Morgunblaðið - 02.12.2000, Page 42

Morgunblaðið - 02.12.2000, Page 42
42 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 MORGUNB LAÐIÐ Læknisfræði Sumir sýkkópatar geta komist langt Sjúkdómar Fundinn arfberi sem tengist einhverfu Ný lyf við sykursýki komin á markað Tól og tæki Vísindamenn greinir enn á um farsíma Er tölvunotkunin komin út í öfgar? Reuters Óttast að börn hljóti varanlegt líkanistjón sökum þaulsetu við tölvur Varað við „hnattrænu neyðarástandi“ BÖRN sem eru að læra að nota tölvur eiga á hættu að bíða varanlegt líkams- tjón vegna þess, að því er sumir sér- fræðingar telja. Segja þeir að þúsund- ir bama hafi þegar hlotið skaða í tengslum við notkun á tölvum. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá þessu á vefsíðu sinni. Um er að ræða meiðsl á hálsi, í baki og álagsmeiðsl, en lengi hefur verið vitað að þetta tengist mikilli tölvu- notkun og rangri lfkamsbeitingu hjá íúllorðnum. Engar umtalsverðar rannsóknir hafa verið gerðar í Bret- landi á hættunni á álagsmeiðslum meðal bama, sem eyða mörgum klukkustundum við tölvur, við nám eða leiki. Aftur á móti greina læknar frá því að mikil aukning hafi orðið á íjölda þeirra bama sem kvarti yfir meiðslum er tengjast tölvunotkun. Dr. Leon Straker, sem rannskar þessi mál í Ástralíu, telur framtíðina ekki bjarta fyrir böm í Bretlandi verði ekkert gert til að takast á við þennan vanda. „Ég held að verið geti að við séum á þröskuldi þess sem kalla mætti hnattrænt neyðar- ástand," sagði hann. „Þetta er fyrsta kynslóð bama sem hafa notað tölvur frá unga aldri á meðan vöðvar og bein í þeim em enn að þroskast. Ef ekki verður fundið út nú þegar hvemig hægt er að nota tölvur á ömggan máta held ég að hætta sé á að mörg böm muni skaðast af tölvunotkun." Rannsóknir Strakers við Curtin- háskóla í Perth í Ástralíu felast í notk- un rafskauta og spegla, sem tengdir em við tölvu, til að fylgjast með hreyf- ingum bama þegar þau nota mús eða lyklaborð. Eitt þeirra bama sem eiga við þennan vanda að stríða er Charlotte Cook, sem er 14 ára. Hefur hún verið undir læknishendi í fjögur ár. Hún þjáist af sáram verk í hálsi og baki, og er hann ætíð verri eftir langa setu við tölvu. „Þetta er eins og vöðvaverkur og amaverkur,“ er haft eftir henni á fréttavef BBC. „Hann hverfur aldrei og það skiptir engu hvemig maður reynir að sitja eða liggja, maður getur bara ekki komið sér þægilega fyrir.“ Associated Press Hófleysi við matarborðið hefur verið tengt við hjartaáföll. Mikil máltíð eykur líkur á hjartaáfalli New Orleans. Reuters. ÞEIR sem neyta óvenjulega vel útilátinnar máltíðar eru í mun meiri hættu en aðrir á að fá hjartáfall á næstu tveimur klukkustundum eftir að staðið er upp frá matarborðinu. Þessar niðurstöður voru kynntar á fundi bandarísku hjartasamtak- anna (American Heart Associat- ion) á dögunum. Dr. Francisco Lopez-Jimenez, sem starfar við háskólann í Mi- ami, fór fyrir rannsókn þar sem rætt var við tæplega 2.000 sjúklinga, sem fluttir höfðu ver- ið á sjúkrahús vegna hjarta- áfalls. I ljós kom ákveðin fylgni þannig að mun líklegra reyndist en ekki að viðkomandi hefðu borðað óvenju mikið daginn sem áfallið reið yfir. „í ljós kom að óvenjulega vel útilátin máltíð gat af sér fjór- falda hættu á hjartaáfalli," sagði Lopez-Jimenez. Hættan á slíku áfalli reyndist tíföld á fyrstu klukkustundinni og fjórföld þeg- ar 60-120 mínútur voru liðnar frá því að þung máltíð var snædd. Þremur klukkustundum eftir slíkan málsverð var hættan orðin hin sama og í þeim tilfell- um sem menn höfðu ekki brugð- ið út af vana sínum hvað stærð máltíðarinnar varðaði. Dr. Lopez-Jimenez sagði að vel útilátin máltíð gæti komið af stað hjartaáfalli á margvíslegan hátt. Máltíð sem innihéldi mikla fitu gæti aukið hormónamagn og blóðsykur og stuðlað að kekkjamyndun í blóði. TENGLAR Bandansku hjartasamtökin: www.americanheart.org/ Hvað er sýkkópati? