fyrir skömmu að selja Tuborg jólabjór í 12 flaskna pakkn- ingum í verslunum sínum þar sem erlendi framleiðandinn hafði sett happdrættisskafmiða á umbúðimar. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, segir að varan hafi komið í pakkning- um sem ekki vora taidar söluhæfar en strax hafi þó verið hafin sala á bjómum í stökum flöskum. „Svo bætti Egill Skallagrímsson, sem er innflytjandi bjórsins, úr þeim ágöllum sem við töldum vera á þessu að tveimur dögum liðnum, þannig að Tuborg jólabjór er núna kominn í all- ar verslanir okkar bæði í 12 flaskna pakkningum og stökum flöskum." Höskuldur sagði að vísað hefði verið til skafmiðavinnings á umbúð- unum: „Við höfum aldrei tengt happ- drættisvinning við áfengissölu svo niðurstaðan varð sú að settur var miði þar sem fram kemur að skaf- miðinn gildi ekki á Islandi.“ Alþingi Utan dagskrár Ekkert nýtt í þingheimi EFTIR ÖRNU SCHRAM BLAÐAMANN BLIKUR á lofti í þjóðarbúskapnum, gífurlegurvandi heilbrigðisstofn- ananna, mikilvægi þess að hafa hemil á ríkisútgjöldum, gjaldþrota byggð- astefna og svo framvegis og svo framvegis. Mér finnst ég hafa heyrt þessi orð áður, jú, fyrir meira en tveimur áram þegar ég fylgdist með fréttum af Alþingi. Þá var ég þing- fréttaritari Morgunblaðsins í tvo vet- ur. Nú hef ég verið fengin til að hlaupa í skarð þingfréttaritara fram að jólum. Lítið virðist hafa breyst síðan þá. Enn heyri ég að minnsta kosti sömu frasana. Og það þrátt fyr- ir að síðan hafi nýir þingmenn tekið til starfa. Stjómarliðar tala enn um styrka stöðu í ríkisfjármálum en stjómar- andstæðingar um ótvíræð hættu- merki. Stjómarliðar tala um kaup- máttaraukningu heimilanna en stjónarandstæðingar um þunga byrði heimilanna. Stjómarliðar tala um sannkallað góðæri í efnahags- málum en stjórnarandstæðingar segja að góðærið hafi svo sannarlega ekki náð til öryrkja, aldraðra og fat- laðra. Þingmenn segja þetta nú alveg eins og þeir gerðu þá. Og enn má heyra upphrópanir á borð við: ...þetta setur störf þingsins í uppnám! Stjómarandstaðan notaði þessa taktík einnig óspart fyrir tveimur áram þegar hún var ósátt við málsmeðferð stjórnarinnar. Nýja frasa hefur reyndar borið á góma eins og hugtakið: Hið nýja hagkerfi og má búast við að þingmönnum verði tíðrætt um það næstu misserin. Enn kemur fyrir að þingforseti eigi í stökustu vandræðum með að stjórna fundum og halda þingmönn- um við reglur þingskapa. Hann þarf enn að að slá í þingbjölluna og minna menn á að hafa hljótt í hliðarsölum, spara framíköllin, slökkva á farsím- um meðan þeir era staddir í sjálfum þingsalnum og síðast enn ekld síst er „tæknin enn að stríða okkur“. Er hann þar að vísa til þess Ijósabúnað- ar á ræðupúltinu sem gefur tU kynna að ræðutíminn sé úti. Þá þarf þingforseti enn ítrekað að minna þingmenn á að segja: háttvirt- ur þingmaður eða hæstvirtur ráð- herra. Sérstaklega verður þing- mönnum á í messunni og gleyma að nota háttvirtur og hæstvirtur þegar þeim er mikið niðri fyrir. Og er ég reyndar ekki frá því að þeir sem lengri starfsaldur hafi á þingi eigi erfiðara með að muna þetta þegar mikið liggur við. Þá er eins og mig rámi í að einn ráðherranna hafi á sín- um tíma ávarpað ræðustólinn sér- staklega með þessum hætti mitt í öll- um æsingnum og sagt háttvirtur ræðustóll! Það er heldur ekki nýtt að þing- menn hverfa til annarra starfa um mitt kjörtímabil. í vikunni bárast fregnir að því að valnefnd í presta- kalli Dómkirkjunnar í Reykjavík hefði samþykkt einróma að mæla með því að séra Hjálmar Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, yrði skipaður dómkirkjuprestur. Búast má við að Hjálmar láti af embætti á þingi í kringum áramótin og að eftir jól taki við sæti hans Sigríður Ing- varsdóttir, fyrsti varaþingmaður flokksins á Norðurlandi vestra. Að minnsta kosti fjórir þungavigt- armenn í stjórnmálum létu af þing- mennsku á þeim tveimur áram sem ég gegndi þingfréttaritarastarfinu. Það vora þeir Jón Baldvin Hanni- balsson, Þorsteinn Pálsson, Friðrik Sophusson og Svavar Gestsson. Þeir kvöddu Alþingi einn góðan veðurdag og hurfu til „annarra áhrifastarfa". Þótt einhverjir hafi sjálfsagt sakn- að þeirra úr stjórnmálum er víst að margar kvenréttindakonur glöddust við fráhvarf þeirra. í þeirra stað sett- ust nefnilega varaþingmennimir, sem allar vora óvart konur, á Al- þingi. Jókst þar með hlutfall kvenna í sölum Alþingis alveg eins og nú. Með komu Sigríðar verða konur orðnar 38% þingheims. Hafa þær aldrei ver- ið fleiri. í fljótu bragði virðist því þetta vera það eina sem breyst hefur á Al- þingi. Konum hefur fjölgað á þingi. Þær urðu fleiri eftir síðustu kosning- ar og verða enn fleiri þegar Sigríður tekur við. Það er því ekki laust við að það hvarfli að mér að konur þurfi að ná meirihluta á þingi til að eitthvað fleira breytist þar á bæ. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.