Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUN
UM ALMENN UTBOÐ
I MORGUNBLAÐINU laugar-
•Jaginn 25, nóvember sl. birtist grein
eftir Heigu Hlíti Hákonardóttur lög-
fræðing bjá Islands-
banka FB A undir fyrir-
sögninni „Voru útboðs-
reglurnar aldrei í
gildi?“ Höfundur fjaliar
í greininni m.a. um dóm
Hæstaréttar íslands
uppkveðinn fímmtu-
daginn 23. nóvember
2000 í málinu nr. 225/
2000: Burnham Int-
emational á íslandi
(áður Handsal hf.) gegn
Guðmundi Sigurðssyni.
Greinarhöfundur segir
í upphafi greinarinnar
að dómurinn „virðist
marka ein mestu tíma-
mót í sögu hins unga ís-
lenska verðbréfamark-
aðar“ og síðar „niðurstaðan hefur
vægast sagt ófyrirséð áhrif hér á
landi“. Morgunblaðið gerir greininni
sérstök skil í blaðinu sama dag og
greinin birtist (á bls. 2) undir fyrir-
sögninni „Tímamót sem hafa ófyrir-
t séð áhrif‘.
í framangreindu máli var m.a.
i'ð krafa um riftun á kaupum á
’ utafé í Burnham International á
landi hf. (áður Handsal hf.) sem átt
höfðu sér stað í tengslum við hluta-
fjárútboð í félaginu á árinu 1998.
Þórður S.
Gunnarsson
Riftunarkrafan var m.a. á því reist
að söluverð hlutabréfanna hefði ver-
ið langt yfir raunvirði miðað við
raunverulega fjárhags-
stöðu félagsins, þegar
kaupin áttu sér stað, en
jafnframt hefði félagið
látið hjá líða að gefa út
svonefnda útboðslýs-
ingu, þótt útboðið sem
hluthafinn tók þátt í
hafi verið „almennt út-
boð“ í skilningi 20. gr.
laga um verðbréfavið-
skipti nr. 13/1996 og
reglugerðar nr. 505/
1993. Taldi hluthafmn
að líkur mætti leiða að
því að gerð slíkrar út-
boðslýsingar hefði leitt
í ljós upplýsingar sem
orðið hefðu þess vald-
andi að hann hefði ekki
keypt bréf í útboðinu. Af hálfu fé-
lagsins var hins vegar á því byggt að
fullnægjandi upplýsingar hefðu legið
fyrir um fjárhagsstöðu félagsins,
þegar hlutafjárkaupin áttu sér stað
og ennfremur að allar upplýsingar
sem koma eigi fram í útboðslýsingu
hafi í reynd legið fyrir við hluta-
fjárkaupin og því hefði ekki skipt
máli þótt formleg útboðslýsing hefði
ekki verið samin og legið frammi.
Ekki er ástæða til að rekja máls-
ástæður aðila frekar en þeir sem
Hæstaréttardómurinn,
segir Þórður S.
Gunnarsson, virðist mér
vel saminn og lög-
fræðilega traustur.
áhuga hafa geta kynnt sér héraðs- og
hæstaréttardóm í málinu í gegnum
heimasíðu Hæstaréttar (www.haest-
irettur.is).
Héraðsdómur komst að þeirri nið-
urstöðu að umrædd hlutabréf hafi á
kaupdegi verið langtum verðminni
en kaupvirði þeirra nam og var
kaupunum rift með vísan til 42. gr.
laga nr. 39/1922 um lausafjárkaup
(verulegur galli). Hæstiréttur sýkn-
aði hins vegar Burnham Intemat-
ional á íslandi (áður Handsal hf.) af
riftunarkröfunni og hafnaði því að
skiiyrði til riftunar skv. 42. gr. laga
nr. 39/1922 væru til staðar.
Að því er útboðslýsinguna varðar
eða skort á henni segir í dómi
Hæstaréttar:
„Stefndi (sá sem gerði riftunar-
kröfuna, innsk. höf.) reisir kröfu sína
í annan stað á því að samkvæmt 20.
gr. laga nr. 13/1996 um verðbréfavið-
skipti skuli almennt útboð verðbréfa
fara fram fyrir milligöngu verðbréfa-
fyrirtækja og skuli það fyrirfram til-
%
40
Jólakaffi Hringsins
verður haldið að Brodway á morgun, 3. desember kl. 13.30
Dagskráin verður sem hér segir:
Örn Árnason kemur og lætur Ijós sitt skína.
