Morgunblaðið - 14.12.2000, Side 16

Morgunblaðið - 14.12.2000, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Andvirðijólaplötu rennur til kaupa á fullkomnu lungnarannsóknartæki Sjúkdómar greinast fyrr og nákvæmar GÓÐGERÐARSAMTÖKIN Bam- ið okkar hafa gefíð út geislaplötu með jólalögum til styrktar tækja- kaupum fyrir Barnaspítala Hringsins. A plötunni syngja nokkiir af helstu dægurlaga- söngvurum landsins tólf jólalög, þar af tíu sem ekki hafa heyrst áður. Meðal textahöfunda á plöt- unni er Davíð Oddsson forsætis- ráðherra. Pantað hefur verið fullkomið lungnarannsóknartæki fyrir börn, allt niður í nýfædd. Tækið er frá Sviss og kostar á bilinu 6-7 millj- ónir króna. Verður það tekið í notkun um leið og nægilegt fjár- magn fæst til kaupanna og er von- ast til að sala á geislaplötunni auð- veldi það verkefni. Að sögn Atla Dagbjartssonar, yfírlæknis á vökudeild, gerir tæk- ið spítalanum auðveldara fyrir að greina lungnasjúkdóma sem fyrst. Sjúkdómsgreiningin verður ná- kvæmari fyrir vikið. „Öll meðferð byggist á því að hafa rétta grein- ingu. Við höfum ekki haft yfir þessari tækni að ráða áður og þörfin er mikil. Þetta er virkilega gott framtak hjá þessum samtök- um,“ sagði Atli en Barnaspítalinn hefur í gegnum árin notið stuðn- ings fjölmargra aðila til kaupa á tækjum. Kvenfélagið Hringurinn á þar stærstan hlut en fleiri hafa lagt spítalanum lið á seinni árum, og nefndi Atli aðila á borð við Bónus og Lionsklúbba, svo og Fjörgyn í Grafarvogi. Óvissu og áhyggjum eytt Jóhannes Davíðsson er meðal þeirra foreldra sem eiga líf bams síns að þakka vökudeildinni og starfsfólki þess. Hann og Helga Jóhannesdóttur eignuðust dóttur fyrir fjórum árum, Katrínu Birnu, sem kom í heiminn þremur mán- uðum fyrir ætlaðan tíma. Með að- stoð öndunarvélar var henni hald- ið á lífi eftir fæðinguna og dvaldi hún þrjá mánuði á vökudeildinni. Jóhannes sagði við Morgunblaðið að mikil óvissa hefði ríkt fyrstu vikumar þegar sú litla var í önd- unarvélinni. „Við vissum fyrst í rauninni af- ar lítið um hvað var að gerast. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Eiginkona forseta Litháens, frú Alma Adamkiene, heimsótti Barnaspitala Hringsins í gærmorgun. Lækn- amir Ásgeir Haraldsson og Sveinn Kjartansson tóku á móti Adamkiene á Baraaspitalanum þar sem hún skoðaði m.a. vökudeild fæðingardeildarinnar. Svona lungnarannsóknartæki, sem tengja má við öndunarvél, hefði gefið okkur öraggari tilfinningu fyrir því sem var að gerast. Óviss- unni hefði verið eytt og áhyggj- urnar minni. Þetta tæki skiptir ekki aðeins miklu máli fyrir vænt- anlega fyrirbura og foreldra þeirra heldur fleiri í fjölskyldunni. Ómmur og afar geta einnig lent í því að barnabörn þeirra þurfi að nota svona tæki,“ sagði Jóhannes. Katrín Bima hefur dafnað vel á síðustu fjóram árum og sagði Jó- hannes að foreldramir ættu vöku- deildinni mikið að þakka. Deildin hefði afar hæfu starfsfólki á að skipa sem gerði kraftaverk á hverjum degi. Með nýja lungna- rannsóknartækinu myndi krafta- verkunum vonandi fjölga. Valinkunnir flytjendur Að samtökunum Barnið okkar standa aðallega André Baehmann, tónlistarmaður með meira, Hákon Hákonarson lungnasérfræðingur og Þorgeir Ástvaldsson útvarps- maður. Þorgeir semur nokkur lög á plötunni og André flytur eitt þeirra ásamt Huldu Gestsdóttur. Meðal annarra flytjenda má nefna Sigríði Beinteinsdóttur, Helgu Möller, Guðrúnu Gunnarsdóttur, Eyjólf Kristjánsson, Magnús Kjartansson