Morgunblaðið - 02.12.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 02.12.2000, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Opnað fyrir raforkuflutninga um hálendislínu? Friðrík Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að umhverfísmatsferli vegna Kárahnjúkavirkjunar verði lokið, hvort sem af byggingu álvers verður eða ekki. Um leið telur hann að ekki sé spurning hvort, heldur hvenær faríð verði í alvöru að ræða lagningu hálendis- línu. Björn Ingi Hrafnsson veltir því fyrír sér hvort for- stjórínn sé með þessu að opna fyrir möguleika á að framleiða orku á Austurlandi fyrir stóríðju annars stað- ar á landinu, t.d. á Grundartanga. FORSTJÓRI Landsvirkjunar fór þá nýstár- legu leið að viðra skoðanir sínar um orkusölu til stóriðju á undirsíðu heimasíðu Landsvirkjunar á Netinu, þar sem fjallað er sérstaklega um málefni Kárahnjúkavirkjunar (karahnjukar.is). Með því að fara þessa leið, má halda því fram með gildum rökum, að um sé að ræða yfirlýs- ingu fyrirtækisins í umræðuna um orkumál sem svo mjög hafa verið til umræðu að undan- fomu í kjölfar þess að Norðurál lýsti vilja sín- um til að stækka álverið á Grundartanga upp í allt að 300 þúsund tonn. í viðtalinu segir Friðrik að Landsvirkjun muni ljúka umhverfismatsferli vegna Kára- hnjúkavirkjunar „þótt sú ólíklega staða kæmi upp að slitnaði upp úr samningaviðræðum við Reyðarál á næstu vikum“, eins og hann orðar það. Jafnframt segir hann að Landsvirkjun telji einnig nauðsynlegt að ljúka umhverfis- matsferlinu, m.a. vegna þess að Kárahnjúka- virigun, ef af henni verður, sé svo stór hluti af heildarvatnsorku landsins. Umhverfismat eitt, orku sölusamningar annað Hann neitar því, aðspurður, að fregnir um áform Norðuráls um stækkun álversins á Grundartanga upp í 300 þúsund tonn, hafi ein- hver áhrif á fyrirætlanir Landsvirkjunar á Austurlandi, en bætir svo við: „En ákvörðun um umhverfismatið eystra á sínum tima jafn- gilti af okkar hálfu ekki skuldbindingu um að selja Reyðaráli þessa orku, ef virkjað yrði á annað borð. Umhverfismatið er eitt, orkusölu- samningar eru annað. Við ræðum áfram við Reyðarál en við ræðum líka við Norðurál, enda er það fyrirtæki viðskiptavinur Landsvirlg'unar nú þegar og á okkur hvílir lögbundin skylda til að útvega Norðuráli meiri orku ef fyrirtækið ræðst í að stækka álverið á Grundartanga og samningar um orkuverð nást.“ Síðan segir hann: „Umhverfismat Kára- hnjúkavirkjunar jafngildir hins vegar ekki skuldbindingu fyrirfram gagnvart einum ákveðnum orkukaupanda. Við erum að verja gríðarmiklum fjármunum til að meta umhverf- isáhrif Kárahnjúkavirkjunar og vitum hvar við stöndum að því verkefni loknu. Við segjum: Kárahnjúkavirkjun er sjálfstæð framkvæmd. Umhverfisáhrif virkjunarinnar yrðu þau sömu hvað svo sem orkukaupandinn heitir og eðlilegt er því að virkjunin sé metin óháð þessum til- teknu áformum um álver í Reyðarfirði." Verða fundnir aðrir kaupendur að orkunni? Athyglisvert er að þegar talið berst að þeirri yfirlýstu skoðun Landsvirkjunar að nauðsyn- legt sé að gera ráð fyrir báðum áföngum Kára- hnjúkavirkjunar við hönnun hennar, beinir hann athyglinni að þeirri staðreynd að hugsa megi sér að aðrir kaupendur að orkunni verði fundnir. „Til dæmis má hugsa sér að finna aðra kaup- endur að þeirri orku Kárahnjúkavirkjunar sem framleidd yrði með veitu úr Fljótsdal ef ekki verður strax af seinni áfanga álvers í Reyðar- firði. Þegar og ef álverið eystra yrði stækkað yrði því síðan mætt með frekari virkjun annars staðar. Það er lykilatriði að Kárahnjúkavirkjun verði að mestu fullnýtt strax í upphafi til að tryggja arðsemi hennar.