Morgunblaðið - 14.12.2000, Side 18

Morgunblaðið - 14.12.2000, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Færðu mæðrastyrksnefnd 300 kjötlæri Morgunblaðið/Golli Fjölskylda Ingvars heitins Helgasonar færði konum í mæðrastyrksnefnd 300 kjötlæri að gjöf. Fyrir miðri mynd má sjá Sigríði Guðmundsdóttur, ekkju Ingvars Helgasonar, afhenda Ásgerði Jónu Flosadóttur, formanni mæðrastyrksnefndar, körfu með kjötlæri, sem tákn um framlagið. Fyrir aftan standa synir Sigríðar, Helgi, Guðmundur og Júlíus Vífill Ingvarssynir. Norskar fískeldisstöðvar Uimið er að nýrri reglugerð SAMKVÆMT upplýsingum frá norska sjávarútvegsráðuneytinu er nú unnið að reglugerð þar sem nánar er kveðið á um aðferðir við mat á um- hverfisáhrifum af fiskeldisstöðvum. Þetta er í samræmi við breytingar á lögum um fiskeldi sem taka gildi um áramót. Reglugerð þessa efnis mun að öll- um líkindum taka gildi á næsta ári og verður þá krafist nákvæmara um- hverfismats á laxeldisstöðvum en nú, auk þess sem það verður staðlað. Greint var frá því í Morgunblaðinu á fimmtudag að umhverfismat hefði verið lögbundið í Noregi um árabil. Þar er ekki um að ræða staðlað um- hverfismat heldur þær athuganir á umhverfisáhrifum sem m.a. öllum þeim sem sækja um leyfi til reksturs laxeldisstöðva er skylt að láta fram- kvæma samkvæmt norskum lögum um mengunarvarnir. An slíkrar at- hugunar fæst ekki leyfi til losunar úr- gangsefna. Því þarf að koma fram hversu mikil losun kemur til með að verða, hve djúpar kvíar verði og fleira sem skiptir máli í tilviki fiskeldisins. Nákvæmt, opinbert umhverfismat er lögbundið í Noregi ef eldisrými er yfir 48 þúsund rúmmetrar að stærð en aðeins við ákveðin skilyrði, s.s. ef sótt er um rekstrarleyfi á vemduðu svæði eða fyrir liggur að loft eða vatn mengist verulega, að því er fram kemur í viðauka við núgildandi reglu- gerð um umhverfismat. Breytingar á lögum um fiskeldi taka gildi um áramót og í þeim segir að norska sjávarútvegsráðuneytið geti sett reglugerð um að sá sem rek- ur eða hefur sótt um leyfi til að reka fyrirtæki samkvæmt fiskeldislögun- um, láti framkvæma umhverfisrann- sóknir og skrá umhverfisástand á staðnum með ákveðnum hætti. A grunni þessara rannsókna geti ráðu- neytið sett skilyrði fyrir rekstri fisk- eldisstöðvar á staðnum eða gert aðrar ráðstafanir. Nú er unnið að smíði þessarar reglugerðar í ráðuneytinu eins og fyrr segir. Vaxandi þörf fyrir aðstoð um jólin Jarðgöng milli Siglufjarðar og Ölafsfjarðar Matsáætlun send Skipulagsstofnun i STARFSEMI mæðrastyrksneftidar stendur sem hæst og hafa nefndinni þegar borist alls um 500 umsóknir um aðstoð um jólin. Starfsemin er rekin fyrir velvilja íyrirtækja og einstaklinga. I síð- ustu viku fékk mæðrastyrksnefnd 300 kjötlæri að gjöf frá Ingvari Helgasyni hf. en það var fjölskylda Ingvars heitins Helgasonar sem færði nefndinni kjötlærin, sem deilt verður meðal skjólstæðinga nefnd- arinnar. Er þetta í sjötta sinn sem fyrirtækið færir nefndinni slíka gjöf í byijun aðventu. Ásgerður Jóna Flosadóttir, for- maður mæðrastyrksnefndar, segir að Ingvar Helgason hafí verið með- al veglegustu velunnara mæðra- styrksnefndar á hverju ári. Að hennar sögn fjölgar skjólstæð- ingum mæðrastyrksnefndar ár frá ári og er útlit fyrir að enn fleiri en áður muni leita aðstoðar hjá nefnd- inni fyrir þessi jól. Er þar einkum um að ræða einstæðar mæður í lág- tekjustörfum, aldraðar konur og öryrkja. Þegar Morgunblaðið talað við Ásgerði sfðdegis í gær var fullt út úr dyrum og biðröð fyrir utan húsnæði nefndarinnar á Sólvalla- götu 48. Vantar spariföt fyrir börn Mæðrastyrksnefnd hafa borist gjafir frá fleiri fyrirtækjum og eru nefndarkonur þegar byrjaðar að úthluta matvælum, matarmiðum, jólatrjám