Nemendur úr Dansskóla Jóns Péturs og Köru.
Jóhanna Guðrún syngur nokkur lög.
Kór Lágafellssóknar og Bústaðakvartettinn syngja undir stjórn Jónasar Þóris.
Feðgarnir Jónas Þórir Dagbjartsson og Jónas Þórisson leika
Ijúfa tónlist í fiðlu og píanó.
Glæsilegt happdrætti - girnilegt kaffihlaðborð
Netfoíu^
% Babinnréttingar
Vantar þig nýtt og betra
baö fyrir jólin?
Nú er lag, því vib
bjóöum allt aö
25%
afslátt af öllum gerbum.
Þab munar um minna
Friform
HÁTÚNI6A (i húsn. Fönix) SlMI: 552 4420
r
....
itttt
Jóíatiíboð
Leðursófasett - margir Ittír
Sófasett 3+1+1 SófasetVS+2+i
kr. 159.000,- stgr.
kr. 179.000,-stgr.
Opið laugardag 10 -16 og sunnudag 14-16
HUSGAGNAVERSLUN
REYKJAVÍKCJRVEGI 66 HAFNARFIRÐI SÍMI 565 4100
kynnt Verðbréfaþingi íslands auk
þess sem tilteknar upplýsingar séu
gefnar um útboðið. Samkvæmt b. lið
1. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 505/
1993 um almennt útboð verðbréfa sé
um slíkt útboð að ræða ef selja eigi
fleiri en 25 kaupendum verðbréf.
Það skilyrði sé hér uppfyllt. Hafi
áfrýjandi (Burnham International á
íslandi, innsk. höf.) vanrækt þessa
skyldu og að gefa nauðsynlegustu
upplýsingar um félagið, sem staðið
hafi að almennri útgáfu verðbréfa, til
þess að fjárfestar gætu metið áhættu
sína. í slíkri útboðslýsingu skuli vera
yfirlýsing stjórnenda félagsins um
stöðu þess, sem einnig hafi verið lát-
ið undir höfuð leggjast að gefa. í 4.
mgr. 2. gr. laga nr. 13/1996 er al-
mennt útboð skilgreint þannig að
það sé sala samkynja verðbréfa, sem
boðin eru almenningi til kaups, í
fyrsta sinn með almennri og opin-
berri auglýsingu eða kynningu með
öðrum hætti, sem jafna má til opin-
berrar auglýsingar, enda séu verð-
bréf í sama flokki ekki skráð á skipu-
legum verðbréfamarkaði. Fram er
komið að átján hluthafar í áfrýjanda
juku hlutafé sitt með kaupum á nýju
hlutafé 1998 fyrir samtals rúmlega
102.000.000 krónur og að sextán
bættust þá í hóp hluthafa með hluta-
fjárkaupum fyrir samtals 10.100.000
krónur. Var hluthöfum boðið að skrá
sig fyrir nýjum hlutum auk þess sem
stjórnendur félagsins leituðu til
manna utan hluthafahópsins og buðu
þeim að kaupa. Voru kaup stefnda
þannig til komin. Að þessu virtu
verður ekki talið að um almennt út-
boð hlutafjár í merkingu laga nr. 13/
1996 hafi verið að ræða. Fær ákvæði
b. liðar 1. mgr. 2. gr. reglugerðar nr.
505/1993 engu um það breytt. Sú
reglugerð var sett með heimild í áð-
urgildandi lögum um verðbréfavið-
skipti og samrýmist ekki fyrr-
greindu ákvæði í 4. mgr. 2. gr. laga
nr. 13/1996.“
Sú niðurstaða Hæstaréttar að þau
ákvæði reglugerðar nr. 505/1993 er
ekki samrýmist ákvæðum laga nr.
13/1996 skuli víkja er í fullu sam-
ræmi við dómvenju hér á landi og
viðteknar kenningar um rétthæð
réttarheimilda þ.e. að reglugerðar-
ákvæði víld fyrir settum lögum í
þrengri merkinu, ef ákvæðin eru
ósamrýmanleg.
