Morgunblaðið - 02.12.2000, Síða 14

Morgunblaðið - 02.12.2000, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stefnt að bvf að fækka alvarlegum umferðarslysum um 40% Samstaða nauðsynleg eigi árangur að nást UMFERÐARWNGI umferðarráðs lauk í gær. Þingið tók undir markmið í drögum nýrrar umferðaröiyggis- áætlunar stjómvalda en þau gera ráð fyrir 40% fækkun alvarlegra slysa fyrir árslok 2012. Sigurður Helgason, upplýsingafull- trúi Umferðarráðs, segir að þrátt fyr- ir háleit markmið hafi það verið al- menn skoðun þingfulltrúa að þessum markmiðum væri hægt að ná. Það væri hinsvegar ljóst að menn þyrftu að snúa bökum saman. „Miðað við þá þróun sem á sér stað í sambandi við hönnun bíla, vega og í greiningu um- ferðarslysa þá eigi að vera hægt að snúa þeirri óheillaþróun sem verið heíur á síðustu 2-3 árum á betri veg,“ segir Sigurður. ViII að íjármagn verði tryggt tíl að standa við áætlunina Umferðarþing samþykkti tillögu Gunnars Hjartar Gunnarssonai*, deildarverkfræðingur á umferðadeild Borgarverkíræðings, þar sem lýst er vonbrigðum yfir því að í fjárlögum sem nú eru í meðferð Alþingis sé ekk- ert gert ráð fyrir auknum fjármunum til þessarar baráttu. Umferðarþing benti á að fullnægjandi umferðarör- yggisáætlun verði að innihalda fjár- hags- og framkvæmdaáætlun og tryggja verður að tíl hennar renni nægt fjármagn úr opinberum sjóðum. Þingið skoraði á ríkisstjóm og Al- þingi að lýsa því nú þegar yfir að væntanieg 12 ára áætlun muni upp- fylla framangreind skilyrði. Sigurður Helgason segir að líta yrði á baráttuna gegn umferðarslys- um sem fjárfestingu og bentí á að kostnaður vegna umferðarslysa væri um 12-18 milljarðar á ári. Einn þátt- urinn í baráttunni væri aukin lög- gæsla. Sigurður segir að ekki þurfi ýkja mikla fjármuni til að ná árangri. Þórhallur Ólafsson, formaður um- ferðarráðs, sagði við setningu þings- ins að almenningur sættí sig ekki lengur við ónauðsynlegar mannfómir í umferðinni. Sálfræðileg próf fyrir unga ökumenn Á seinni degi umferðarþings í gær var sérstaklega fjallað um unga öku- menn. Kjartan Þórðarson, deildar- sérfræðingur hjá ökunámsdeild um- ferðarráðs, kynnti nýja rannsókn sem hann hefur unnið með Valdimar Briem, dósent við Háskólann í Lundi, og Ásþóri Ragnarssyni sálfræðingi um sálræna þættí í umferðarslysum ungra ökumanna. Kjartan sagði að menn hefðu gjam- an séð samhengi á milli spennufíknar ungra ökumanna og umferðarslysa. Málið væri hinsvegar ekki svo einfalt. Fólk leitaði sér yfirleitt útrásar fyrir spennufíkn með öðmm hættí en með hraðakstri. Rannsóknin sýndi að það væri samspil ólíkra sálfræðilegra þátta sem mótuðu hegðun ökumanna. Kjartan bað þingfulltrúa að velta því fyrir sér hvort ástæða væri til þess að hafa stutt sálfræðileg próf með ökunámi til stuðnings ökukenn- ara og ökuskóla. Þá væri e.t.v. ástæða til þess að fá sálfræðilega greiningu á þeim sem bijóta ítrekað af sér í um- ferðinni. Fjöldi látinna og alvarleaa slasaðra 1985-1999 Fjöidi og sett markmio fyrir árið 2012 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2020 2025 Ungir karlmenn ekki verri öku- menn en ungar konur Kjartan sagði að það væri vel þekkt staðreynd að yngri ökumenn ættu oftar aðild að umferðarslysum en eldri ökumenn. Þá væri jafnframt Ijóst að ungir karlmenn lentu frekar í slysum en ungar konur. Kjartan sagði að þetta hefði almennt verið túlkað þannig að ungir karlmenn væm mun verri ökumenn en ungai' konur. Það væri þó e.t.v. kominn tími til að endur- skoða þessa afstöðu. Kjartan benti á að þegar slysatölur kynjanna era bomar saman koma