o.fl. en Anna Gunn- arsdóttir vakti athygli á því að nefndin hefði mikla þörf fyrir spariföt til úthlutunar, sérstaklega fyrir börn. Mæðrastyrksnefnd hefur boðið öllum þingmönnum Reykjavíkur að fylgjast með starfsemi nefndar- innar og skiptast á um að vera með. nefndarkonum í um klukkustund. Er von á fyrsta þingmanninum næstkomandi fóstudag. VEGAGERÐIN hefur sent Skipu- lagsstofnun tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum fyr- irhugaðra framkvæmda við jarðgöng á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Alþingi samþykkti sl. vor þings- ályktun um gerð jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og í kjöl- far þess hóf Vegagerðin vinnu við mat á umhverfisáhrifum fyrir jarðganga- gerð á Tröllaskaga. Arkitekta- og verkfræðistofa Hauks ehf. og VSÓ-ráðgjöf unnu að gerð tillögunnar í samvinnu við Vega- gerðina. Helstu markmið með vegtengingu á norðanverðum Tröllaskaga eru að bæta samgöngur og auka umferðar- öryggi, tengja Siglufjarðarsvæðið við Eyjafjarðarsvæðið og styrkja á þann hátt byggð á svæðinu. Vegagerðin hefur valið svokallaða leið 1, jarðgöng um Héðinsfjörð sem meginfram- kvæmdakost og er því meiri áhersla lögð á þá leið umfram aðrar leiðir sem til greina hafa þótt koma í matstillög- unni. Er þá gert ráð fyrir jarðgöngum úr Siglufirði í Héðinsfjörð og öðrum göngum frá Héðinsfirði til Ólafsfjarð- ar og yrði sú vegalengd 15,2 km löng. í jarðgangaáætlun sinni hefur Al- þingi ákvarðað fjármagn til fram- kvæmda við jarðgangagerð frá og með árinu 2002. Þar er bæði um að ræða jarðgöng milli Reyðarfjarðar og F áskrúðsfj arðar og á milli Siglufjarð- ar og Ólafsfjarðar. Matsáætlun vegna jarðganga á Austurlandi hefur einnig verið send Skipulagsstofnun eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Bæði verkefhin tilbúin til útboðs seint á árinu 2001 Fjármagnið nýtist aðeins til fram- kvæmda á öðru svæðinu í einu og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvar verður byijað. Vegagerðin miðar undirbúningsvinnu við að bæði verk- efnin verði tilbúin til útboðs seint á árinu 2001 og miðað við líklega byrjun framkvæmda vorið 2002. Heildar- verktími við gerð jarðganga á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar er áætl- aður 3 Vi til 4 ár. Ýmsar breytingar á skurðlækningasviði Landspítala - háskólasjúkrahúss á næstu vikum Þvagfæradeildir sam- einaðar við Hringbraut BREYTINGAR standa fyrir dyrum á skurðlækningasviði Landspítala - háskólasjúkrahúss og hefur verið ákveðið að þvagfæraskurðdeild verði til húsa á Landspítala við Hringbraut og að bráðatilvikum í bæklunar- skurðlækningum verði sinnt á Land- spítala í Fossvogi en valaðgerðum við Hringbraut. Gert er ráð fyrir að þess- ar breytingar verði komnar í gagnið um miðjan febrúar á næsta ári. Háls-, nef- og eyrnalækningar verða áfram vistaðar í Fossvogi og heila- og taugaskurðlækningar sömu- leiðis. Þá verða brjóstholsaðgerðir á Landspítala við Hringbraut og lýta- lækningar einnig. Almennar skurð- lækningar fara fram á báðum stöð- um. Öldrunarlækningadeild hefur verið bæði í Fossvogi og við Hring- braut en sú starfsemi verður samein- uð í Fossvogi. Öldrunarteymi starfar þó áfram við Hringbraut. Sjö skurð- stofur eru á hvorum stað og er nú 161 rúm á legudeildum skurðlækninga- cviðs. Eftir breytinguna verða rúmin 189. Fleiri fimm daga deildir Jónas Magnússon, prófessor og sviðsstjóri skurðlækningasviðs, segir breytingamar miðast að því að bæta þjónustu spítalans við sjúklingana í því húsnæði sem fyrir hendi er. Elsa Friðfinnsdóttir, sviðsstjóri hjúkrun- ar, segir að með breytingunum sé einnig verið að auka hlut svonefndra fimm daga deilda. Með breytingum í heilbrigðisþjónustu