Skilgreining á hugtakinu „al-
mennt útboð“ var fyrst lögfest hér á
landi við gildistöku laga um verð-
bréfaviðskipti nr. 9/1993 en þar seg-
ir að almennt útboð sé útboð sam-
kynja verðbréfa sem boðin eru
almenningi til kaups með almennri
og opinberri auglýsingu eða kynn-
ingu með öðrum hætti sem jafna má
til opinberrar auglýsingar (leturbr.
höf.). Ákvæðið er nú lítilsháttar
breytt í 4. mgr. 2. gr. laga nr. 13/
1996 en meginskilyrðin um almenna
og opinbera auglýsingu hafa staðið
óbreytt frá 1993.
Skv. 20. gr. verðbréfaviðskipta-
laganna nr. 13/1996 skal almenntút-
boð verðbréfa tilkynnt til Verð-
bréfaþings íslands tilteknum tíma
fyrir upphaf sölu ásamt upplýsing-
um um öll helsu einkenni útboðsins í
samræmi við reglur sem stjórn
Verðbréfaþingsins setur m.a. um
gerð útboðsgagna. Stjórn Verð-
bréfaþings íslands hf. hefur m.a.
með vísan til þessa ákvæðis sett ít-
arlegar reglur um gerð útboðs-
gagna við almenn útboð.
Ljóst er að útboð sem 25 aðilum
eða fleiri er selt getur verið almennt
eða „lokað“ og fer það að sjálfsögðu
eftir því hvernig að útboðinu er stað-
ið og þeim skilyrðum sem fram koma
í 4. mgr. 2. gr.laga nr. 13/1996 undir
flokkinn útboðið fellur. Sé því ekki
beint til almennings með opinberri
auglýsingu er það ekki almennt í
skilningi verðbréfaviðskiptalaganna.
Viðmiðin í 4. mgr. 2. gr. laga nr. 13/
1996 eru ágætlega skýr og ættu ekki
að skapa nein veruleg vandkvæði í
framkvæmd. Hitt er svo annað mál
að ekkert bannar útgáfu útboðslýs-
inga/útboðsgagna þótt útboð sé ekki
almennt í skilningi verðbréfavið-
skiptalaganna og mætti jafnvel
halda því fram að útgáfa slíkra upp-
lýsinga geti oft á tíðum verið æskileg
a.m.k. ef útboðið er ekki bundið við
tiltölulega fámennan og þröngan hóp
fagfjárfesta. Því ítarlegri upplýsing-
ar því betra enda hlutafjárkaup
áhættusöm fjárfesting eins og al-
kunna er eða ætti að vera.
í tilvitnaðri grein Helgu Hlínar
Hákonardóttur segir að Hæstiréttur
hafi numið úr gildi „þá áralöngu
venju að skilgreina almennt útboð
sem boð um kaup á verðbréfum sem
beint er til fleiri en 25 aðila“. Ég fæ
ekki séð að því hafi verið haldið fram
í umræddu máli, hvorki fyrir héraðs-
dómi né Hæstarétti, að réttarvenja
þess efnis sem greinarhöfundur
nefnir hafi stofnast. Til að Hæsti-
réttur taki afstöðu til réttarheimild-
ar af þessu tagi þarf að sjálfsögðu að
bera hana fram og rökstyðja a.m.k.
ef hún er ekki almennt þekkt og við-
urkennd enda hlutverk aðila að vísa
til þeirra réttarheimilda sem þeir
styðja máli sitt við.
Gagmýni á niðurstöður Hæsta-
réttar þarf alltaf að vera málefnaleg
og vel rökstudd. Sá dómur sem hér
er gerður að umtalsefni virðist mér
vel saminn og lögfræðilega traustur
og engan veginn gefa tilefni til mik-
illa upphlaupa og gífuryrða. Þá get
ég ekki séð að dómurinn marki nein
sérstök „tímamót í sögu hins unga ís-
lenska verðbréfamarkaðar" nema ef
hann yrði þess valdandi að þeir sem
á þessum markaði starfa temji sér
enn frekar hér eftir sem hingað til
öguð og fagleg vinnubrögð, þegar
meðferð réttarheimilda og önnur
lögfræðileg viðfangsefni eru annars
vegar. Slíkt hefði fyrirsjáanleg áhrif,
til góðs.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður
og dösent í viðskiptalögfræði við Há-
skólann í Reykjavík.