ungir karlmenn ætíð miklu verr út. Þegar hefur verið tekið tillit tíl ekinna kflómetra og þess tíma sem ungir ökumenn em í um- ferðinni þá kemur hinsvegar í ljós hlutfallið er svipað meðal ungra karla og kvenna en samkvæmt umferðar- könnun Umferðairáðs aka ungir karl- menn mun meira en ungar konur. Kjartan sagði að víða erlendis væra hætt að tala um unga hættulega karl- menn í umferðinni og fremur rætt um unga ökumenn. Þá kom fram í máli Kjartans að átján ára ökumenn lentu frekar í slys- um í fyrra en þeir sautján ára. Ástæð- an fyrir því væri e.t.v. sú að æfinga- akstur var nýlega leyfður. Lækkun áfengiskaupaaldurs eykur tíðni umferðarslysa Agúst Mogensen, framkvæmda- stjóri rannsóknamefndar umferðar- slysa, minntí á að það væri ekki aðeins á Islandi sem ungir ökumenn lentu frekar í umferðarslysum. Flest lönd heims ættu við sama vandamál að stríða. Meðal þess semÁgúst ræddi í erindi sínu vai- að lækkun á áfengis- kaupaaldri myndi auka tíðni umferð- arslysa meðal ungra ökumanna. Hann bentí ennfremur á að rannsókn- ir hefðu sýnt að ungir ökumenn sem drakkið hafa einn bjór séu mun lík- legri til að lenda í umferðarslysi en þeir sem era eldri eftir sömu neyslu. Ágúst sagði að e.t.v. væri ástæða til að lækka áfengismörk í blóði niður í 0 %c hjá þeim ökumönnum sem ekki hefðu aldur til áfengiskaupa. Agúst segir að reynslan af því að hækka ökuréttindaaldur hafi verið misvísandi. Erlendis hafi víða verið tekin upp stígskipt ökuréttindi sem hefðu gefið góða raun. Þegar ungt fólk lýkur ökuprófi fær það t.a.m. að- eins réttindi á vissar stærðir bifreiða, farþegafjöldi er takmarkaður og þeim er jafnvel bannaður akstur að nætur- lagi. Ágúst sagði að menn yrðu að vanda mjög til þjálfunar ökumanna við erfiðar aðstæður. Þar sem slíkt hefði verið gert, t.d. með því að æfa akstur í hálku hefðu nemamir ekdð enn hraðar í hálku þar sem þeir töldu sig verða enn betri eftír þjálfunina. Dr. Frank Horswill hefur rannsakað áhættuhegðun ökumanna Flestir telja sig mun betri ökumenn en meðalmaðurinn Á UMFERÐARÞINGI sem lauk í gær hélt dr. Frank Horswill erindi þar sem hann fjallaði m.a. um rann- sóknir á hegðun öku- manna. Horswill bentí á að mistök ökumanna valda 65% umferðar- slysa í Bretlandi og í 95% tilvika má rekja umferðarslys að hluta til ökumanns. Það sé því ljóst að til að fækka umferðaslysum þurfí ökumenn að breyta hegðun sinni. Sjálfsblekking ökumanna Horswill starfar við háskólann í Reading í Bretlandi og hefur ásamt öðram unnið að rannsóknum á áhættuhegðun ökumanna, t.d. hvers vegna þeir aka of greitt eða glanna- lega. Eitt af því sem kom honum hvað mest á óvart var að þeir sem telja sig hafa áhyggjur af umferðarslysum óku á næstum því á sama hraða og þeir sem engar áhyggjur höfðu. Horswill telur að ein af skýringunum sé sú að langflestir ökumenn telji sig vera mun betri ökumenn en meðal- ökumaðurinn. „Það er þekkt að fólk telur sig líklegra til að upplifa já- kvæða atburði og það sé yfirleitt betra heldur en meðalmaðurinn," segir Horswill. „Þetta hlýtur að vera sjálfsblekking því varla era allir betri en meðalmaðurinn," bætti hann við. Ökumenn væra líka haldnir þessari sjálfsblekkingu og teldu sig flestir vera betri og öraggari ökumenn og það væra minni líkur á að þeir lentu í umferðar- slysi heldur en meðal- maðurinn. Þetta ætti jafnvel við þá sem væra tiltölulega nýbúnir að taka bflpróf. Horswill sagði að þetta hugarfar gæti reynst hættulegt. „Ef fólk heldur að það sé ör- uggara en aðrir, af hverju ætti það að rejma að varast óhöpp með því að aka hægar?