“ Þetta þýðir í raun tvo möguleika; annars veg- ar að ákvörðun verði tekin um að ráðast nánast samhliða í tvo fyrstu áfanga álversins í Reyðar- firði, eða hins vegar að selja hluta orkunnar frá virkjuninni - eða hana alla - til kaupenda ann- ars staðar. Slíkir stórkaupendur eru vitaskuld ekki á hverju strái hér á landi. En Norðurál á Grundartanga hefur einmitt verið að sækjast eftir heilmikilli orku til stækkunarinnar þar. Háspennulínur yfir hálendið Þetta skýrir svo væntanlega síðasta hluta viðtalsins við forstjóra Landsvirkjunar, þar sem „gamall draugur“ er skyndilega valdnn upp, þ.e. hálendislína sem flutt gæti orku milli landshluta. Ætti að semja um notkun Norður- áls á orku af Austurlandi þyrfti slík lína að vera til staðar. Um þetta segir Friðrik Sophusson í viðtal- inu: „Kárahnjúkavirkjun krefst engrar hálend- islínu ef eingöngu er virkjað fyrir stóriðju á Austurlandi. ... Háspennulínur yfir hálendið eru þannig ekki á dagskrá nú en ég er sann- færður um að slík tenging kemur í framtíðinni. Það er gert ráð fyrir raflínum yfir hálendið í skipulagi en auðvitað þyrfti slík framkvæmd að fara í mat á umhverfisáhrifum. Ef farið yrði út í verulega aukna orkuflutninga á milli lands- hluta, vegna stóriðju, myndi slíkt kalla á nýja flutningslínu. Ég er með þá staðreynd í huga að stóriðjan hefur skilað landsmönnum öflugu raf- orkukerfi og hálendislína myndi stórauka rekstraröryggi og hagkvæmni flutningskerfis- ins. Þess vegna er það ekki spuming hvort, heldur hvenær, farið verður í alvöru að ræða þennan kost.“ Mikill titringor vegna orða forstjórans Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins vakti viðtal þetta mikil viðbrögð hjá mörgum þeim sem tengjast Reyðarálsverkefninu, strax í gær. Telja þeir einsýnt að með því hafi for- stjóri Landsvirkjunar í raun verið að auka sjálf- stæði Landsvirkjunar gagnvart hinu s.k. Nor- al-verkefni og um leið benda á orkuna úr Kárahpjúkavirkjun sem hentugan kost fyrir aðra orkukaupendur, svo sem álver Norðuráls á Grundartanga. Það síðamefnda vilja fjölmargir - sérstak- lega þó Austfirðingar - ekki heyra á minnst, enda er margyfirlýst stefna stjómvalda að helst beri að nýta orkuna í nágrenni virkjunar, eða að minnsta kosti í þeim landshluta sem virkjaðerí. Þá velta menn tímasetningu viðtalsins fyrir sér og leiða að því líkum að þrýstingur á Landsvirkjun vegna áforma Norðuráls fari vaxandi, ekki síst í Ijósi þeirrar óvissu sem enn er uppi um Reyðarálsverkefnið og þátttöku Norsk Hydro í því. Ráðherra hnýtur um hálendishnuna Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, sagði við Morgunblaðið í gær, að í þessu viðtali væri Friðrik Sophusson aðeins að tala út frá hagsmunum Landsvirkjunar, eðli málsins samkvæmt. „Ég verð að viðurkenna að ég hnýt um um- mæli hans um hálendislínuna," sagði