Morgunblaðið - 02.12.2000, Page 68

Morgunblaðið - 02.12.2000, Page 68
68 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ 4 Að beita samkeppnislögum “ til að verjast samkeppni UmfangsmiMar breytingar á samkeppn- islögum taka gildi 6. des- ember næstkomandi sem færa íslensk sam- keppnislög efnislega nær samkeppnisreglum Evrópusambandsins og samkeppnislögum flestra Evrópuríkja. Jíftir sem áður hafa lög- þó að geyma ýmis ákvæði sem aðgreina þau frá samsvarandi lögum nágrannaland- anna. íslensk sam- keppnislög verða eftir breytinguna mun skarp- ari og fyrirtæki munu bera beina ábyrgð á viðskiptaháttum sínum og stöðu á markaði. Af þessu tilefhi er ekki úr vegi að skoða hvaða áhrif breytingamar munu hafa á íslenskt atvinnulíf. Þótt mark- mið samkeppnislaga sé ekki að vemda fyrirtækin heldur að bæta samkeppn- ina, geta fyrirtæki engu að síður beitt ákvæðum samkeppnislaga til að verj- ast ólögmætum og samkeppnishaml- ■®thdi viðskiptaháttum keppinauta sinna, sem og samkepppnishamlandi aðgerðum ríkisvaldsins, til að bæta samkeppnisstöðu sína. í þessu sam- bandi er vert að hafa í huga að skil- greiningin á því hvaða aðilar falla imd- ir samkeppnislögin er rúm og tekur tU starfsemi án tdilits til þess hvort hún er rekin af hinu opinbera, félögum, ein- staklingum eða öðrum aðilum. Segja má að samkeppnishindranir stafi af tvennu. Annars vegar em það viðskiptahættir samkeppnisaðila og hjj^vegar lög og stjómvaldsfyrir- mæli. Urræðin sem fyrirtækjum standa til boða era nokkuð mismun- andi eftir því hver hin samkeppnis- hindrandi ástæða er. Lítum fyrst á fyrirtækin og keppinautana og þá á hið opinbera. Misnotkun á markaðsyfírráðum Helsta breyting samfara nýjum samkeppnislögum er að misnotkun eins eða fleiri fyrirtækja á markað- sráðandi stöðu verður bönnuð. í nú- gildandi lögum er misnotkun ekki bönnuð fyrir fram og eina úrræði samkeppnisyfirvalda hefur verið að Guðrún Helga Brynleifsdóttir beina því góðlátlega til viðkomandi fyrirtækis „að gera þetta ekki aft- ur“. Eftir lagabreyting- una er hins vegar ljóst að ýmis háttsemi, sem lýst er í lögunum og dómaframkvæmd hefur staðfest, telst fela í sér misnotkun. I stað þess að slá á puttana á við- komandi fyrirtæki geta samkeppnisyfirvöld eft- ir gildistöku laganna sektað fyrirtæki um 40 milljónir króna eða meira, þó ekki hærra en sem nemur 10% af veltu. Það leiðir af lagabreytingunni að nauðsynlegt verður fyrir fyrirtæki að kynna sér reglur samkeppnislaga um hvað sé misnotkun á markaðsráðandi Samkeppni Mikilvægt að fyrirtæki veki athygli á því, segir Guðrún Helga Brynleifsdóttir, þegar hið opinbera fer fram gegn yfirlýstri stefnu og markmiðum samkeppnislaga. stöðu. Ábyrgðin og áhættan er nú þeirra. Fyrirtæki sem verður fyrir tjóni, sem rekja má til misnotkunar á markaðsyfirráðum, getur höfðað skaðabótamál fyrir almennum dóm- stólum á hendur hinu brotlega fyrir- tæki, að uppfylltum skilyrðum skaða- bótaréttarins. Með því úrræði að kæra meinta misnotkun á markaðs- yfirráðum geta fyrirtæki stuðlað að eftirliti. Kærandi getur óskað nafn- leyndar. I núgildandi lögum er lagt bann við m.a. verðsamráði, skiptingu markaða og samráði við tilboðsgerð. Þetta verður eftir sem áður bannað en