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Hvað er átt við þegar sagt er að einhver sé „pati“ eða „sýkkópati“? Er þetta sjúkdómur, hvernig lýsir hann sér og hvað er til ráða? Svar: Um er að ræða persónuleika- röskun sem flestir vilja frekar kalla andfélagslega hegðun eða andfélagslegan persónuleika. Til em ýmsar gerðir persónuleika- raskana og þegar þær em á háu stigi er eðlilegt að kalla þær sjúk- dóma vegna þess að þær trafla líf sjúklingsins og geta þannig valdið fötlun auk þess að hafa slæm áhrif á þá einstaklinga sem umgangast sjúklinginn. Persónuleika- röskunum er oft skipt í þrjá meg- inflokka sem eiga ýmislegt sam- eiginlegt en em þó ólíkir. í flokki A em einstaklingar með ofsóknar- hugmyndir og stundum klofinn persónuleika. Þeir em oft skrýtnir og sérvitrir, gengur illa að mynda tilfinningatengsl og em félagslega einangraðir. I flokki B em upp- gerðarlegir eða andfélagslegir ein- staklingar eða þeir sem haldnir em sjálfsdýrkun. Hegðun þeirra er oft hvatvís eða fljóthuga, hlaðin tilfinningum og stefnulaus. í flokki C em einstaklingar sem era oft feimnir, háðir öðram eða haldnir áráttuþráhyggjusýki og era oft kvíðnir og hræddir. Allar þessar persónuraskanir geta verið á mis- munandi háu stigi og þær geta tengst og blandast. Á vægu stigi valda þær vissum erfiðleikum en á háu stigi verða þær að sjúkdómi sem getur haft alvarlegar afleið- ingar fyrir sjúklinginn og félags- legt umhverfi hans. Andfélagslegir einstaklingar hafa oft persónutöfra og eignast auðveldlega vini sem þeir síðan traðka á ef það hentar þeim. Þeir eru hvatvísir en hafa lélega dóm- Persónu- leikaröskun greind og eiga erfitt með að læra af mistökum sínum. Þeir hafa keppnisskap en em tapsárir. Þeir koma alltaf sökinni á aðra, skortir samúð og era samviskulausir. Þá skortir ábyrgð í fjármálum en geta samt náð árangri í viðskiptum. Sumir þessara einstaklinga kom- ast langt á persónutöfram, lygum og blekkingum, njóta aðdáunar þeirra sem ekki sjá í gegnum þá og komast til metorða í þjóðfélaginu. Ef þeir verða fyrir mótlæti geta þeir orðið árásargjarnir og sumir verða afbrotamenn. Nokkur dæmi sem flestir kannast við era: 1) „fer- kantaður" kaupsýslumaður sem traðkar á öðmm til að ná árangri, 2) náungi sem hellir stúlkur fullar til að nauðga þeim síðan, 3) tölvu- gúrú sem býr til tölvuveirur til að skemma fyrir öðrum, 4) kaup- sýslumaður sem blekkir aldraða til að fjárfesta og stingur svo af með peningana og 5) eiginmaður sem misþyrmir fjölskyldu sinni and- lega og/eða líkamlega. I Bretlandi og Bandaríkjunum hefur verið áætlað að um 3% karla og 1% kvenna séu andfélagslegir einstaklingar og samkvæmt því ættu um 10 þúsund slíkir einstakl- ingar að vera á íslandi. Sumir telja að þessar tölur séu helmingi hærri og ekki sé teljandi munur á körlum og konum. Andfélagsleg hegðun mótast venjulega á unglingsár- unum og ræðst af erfðum og um- hverfi og margir þessara einstakl- inga hafa átt erfiða æsku. Meðferð á þessum sjúkdómi er mjög erfið, m.a. vegna þess að andfélagslegir einstaklingar sjá ekkert athuga- vert við hegðun sína og telja sig al- heilbrigða. Menn hafa reynt ýmiss konar lyfjameðferð eins og t.d. þunglyndislyf, lyf við geðveiki og jafnvel flogaveikilyf en venjulega er enginn árangur. Sumir telja sig hafa náð einhverjum árangri með samtalsmeðferð, hópmeðferð eða fjölskyldumeðferð en litlir mögu- leikar eru á að breyta þessum ein- staklingum og gera þá að betri mönnum. Á NETINU: Nálgast má skrif Magnúsar Jóhannssonar um lækn- isfræðileg efni á heimasíðu hans á Netinu. Slóðin er: http:// www.hi.is/~magjoh/ • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukknn 10 og 17 (símn 5691100 og bréfum cða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einniggeta lesendur sent fyrir- spurnir sfnar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: clmag(a)hot- mnil.com.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.