og Sigurbjörgu Ölmu, 10 ára. Barnasöngsveitin Englabörnin syngur eitt lag og Anita Briem, ásamt söngsveitinni Skýjunum, syngur lagið Jólaljós, sem er eftir Gunnar Þórðarson við texta Davíðs Oddssonar. Annars á Kristján Hreinsson flesta texta plötunnar. Aðrir lagahöfundar, auk Þorgeirs og Gunnars, era bræðurnir Magnús og Kjartan Kjartanssynir. Platan Velkomin jól fæst í verslunum Bónuss, Olís og Hagkaups og kostar 1.499 krónur. Andvirðið rennur beint til tækja- kaupanna eins og fyrr greinir. Miðað við kostnað á tækinu þurfa að seljast a.m.k. 4.500 plötur. Mengun í vatnsbdli Óskað eftir lögreglu- rannsókn HEILBRIGÐISEFTIRLIT Norð- urlands vestra hefur óskað eftir rannsókn lögreglunnar á Sauðár- króki á því hvenær og hvort forráða- menn vatnsveitufélags í Varmahlíð hefðu lokað vatnsbóli í grennd við þorpið, eins og óskað hafði verið eftir af heilbrigðisfulltrúanum. Félagið er með tvö vatnsból á sínum vegum en við nýlega sýnatöku heilbrigðiseftir- litsins mældist óhóflegt magn saur- kólígerla í öðra þeirra, sem er við Víðimýrará, þar sem lagfæring á því hafði farið fram skömmu fyrir sýna- töku. Sigurjón Þórðarson heilbrigðis- fulltrái sagði í samtali við Morgun- blaðið að það skipti miklu máli við túlkun niðurstaðna á sýnum hvort og hvenær vatnsbólinu hefði verið lok- að. Hann sagðist hafa óskað eftir því 6. desember sl. við starfsmann vatnsveitufélagsins að vatnsbólinu við Víðimýrará yrði lokað og settur yrði klór í vatnstank. Sýni vora tekin daginn eftir, 7. desember, og sýndi hluti þeirra mikið magn saurkólí- gerla, og sýnataka mánudaginn 11. desember sýndi enn meira magn í neysluvatninu. Daginn eftir, hinn tólfta þessa mánaðar, sagðist Sigurjón hafa hitt starfsmann vatnsveitufélagsins og hann þá sagt sér að vatn úr mengaða vatnsbólinu hefði verið sett inn á dreifikerfið að morgni mánudagsins ellefta, án þess að láta heilbrigðiseft- irlitið eða íbúa Varmahlíðar vita af því. „Þá var mér nóg boðið. Ég var byrjaður að aðstoða þá við að fá lampa til að geisla vatnið, og kominn með tvö tilboð. Ég ætlaði að hitta þá í kvöld [gærkvöld] á fundi en ég sé á þessu stigi enga ástæðu til að þess, ekki fyrr en að lokinni rannsókn lög- reglunnar," sagði Siguijón sem vill að lögreglan leiti eftir skýringum frá starfsmanni vatnsveitufélagsins hvers vegna hann hafi ekki orðið við fyrirmælum sínum og ekkert samráð haft við íbúana á staðnum. Ekki skólp í neysluvatn „Þessir menn verða að fara að sjá alvöra málsins. Ekki er hægt að setja hálfgert skólp inn á neyslu- vatnið hjá fólki. Allir sjá að það gengur ekki upp. Ég sá ekki aðra leið færa en að óska eftir rannsókn hjá lögreglunni," sagði Sigurjón. Ekki náðist í Brynleif Tóbíasson, stjórnarformann vatnsveitufélagsins í Varmahlíð, í gær og Pétur Stefáns- son, sem á sæti í stjórn félagsins, vildi ekkert um málið segja. I í [ Áttatfu starfsmenn Nasco 1 Bolungarvfk hafa verið skráðir atvinnulausir Bolungarvík. Morgunblaðið. Fasteigiiir líklega auglýstar til sölu „ÁSTANDID er afskaplega dapur- legt og áfallið kemur á versta tíma, í lok ársins þegar dimmt er yfir og jólamánuðinum sem er dýr mánuður hjá fólkinu,“ sagði Ólafur Kristjáns- son, bæjarstjóri í Bolungarvík, um atvinnuástandið í bænum vegna lok- unar stærsta vinnustaðar bæjarins í kjölfar gjaldþrots rækjuverksmiðj- unnar Nasco Bolungarvík hf. Skipta- stjóri þrotabúsins telur líklegt að fasteignimar verði auglýstar til sölu. I gær og fyrradag streymdi