þessi bannákvæði era nú hert. Ailur vafi er tekinn um að það skiptir ekki máli hvort fyrirtæki sem stendur að sam- keppnishamlandi samráði af þessum toga hafi gert sér grein fyrir áhrifum hans. Sömu sektir geta legið við brot- um á ólögmætu samráði og við mis- notkun markaðsyfírráða. Hægt að ógilda samruna Önnur mikiivæg breyting á sam- keppnislögum er að ákvæði laganna sem fjallar um samrana fyrirtækja verður mun markvissara en áður. Samkeppnisráð getur ógilt samrana fyrirtækja eða sett honum skiiyrði ef komist er að þeirri niðurstöðu að samraninn muni hindra virka sam- Bókerbamagaman Bókatíðindi 2000 kominút Fálag íslenskra bókaútgefenda Hágæða vogir á góðu verði Með prentara og án prentara Fyrir rafhlöðu og 220 V AC RÖKRÁS EHF. Kirkjulundi 19, sími 565 9393 keppni vegna þess að markaðsyfirráð myndast eða styrkjast, þ.e. fákeppni myndast á markaði. Skilyrði fyrir af- skiptum samkeppnisyfirvalda er að sameiginleg velta hlutaðeigandi fyr- irtækja nái einum milljarði króna. Fyrirtæki geta átt mikið undir því að ekki verði til á markaði „risi“ sem er svo öflugur að hann geti hagað við- skiptum sínum að vild án tillits til keppinauta. Fyrirtæki geta nú verndað samkeppnisstöðu sína með því að koma á framfæri fyrirhuguð- um samrana, samstarfi eða yfirtöku til samkeppnisyfirvalda sem getur leitt til þess að samkeppnisyfirvöld banni viðkomandi samruna eða yfir- töku. Hið opinbera og samkeppnin Önnur meginástæða samkeppnis- hömlunar, sem fyrirtæki verða vör við í rekstraramhverfi sínu, eru ýmis stjómvaldsfyrirmæli, s.s. reglugerð- ir. Löggjöf getur hindrað samkeppni samanber lög um ýmiss konar sér- leyfi. í slíkum tiivikum verður banná- kvæðum samkeppnislaga ekki beitt um hinar samkeppnishindrandi að- stæður þar sem sérlög gilda framar almennum lögum en samkeppnislög teljast almenn lög. Samkeppnisráð skal þó vekja athygli ráðherra á því ef það telur að lög eða stjórnvaldsfyrir- mæli stríði gegn markmiðum laganna en það hefur oft verið gert með góð- um árangri. Samkeppnishamlandi stjórnvaldsaðgerðir byggja þó ekki ávallt á lögum eða reglugerðum og getur samkeppnisráð samkvæmt einni af þeim breytingum sem nú era gerðar á samkeppnislögum gripið til viðeigandi aðgerða gegn þeim, m.a. bannað tOtekna framkvæmd. I samkeppnislögum verður áfram ákvæði sem heimilar samkeppnisyf- irvöldum að mæla fyrir um fjárhags- legan og stjómunarlegan aðskilnað hjá opinberam fyrirtækjum og fyrir- tækjum sem njóta opinberrar vemd- ar í einhveiju formi. Þá er skilið á milli þess hluta rekstrar sem nýtur einkaleyfis og/eða opinberrar vemd- ar í einhverju formi og hefur ákvæðið reynst mjög árangursríkt í þeirri við- leitni að jafna samkeppnisskilyrði í landinu. Fyrirtæki geta lagt sitt af mörkum til að jafna samkeppnisskilyrði í at- vinnulífinu með því að vekja athygli á óeðlilegri stjómvaldsframkvæmd og lagaframvörpum sem raska sam- keppni. Þrátt fyrir góðan vilja geta samkeppnisyfirvöld ekki haft augun alls staðar og því er mikilvægt að fyr- irtæki veki athygli á því þegar hið op- inbera fer fram gegn yfirlýstri stefnu og markmiðum samkeppnislaga sem er „að efla virka samkeppni og þar með vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins", sbr. 