sé legutími þeirra sem fari í valaðgerðir sífellt að styttast og sé mikill spamaður að því að reka fimm daga deild í stað sjö daga. Verið sé að auka mjög hlutfall 5 daga deilda. Verða milli 15 og 20% legurýma skurðlækningasviðsins fimm daga deildir. Elsa segir að á harmonikkudeildunum, sem eru bæði 5 og 7 daga deildir, verði álagið um helgar mun minna en verið hefur. „Frá sjónarhóli hjúkrunar þýðir þetta aukna sérhæfingu í hjúkrun þar sem hjúkrunarfræðingar og sjúkra- liðar hafa sérhæft sig í hjúkmn ákveðinna sjúklingahópa. Með svona sameiningu á einum stað er hjúkran- arliðið að sinna frekar einsleitari sjúklingahóp og er ætlunin að auka gæðin með því. Þetta þýðir líka að við getum sinnt sjúklingum sem þurfa sjö daga vistun með öðruvísi fyrir- komulagi," segir Elsa. Hún segir heildarávinninginn þrenns konar. í fyrsta lagi sameiningu sérgreina til Með breytingum á skurðlækningasviði spítalans á að sameina sérgreinar, bæta þjón- ustu við sjúklinga og ná fram hagkvæmara skipulagi og skilvirkara. að auka gæði; í öðru lagi hagræðingu íyrir hjúkranina og breyttar kröfur ungs fólks sem óskar eftir minni helg- arvinnu og í þriðja lagi skili breyt- ingin fjárhagslegum ávinningi. Elsa segir þetta ekki þýða fækkun í hjúkr- unarliði eða hjá deildarstjóram enda sé eining meðal deildarstjóra um breytingarnar. Einhverjir verði færðir milli deilda og milli húsa en engar uppsagnir verði. Þvagfæraskurðlækningai- fara í dag fram á tveimur deildum á hvor- um spítala og verður deildin samein- uð við Hringbraut og byggð upp þar. Jónas Magnússon sagði góða starf- semi vera í Fossvogi en hagsmunir heildarinnar réðu því að staifið þar væri flutt á Hringbraut. Rökin fyrir því að vera við Hringbraut sagði Jón- as meðal annars þau að deildin gerði ekki kröfur til sambýlis við slysa- deildina sem er í Fossvogi. Hann sagði nokkuð mikla sátt ríkja um þessa breytingu og að menn sæju faglegan ávinning með henni. Bæklunarlækningum verður skipt á þann veg að bráðaaðgerðir fara fram í Fossvogi enda komið á slysa- deildina þar með flesta sem verða fyr- ir alvarlegum beinbrotum. A Land- spítala við Hringbraut munu eingöngu fara fram valagerðir. „Þá hefur deildin þar ákveðið rými og er ekki trufluð af bráðastarfseminni. Það þýðir að hægt er að skipuleggja alla starfsemina og gefa fólki ákveð- inn tíma sem stenst og það þýðir betri þjónustu," segir Jónas. Hann segir læknahópinn verða sameinaðan undir einni stjóm og að læknar verði fær- anlegir. Ljóst sé þannig að læknarnir við Hringbaut verði að styðja starfs- bræður sína vegna vakta í Fossvogi. Æðaskurðlækningar vora samein- aðar í Fossvogi fyrir nokkra og segir Jónas hafa gengið illa að finna þeim endanlegt aðsetur. Nú sé gert ráð íyrir þeim á deild B6 með almennum skurðlækningum. Almennar skurð- lækningar muni fá viðbótarrými á deild A5. Breytingar á stöðum yfirlækna , Alniennt má segja að nú sé búið að sameina tvær sérgreinar á einum stað, þvagfæra- og æðaskurðlækn- ingar og grundvallarbreyting gerð í bæklunarlækningum. Við teljum þetta ákaflega góð fyrstu skref og verði til þess að starfið gangi betur. Auðvitað era ekki allir sáttir en það verður aldrei unnt að gera öllum til hæfis,“ segir Jónas. Hann segir að út- nefna verði nýjan yfirmann þvag- færaskurðlækninga svo og í bæklun- arlækningum sem í dag era nokkrir en hann segir ekki ráðgerða fækkun fólks, einungis breytingu á nokkram stöðum yfirlækna. Jónas nefnir að þetta séu fyrstu skrefin í endurskipu- lagningu og frekari sóknarfæra verði leitað. Framkvæmdastjóm spítalans samþykkti tillögurnar 12. desember og átti að fjalla frekar um þær á fundi stjórnar spítalans í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.