hún. „Stjómvöld hafa áður mótað þá stefnu að nýta beri orkuna á landsvæði viðkomandi virkjunar, en ekki annars staðar. Þau hafa ekkert horfið frá þeirri stefnu, en mér sýnist hins vegar að þessi orð forstjórans séu ekfd í samræmi við þá stefnu." Valgerður sagði hins vegar að til lengri fram- tíðar mætti ekki útiloka lagningu háspennulínu eða lína yfir hálendið, í því skyni að auka öryggi raforkukerfisins. „Ég bendi hins vegar á að stjórnvöld hafa tekist á hendur ákveðnar skuldbindingar í Nor- al-verkefninu og við það ber okkur að standa. Það er sérstök ástæða til að leggja áherslu á þær staðreyndir málsins,“ sagði Valgerður ennfremur. Framkvæmdir við hálendislínu yrðu afar kostnaðarsamar Geir A. Gunnlaugsson, stjómarformaður Reyðaráls, telur ekki að í viðtalinu við Friðrik Sophusson komi neitt nýtt fram og varar hann við oftúlkunum á orðum forstjórans. „Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að það þyrfti að ná samkomulagi um raforkuverðið milli Reyðaráls og Landsvirkjunar til þess að niður- stöður fáist í þessi mál. Það hefur sömuleiðis legið lengi fyrir að þótt ekki verði af Reyðar- álsverkefninu, verði áfram hægt að halda áfram með Kárahnjúkavirkjun," segir hann. Geir segir, aðspurður um hálendislínuna, að vissulega hafi sá möguleiki alltaf verið fyrir hendi, en framkvæmdir við hana yrðu hins veg- ar afar kostnaðarsamar. „Það er líka alveg Ijóst að raforka frá Kára- hnjúkavirkjun er dýrari á Suðurlandi en austur á fjörðum. Þessar framkvæmdii- yrðu það dýr- ar,“ segir hann, en bætir þó við að Reyðarál geri sér grein fyrir því að aðrir kaupendur kunni að vera að raforku Landsvirkjunar frá Kárahnjúkavirkjun. „Það þurfa að nást samningar milli Reyðar- áls og Landsvirkjunar um orkuverð og þau mál er verið að fjalla um. Hvað verður, náist ekki samningar um orkuverðið, er eitthvað sem við erum lítið að velta fyrir okkur. Það er ekki okk- ar mál, enda væri þá komin upp alveg ný staða í málinu," sagði Geir. Norðurál tekur ekki afstöðu til einstakra virkjunarkosta Tómas M. Sigurðsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og tæknisviðs Norðuráls, segir að það sé hlutverk Landsvirkjunar að framleiða og selja raforku, bæði til stærri og smærri kaupenda, og að orð Friðriks beri að lesa og skilja í því samhengi. „I sjálfu sér tökum við ekki afstöðu til virkj- unarkosta á landinu, enda ekki okkar hlutverk. Við höfum lagt á það áherslu að áform okkar um stækkun álversins á Grundartanga þurfi ekki að tengjast áformunum fyrir austan á nokkum hátt.“ Smári Geirsson, formaður Samtaka sveitar- félaga á Austurlandi (SSA), segir orð forstjóra Landsvirkjunar staðfesta að allur undirbúning- ur Reyðarálsverkefnisins gangi eðlilega fyrir sig. Hann segist hins vegar ekki líta sjálfstætt á Kárahnjúkavirkjun sem slíka; segir að hún tengist órjúfanlegum böndum uppbyggingu ál- vers í Reyðarfirði. Áhersla lögð á að uppbyggingin eystra hafi forgang „Það hefur verið stefna stjómvalda að leggja áherslu á uppbyggingu á Austurlandi og nýta þá orku sem verður til á svæðinu til iðnaðar þar. Það er í sjálfu sér ekkert við því að segja að Landsvirkjun ræði við Norðurál vegna frekari orkukaupa þess fyrirtækis og kannski munu hugmyndir um stækkun álversins á Grandar- tanga hafa einhver áhrif á að til komi áfan- gaskipting af einhverju tagi og breyttar tíma- setningar. í ljósi þess efnahagslega þensluástands sem er á Suðvesturhorninu og eins vegna byggðaþróunar hlýtur að verða lögð áhersla á að uppbyggingin eystra hafi for- gang.