Morgunblaðið - 02.12.2000, Síða 33

Morgunblaðið - 02.12.2000, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 33 ERLENT Leyniþjónustumenn staðnir að brotum á öryggisreglum Notuðu óleyfílega spjallrás í tölvu- kerfí CIA Washington. Reuters. BANDARÍSKA leyniþjónustan CIA hefur rekið fjóra starfsmenn sína og veitt átján öðrum ofanígjöf fyrir að nota leynilega spjallrás, sem komið var upp án heimildar í tölvukerfi leyniþjón- ustunnar, til að skiptast á bröndurum og slúðri. Háttsettur embættismaður var á meðal þeirra sem voru reknir. Flestir þeirra sem fengu ofamgjöf voru leystir frá störfum án launa í 5 til 45 daga. I þeim hópi eru tveir háttsettir embætt- ismenn sem verða einnig lækkaðir í tign. „Þessi óviðeigandi notkun tölvukerf- isins hafði staðið í alllangan tíma,“ sagði í yfirlýsingu frá CIA. „Tölvukerf- ið var misnotað vísvitandi með því að nota óleyfilega „spjallrás" og gagna- grunna.“ Spjallrásinni var komið upp um miðjan m'unda áratuginn og hún var einloim notuð til að skiptast á klúrum bröndurum, hugleiðingum, slúðri og ýmsum athugasemdum. Þeir sem höfðu aðgang að rásinni greiddu at- kvæði um hvort bæta ætti við nýjum félaga í spjallrásarhópinn. Hann þurfti síðan að sverja þagnareið og undinita leynilegan samning um að segja ekki frá spjallrásinni. Talið er að um 160 starfsmenn CLA hafi notað rásina þar til eftirlitsmenn komust á snoðir um hana fyrr á árinu. Einn starfsmanna leyniþjónustunnar sagði 12. nóvember, eftir að The Washington Post skýrði frá spjallrás- inni, að starfsliðinu hefði verið skýrt frá rannsókn málsins í maí. Leyniþjónustan svipti einnig sjö verktaka heimild til að nota tölvukerfi hennar vegna málsins. 79 starfsmenn, sem notuðu spjallrásina sjaldan, voru minntir á öryggisreglur leyniþjónust- unnar og varaðir við. Misnotkun á tölvum CIA hefur verið í brennidepli frá því skýrt var frá því að John Deutch, sem lét af störfum sem yfirmaður leyniþjónustunnar í lok ár- sins 1996, hefði skrifað leynileg skjöl á heimilistölvur sem voru einnig notaðar á Netinu. Upplýsingamar hefðu því getað komist í hendur töhuþrjóta. Deutch hefur beðist afsökunar á þessu. Hákon trúlofaður Hákon, krónprins í Noregi, opin- beraði í gær trúlofun sína og Mette- Marit Tjessem Hoiby, 27 ára garn- allar, einstæðrar móður. Hafa þau búið saman um skeið en ekki hefur enn verið ákveðið hvenær brúð- kaupið verður. Skoðanakannanir sýna, að almenningur hefur lagt blessun súia yfir samband þeirra Hákonar og Hoiby en í fjölmiðlun- um hafa þó ýmsir velt því fyrir sér hvort hún sé hæf tilI að verða drottning Noregs. I því sambandi hefur verið rifjað upp, að hún hafi verið í heldur vafasömum félags- skap snemma á síðasta áratug og fyrir nokkrum vikum sagði eitt vikublaðanna, að hún umgengist enn sína fyrrverandi félaga. Tengd- ust þeir sumir glæpastarfsemi. Fyrrverandi sambýlismaður Hoiby og faðir þriggja ára gamals sonar hennar hefur verið handtekinn nokkrum sinnum, meðal annars vegna kókafnneyslu. Á myndinni eru þau Hákon og Hoiby á blaða- mannafundi, sem boðað var til í konungshöllinni í Ósló. Reuters Reynsla Noregs af EES ófullnægjandi Æ minni áhrif á þró- un mála í Evrópu Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. NORSKA ríkisstjómin lagði í gær fram álitsgerð sína um reynslu Norðmanna af Evrópska efnahags- svæðinu, EES. í henni kemur fram að Norðmenn telja sig hafa færst æ meira til hliðar hvað varðar alla þróun mála innan Evrópu- sambandsins, ESB, og að taka þurfi á því með einhverjum hætti, annaðhvort tvíhliða samningum um einstök málefni eða aðild að ESB. Er álitsgerðin sögðu uppgjör við skoðun andstæðinga ESB-aðildar, sem telji að hagsmuna Noregs sé nægilega vel gætt innan EES segir í frétt NTB. Álitsgerðin er um 200 siður og var vinnan við hana hafin í tíð fyrri ríkisstjómar. Hefur tónninn breyst nokkuð við tilkomu nýrra stjómar- herra sem telja að EES-samkomu- lagið endurspegli ekki þær breyt- ingar sem orðið hafa í Evrópu- samstarfinu og möguleikar Noregs til að hafa áhrif á þróun mála verði æ minni. I skýrslunni kemur fram að breytingar sem orðið hafi á síðasta áratug hafi ekki heyrt undir þá hluta samstarfsins sem EES-aðild- in hafi áhrif á. Þar skipti mestu þær miklu breytingar sem hafa orðið á vamarmálum innan ESB þar sem hlutverk sambandsins hafi aukist að miklum mun og Norð- menn hafi þurft að leggja mikið á sig til að reyna að ná áhrifum inn- an hins nýja vamarfyrirkomulags. Allt bendi til þess að endanleg niðurstaða verði ekki nægilega hagstæð Norðmönnum. Tilraunir til að hafa áhrif í Schengen-málinu em einnig nefnd- ar, svo og þróun á tölvusviðinu og allt er varðar öryggi matvæla, sem EES nái ekki yfir. Er í skýrslunni lagt til að Noregur reyni að fylgj- ast vel með og hafa áhrif á einstök atriði þótt ljóst sé að það verði erf- iðara og erfiðara og Noregur færist æ meira til hliðar. Ný aðildar- umsókn 2005? I álitsgerðinni endurspeglast sú skoðun Verkamannaflokksins, sem nú er í stjóm, að Noregur eigi að stefna að aðild, undirbúningur þess eigi að hefjast á næsta kjörtímabili og umsókn verði lögð fram í fyrsta lagi eftir fimm ár. Hurðakrans: 4.890- Glæsilegar gjafir í gjafaöskjum. Gerum tilboð í magninnkaup ÓLIN KOMA Jólaórinn 2000, verð 3.790- Eigum allar eldri gerðir. & ROYAL COPENHAGEN SENN (Vfu/ fol J8 l c/cHX Jólagleði; kaffi- og matarstell Glerhjarta 1.440- Jólabarn: 2.390- Súkkulaðibolli: 5.760- Karafla og 2 staup: 3.935- BING & GR0NDAHL ÍB HOLME GAARD OF COPENHAGEN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.