fólk á bæjarskrifstofurnar til að skila at- vinnuumsóknum til vinnumiðlunar og sækja um atvinnuleysisbætur. Bjóst Ólafur við því í gær að um átta- tíu manns væra nú skráðir atvinnu- lausir en atvinnuleysi var lítið sem ekkert fyrir gjaldþrotið. Um eitt þúsund íbúar eru í Bolungarvík. Starfsfólkinu var sagt upp störfum á mánudag en það hefur allt frá viku og upp í þriggja mánaða uppsagn- arfrest. Skiptastjóri þrotabús Nasco, Tryggvi Guðmundsson, lögmaður á ísafirði, segir að ekki hafi verið for- sendur til að halda áfram rekstri rækjuverksmiðjunnar út uppsagnar- tíma starfsfólksins. Lítið hafi verið til af hráefni og rekstrargrundvöllur það veikur að ekki hafi verið stætt á öðra en að loka. Skiptastjóri ákvað lokunina, að höfðu samráði við við- skiptabanka fyrirtækisins og aðra hagsmunaaðila. Ölafur bæjarstjóri segir ekki ljóst hver framvinda málsins verður. Enn sé fjármálastaðan ekki ljós. Vonast hann til þess að hægt verði að koma rekstrinum af stað aftur sem fyrst. „Ég vona að fjársterkir heimamenn muni ná samkomulagi við veðkröfu- hafa um að koma starfseminni aftur í gang. Ég veit að Sparisjóður Bol- ungarvíkur og Byggðastofnun hafa rætt saman um það með hvaða hætti hægt verður að koma til móts við okkur Bolvíkinga," segir Ólafur. Hann segir að Bolungarvíkur- kaupstaður hafí því miður enga fjár- muni til að leggja í atvinnurekstur, sérstaklega ekki eftir að hafa lagt í 45 milljóna króna fjárfestingu vegna vatnsveitu fyrir rækjuverksmiðjuna og önnur fiskvinnslufyrirtæki og fengi nú ekki tekjur til að standa undir henni. „Ég held að stjórnvöld hljóti að líta það alvarlegum augum þegar einn sjötti hluti verkfærra manna í Bolungarvík missir vinn- una,“ segir Ólafur en tekur fram að enn hafi ekki verið mótaðar hug- myndir um aðkomu stjórnvalda. Ekki er vitað um stærð gjald- þrotsins, það er að segja heildarkröf- ur og hversu mikið fæst greitt upp í þær. Tryggvi Guðmundsson skipta- stjóri segir að nú taki við hefðbundin skiptastörf. Auglýst verði eftir kröf- um og reiknar hann ekki með að hægt verði að taka afstöðu til þeirra fyrr en eftir þrjá mánuði. Á þeim tíma verði reynt að gera sem mest úr eignum búsins, meðal annars með sölu hráefnis og afurða og hugsan- lega einnig með sölu fasteigna og lausafjár. Helstu veðkröfur í fasteignir Nasco eru í eigu Byggðastofnunar, Íslandsbanka-FBA, Sparisjóðs Bolungarvíkur og Sjóvá-AImennra trygginga. Aðspurður segir Tryggvi að veðkröfuhafar komi saman til fundar á morgun til að ræða hvernig | ■ fara eigi með fasteignirnar. Segir |í hann að veðhafarnir ráði ferðinni um sölu eða leigu eignanna. Telur hann líklegt að fasteignirnar verði til sölu, að loknum fundinum á föstudag, og telur líklegt að sér verði falið að aug- lýsa þær til sölu. Fyrir gjaldþrotið höfðu AG-fjár- festingar ehf. áhuga á að kaupa fyr- irtækið en ekki samdist við kröfuhaf- L ana. Tryggvi segir ekki vitað hvort ?■. það mál komi aftur upp á borðið, í te, kjölfar gjaldþrotsins. Þolinmæði í 2 mánuði Ólafur Kristjánsson segist gera sér fulla grein fyrir því að það geti tekið nokkurn tíma að koma rekstr- inum aftur í gang. Erfitt sé hjá rækjuverksmiðjum í desember og janúar, meðal annars vegna ei'fið- leika með öflun hráefnis. „Ég tel að Bolvíkingar verði að hafa þolinmæði í tvo mánuði. Ég vona að málin skýi'- L. ist á þeim tíma því það má ekki drag- | ast öllu lengur," segii' bæjarstjórinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.