“ spurði Horswill. Þetta fólk telji jafnframt að áróður um umferðaröryggi eigi ekki við það sjálft heldur sé áróðrinum beint að hinum ökumönnunum. Horswill sagði að einn hópur fólks liti ekki á sig sem betri ökumenn en aðrir. Það væra þeir sem hefðu lent í alvarlegu umferðarslysi þar sem þeir vora sjálfir valdir að slysinu. Sem betur fer þyrfti ekki að láta alla öku- menn lenda í umferðarslysi tfl að fá fram svipuð áhrif heldur nægði oft að fá fólk til að ímynda sér að það hefðið valdið alvarlegu umferðarslysi og lýsa því í smáatriðum. Einnig væri áhrifaríkt að sýna fólki myndbönd þar sem greinilegt er að sök á um- ferðarslysi er hjá ökumanni og fá fólk til að setja sig í hans spor. Öryggisbúnaður getur skapað falskt öryggi Horswill hefur einnig unnið að rannsóknum á því hvemig breyta megi hegðun ökumanna. Ein leiðin sem var könnuð var að auka veghljóð en þá drógu ökumenn ósjálfrátt úr hraða. Horswill benti á að eftir því sem meiri öryggisbúnaður væri í bíln- um því líklegri væri ökumaðurinn tfl að taka áhættu t.d. með hraðakstri. Ökumenn fengju það gjaman á til- finninguna að þeir væra algerlega óhultir þar sem bfllinn þeirra væri búinn góðum öryggisbúnaði. Eftir því sem bflamir yrðu þægi- legri og hljóðlátari hefði fólk færri möguleOta á að finna fyrir hraðanum. Þetta yrðu bflahönnuðir og vegagerð- armenn að taka til athugunar. Þá ætti að hvetja fólk tO að kaupa sér kraft- minni bfla þar sem greinilegt væri að ökumenn kraftmeiri og betur út- búinna bfla tækju yfirleitt mun meiri áhættu í akstri. HorswOl sagði að reyndir ökumenn skynjuðu mun betur áhættu en hinir yngri og óreyndari. Að sögn Horswfll hefðu Bretar uppi áform um að kenna áhættuskynjun. Slík kennsla væri einfold og ódýr en jafnframt áhrifa- rík. Þeir sem hefðu fengið slíka kennslu tækju t.a.m. síður áhættu. A Dr. Mark Horswill Morgunblaðið/Ásdís Ólafur B. Thors tekur við „umferðarljósinu" úr hendi Þórhalls Ólafs- sonar, formanns umferðarráðs. Sjóvá-AImennar hlutu „umfer ðarlj ósið“ SJÓVÁ-ALMENNAR tryggingar hlutu viðurkenningu umferðar- ráðs, „umferðarljósið“ árið 2000 á umferðarþingi. Þórhallur Ólafs- son, formaður umferðarráðs sagði að Sjóvá-Almennar hefðu lagt sí- aukna áherslu á forvarnarstarf á undanförnum árum. Megintil- gangur viðurkenningarinnar er að hvetja til góðra verka á sviði umferðaröryggismála. Ólafur B. Thors, framkvæmdastjóri Sjóvár- Almennra tók við viðurkenning- unni fyrir hönd fyrirtækisins. „Umferðarljósið“ er farand- gripur sem Sjóvá-Almennar munu varðveita fram að næsta umferð- arþingi. Þórhallur sagði að þegar Umferðarráð ieitaðist við fyrir nokkrum árum að ráða svæðis- fulltrúa til starfa vegna umferð- arfræðslu í skólum veitti Sjóvá- Almennar tryggingar hf. því máli mikinn stuðning sem í raun gerði það mögulegt að ráða svæðis- fulltrúa til starfa. Þá hafi fyrir- tækið um áraraðir unnið að marg- víslegri forvarnarstarfsemi. Veltibfllinn, sem mikið er notað- ur, sé t.d í eigu, Sjóvár-Almennra, Bindindisfélags ökumanna og Umferðarráðs. Þá hafi Sjóvá-Almennar staðið fyrir námskeiðum fyrir unga öku- menn undanfarin fimm ár sem um 3000 manns hafa sótt. Margmiðl- unardiskurinn „í umferðinni með Sjóvá-Almennum“ hafí ennfremur vakið mikla og verðskuldaða at- hygli en á disknum er fræðsluefni fyrir alla þá sem vilja kynna sér umferðarmál. Einnig hafi fyrir- tækið staðið fyrir fræðslu öku- nema um tryggingar og fræðsiu meðal atvinnubflstjóra þar sem byggt er á vitneskju um þau vandamál sem komið hafa upp hjá viðkomandi fyrirtækjum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.