“ Smári segir að það sé meira en að segja það að leggja háspennulínu yfir hálendið. „Slíkt tæki mörg ár og þarf að fara í mat á umhverfis- áhrifum. Maður gefur sér að tekist yrði á um slíkt verkefni, eins og flest önnur á þessu sviði.“ Hjálparstarf kirkjunnar 30 ára / Arleg j ólasöfnun að hefjast Morgunblaðið/Jón Svavarsson Biskup íslands, Karl Sigurbjömsson. ÞRJÁTÍU ár em nú liðin frá því að Hjálparstofnun kirkjunnar var stofnuð af Þjóðkirkjunni, en nafni stofnunarinnar var breytt árið 1998 í Hjálparstarf kirkjunnar. I tilefni af afmælinu heiðraði Iljálp- arstarf kirkjunnar í gær þijá hópa sem hafa í mörg ár verið virkir stuðningsaðilar hjálparstarfsins á Indlandi, en þessir hópar em Indlandshópur Áslaugar Stefáns- dóttur, Indlandsfjölskyklan og Indlandsvinir. Einnig veitti Hjálp- arstarf kirkjunnar starfsmannafé- laginu Útsjón á Stöð 2 sérstaka við- urkenningu fyrir stuðning við skólastarf í Voító í Eþíópíu. Þá var ákveðið í tilefni afmælis- ins að styðja starfsemi Foreldra- félags geðsjúkra barna og ungl- inga, og er fyrsta skrefið 500.000 króna styrkur sem veittur er til þróunar og kynningar á því áhuga- máli félagsins að koma upp hvfldar- heimiii fyrir geðsjúk börn og ungl- inga. Ráðgjafar- og rekstrar- þjónustan Nýsir hf. hefur tekið að sér að gera úttekt á málinu og legg- ur starfsfólk Nýsis fram þá vinnu sem til þarf þegar styrknum slepp- ir, félaginu að kostnaðarlausu. Sunnudaginn 3. desember, fyrsta sunnudag í aðventu, hefst árleg jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunn- ar, sem er aðalfjársöfnun stofnun- arinnar og fer fé úr henni til allra verkefna sem stofnunin sinnir hér heima og erlendis. Hinn hefð- bundni söfnunarbaukur verður sendur á hvert heimili í landinu ásamt gíróseðli, og sagði Karl Sig- urbjömsson biskup að baukurinn væri dýrmætur hluti aðventunnar og minnti okkur á í hverju gæfa og gleði væri fólgin, sem væri að rétta fram hjálparhönd og gefa til þeirra sem eru snauðir og þjáðir. Að þessu sinni mun Laufey Jak- obsdóttir skrifa hvatningarorð á gíróseðilinn, en hún er þekkt fyrir starf sitt meðal unglinga í miðbæ Reykjavíkur, og mun hún einnig koma fram í auglýsingum um jóla- söfnunina. Tekið er við söfnunar- baukum í kirkjum landsins, auk þess sem gíróseðlar liggja frammi á öllum afgreiðslustöðum banka, sparisjóða og pósthúsa. fsafjörður Ekið á sjö ára stúlku á Hnífs- dalsvegi EKIÐ var á sjö ára gamla stúlku á ísafirði í fyrradag. Slysið varð á veginum milli ísafjarðar og Hnífsdals. Stúlkan var að koma út úr strætisvagni og hljóp aftur fyrir vagninn og út á veginn en lenti á bíl, sem kom úr gagnstæðri átt. Stúlkan var flutt á Sjúkra- húsið á ísafírði til rannsókn- ar. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu hlaut hún ekki alvarlega áverka. Hún fékk að fara heim af spítal- anum í gær að lokinni skoð- un
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.