1. gr. samkeppnislaga. Höfundur er héraðsdómslögmaður og rekstrarhagfræðingur. Frá Hellisgerði. Ljósmynd/Lárus Karl Ingason 80 ár frá stofn- un Málfundafé- lagsins Magna MÁLFUNDAFÉLAGIÐ Magni kröftuglega á um skoðanir hver var stofnað 2. desember 1920 og eru því liðin 80 ár frá stofnun fé- lagsins um þessar mundir. Ég vil hér í nokkram orðum minnast þeirra framkvöðla sem stofnuðu mál- fundafélagið á sínum tíma og lögðu grunn- inn að Hellisgerði í Hafnarfirði ásamt því að reynast ötulir við að blómga félagslíf í bænum. Það voru þeir Þor- leifur Jónsson og Valdimar S. Long sem stóðu fyrir stofnun Málfundafélagsins Magna, að því er fram kemur í 2. bindi Sögu Hafnarfjarðar eftir Ásgeir Guðmundsson. Stofnendur voru 18 Magnús Gunnarsson talsins en meginmarkmið félagsins var að æfa félagsmenn í að flytja mál sitt í heyranda hljóði. Á málf- Hafnarfjörður Félagsmenn fengu yfír- ráð Hellisgerðis árið 1922, segir Magnús annars. Málfundafélagið Magni stóð fyr- ir margvíslegu menningar- og fræðslustarfi meðan starf þess var í sem mestum blóma og á 50 ára afmæli fé- lagsins veitti Alþingi félaginu peningafram- lag í heiðursgjöf og í þakklætisskyni. Auk fræðslu í formi fyrir- lestra stóð félagið m.a. um árabil fyrir svokölluðum Jóns- messuhátíðum í fjár- öflunarskyni. Fjáröfluninni var fyrst og fremst ætlað að standa straum af framkvæmdum þeirra Magnamanna í Hellis- gerði. Mál höfðu at- vikast þannig að fé- Gunnarsson, til að hafa þar skemmtigarð að sumarlagi. undum var lögð áhersla á að menn flyttu mál sitt prúðmannlega og án persónulegrar áreitni en hins veg- ar í hávegum haft að menn tækjust ^bri>cA/c/ Iðnbúð 1,210 Garðabæ Slcl Collection sfmi 565 8060 Lísthús í Laugardal, Engjateigi 17, •s 568 0430 lagsmenn í málfundafélaginu fengu yfirráð Hellisgerðis endurgjalds- laust árið 1922 með því skilyrði að skemmtigarðurinn yrði opinn al- menningi að sumarlagi. Félagið stóð fyrir ræktun í garðinum og árið 1942 var ákveðið í stjórn Magna að setja upp gosbrunn í Hellisgerði. Sett var upp mynda- stytta eftir Ásmund Sveinsson sem nú hefur raunar verið fjarlægð en enn er að finna gosbrunn í Hellis- gerði enda ómissandi þeim sem til þekkja og njóta útivistar í þessu einstaka hraungerði. í gerðinu er einnig stytta af Bjarna Sivertsen riddara eftir Ríkharð Jónsson en hún var gefin í tilefni af 25 ára af- mæli Magna. Einnig er þar lágmynd af Guð- mundi Einarssyni sem er talinn framkvöðull að vernd og ræktun Hellisgerðis. Nú er Hellisgerði í umsjón Hafnarfjarðarbæjar og leggur bæjarstjórn Hafnarfjarðar sér- stakan metnað í umhirðu gerðisins, t.d. með því að á næsta ári er ráð- gert að veita sérstöku fjárframlagi til endurbóta í garðinum. Má vel segja að þannig heiðri bæjarstjórn minningu þeirra sem sýndu það mikla frumkvæði sem hér hefur verið rakið og við færum þeim, sem enn lifa og störfuðu ötullega í Málfundafélaginu Magna, okkar bestu þakkir. Framlag þeirra var ómetanlegt, bæði hvað varðar mannsanda og varðveislu náttúru- perlunnar Hellisgerðis hér inni í miðri byggð í Hafnarfirði. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði. SINDRI Borgartúni 31 • s. 575 0000 • www.sindri.is 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.