Morgunblaðið - 14.12.2000, Page 20

Morgunblaðið - 14.12.2000, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Tillögur arkitektastofunnar arkitektur.is liggcja fyrir að deiliskipulagi Grófartorgs Svona lítur tillaga arkitektastofunnar arkitektur.is að nýju deiliskipulagi Grófartorgs út. Ný- bygging reist á lóðinni Vestur- götu2 Reykjavík AÐ BEIÐNI Borgarskipulags Reykjavíkur hefur arkitekta- stofan arkitektur.is gert til- lögu að nýju deiliskipulagi Grófartorgs. Reiturinn sem dciliskipulagið nær til af- markast af Grófinni, Tryggvagötu, Naustunum og Hafnarstræti. Er það unnið í samræmi við gildandi Að- alskipulag Reykjavíkur 1996-2016 með síðari breyt- ingum sem fela aðallega í sér samþykktir Þróunaráætlunar Reykjavíkur. Reiturinn er hluti af deiliskipulagi Kvos- arinnar frá 1996. Meginmarkmið deiliskipu- lagsins er fjórþætt: að hlúa að þeim byggingum og mann- virkjum á reitnum sem teljast hafa menningarsögulegt gildi; að Ijúka uppbyggingu reitsins með nýbyggingum sem beri vitni þess besta sem nútímabyggingarlist hefur upp á að bjóða, en falli jafn- framt vel að húsum á reitnum og á næstu reitum við; að bæta götumyndir, cn halda jafnframt í sögulegt gildi byggðarinnar; og að auka umhverfislegt gildi byggð- arinnar og bæta tengsl henn- ar við umhverfið. Byggingíirsag-a reitsins Árið 1763 var fyrsta húsið byggt á reitnum en það var svokallað Fálkahús sem var flutt frá Bessastöðum. Eins og nafnið gefur til kynna voru fálkar geymdir í húsinu en eftir að verslun með þá lagðist af skömmu eftir ára- mót 1800 var húsið tekið und- ir almennan verslunarrekst- ur. Árið 1868 var Fálkahúsið rifíð og nýtt hús byggt aðeins norðar á lóðinni svo að hægt væri að breikka Hafnar- stræti. Breytingar voru gerð- ar á húsinu 1907 og var Einar Erlendsson fenginn til verks- ins og er útlit hússins að mestu óbreytt frá þeim tfma. Húsið á lóðinni Vesturgötu 2, svokallað bryggjuhús, var reist árið 1863. Það stendur enn en hefur tekið miklum breytingum og vaxið nokkuð. Kvöð var um gang í gegnum húsið svo að aðgangur að bryggjunni væri opinn og var honum ekki lokað fyrr en 1929. Húsið var því eins kon- ar borgarhlið og fóru allir sem komu með skipum til bæjarins í gegnum þennan gang. Árið 1888 var ákveðið að ganga út frá fyrstu gatna- mótum í Reykjavík og núm- erum húsa við Aðalstræti, Hafnarstræti og Bryggju- húsið. Það er ástæðan fyrir því að þessi hluti Grófarinnar hefur oft verið kallaður núll- punktur Reykjavikur. f bygg- ingarsögu Grófarinnar er lagt til að fella inn í gang- stéttina fyrir framan bryggjuhúsið, Vesturgötu 2, einhvers konar minnisvarða um þessi timamót í sögu Reykjavíkur. Vestan við Bryggjuhúsið stendur spennistöð sem byggð var eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar 1920. Lagt hefur verið til að spenni- stöðin og Bryggjuhúsið verði friðuð. Árið 1924 lét Sleipnir hf. reisa hús á lóðinni Tryggva- götu 22 og var það m.a. notað sem saltgeymsla. Nú er þar til húsa skemmtistaðurinn Gaukur á Stöng. Fyrr á öldinni var reiturinn að hálfu leyti úti í sjó, og lá bólverk mikið, sem reist var um 1890 frá vestri til austurs eftir cndilöngum reitnum, norðan við Bryggjuhúsið og Brydepakkhúsið. Bólverk þetta er elsta hafnarmann- virki í Reykjavík. I gegnum Bryggjuhúsið var port frá höfninni og inn / bæinn og var þar kallað hlið Reykjavíkur. Á lóðinni Vesturgötu 2 er enn sýnilegur hluti bólverks- ins, ásamt grásteinshellulögn frá sama tfma. Austurhluti bólverksins kom nýlega fram þegar var verið að grafa fyrir viðbyggingu við húsið Tryggvagötu 22. Grafíð hefur verið niður á bólverkið til vesturs frá þeim hluta sem er sýnilegur í dag, og kom í ljós að vesturhluti ból verksins er þar óhreyfður og liggur á u.þ.b. 60 cm dýpi og endar við norðvesturhom Bryggjuhússins. Uppbygging Helstu breytingar sem gert er ráð fyrir á reitnum er að í stað bflastæða á lóðinni Vest- urgötu 2a komi nýbygging, þijár hæðir og kjallari. Einn- ig er gert ráð fyrir að reisa megi á lóðunum Vesturgötu 2 og Tryggvagötu 22 nýbygg- ingu meðfram Tryggvagötu, þijár hæðir og kjallara. Þess- ar nýbyggingar ljúka upp- byggingu reitsins, og styrkja og fullgera götumyndir hans, að sögn arkitekta. Þær falla að varðveisluverðum húsum á reitnum í hæð og umfangi, og tengja hann við umhverf- ið, en að öðm leyti er þeim ætlað að endurspegla nútíma- byggingarlist eins og hún gerist best, og því eðlilegt að gera miklar kröfur um form- un, efnisval og uppbyggingu þessara húsa. Við nýlega uppbyggingu Listasafns Reykjavíkur hefúr verið höfð að leiðarljósi stefna þess ports sem var gegnum Bryggjuhúsið. Það hús hefur verið opnað í gegn í þá stefnu frá aðalinngangi í Tryggvagötu og að núver- andi höfn. Er lagt til að þessi tenging við núverandi höfn verði styrkt enn frekar með því að opnað verði á ný portið gegnum Bryggjuhúsið, og að glerhýsi í sömu stefnu verði á nýbyggingunni við Tryggva- götu 20. Gönguleið verði þar í gegnum glerhúsið. Jaftiframt verði bólverkið gert sýni- legra bæði á lóðinni Vest- urgötu 2 og 2a. Grafið verði meira frá því og lóðirnar mót- aðar til samræmis við það. Komið verði upp vatnsspegli norðan við bólverkið, og „plankabryggju" yfir hann í gönguleiðinni gegnum reit- inn til minja um gömlu bryggjuna og aðkomuna að Reykjavík. Komið verði upp setaðstöðu og upplýsinga- töflum, þannig að staðurinn, sem er þekktur fyrir að vera bæði sólríkur og skjólsæll, nýtist sem áfangastaður á gönguleið. Með þessu telja arkitektar hjá arkitektur.is að náist góð göngutengsl frá Ingólfstorgi og allt til hafnarinnar, með tengingu við minjar liðinnar tíðar og menningu nútúnans. Viðurkenningar fyrir hreinsun strandlengj unnar Gardabær og Bessastaðahreppur Frá nýafstöðnum aðalfundi SSH, þar sem Garðabæ og Bessastaðahreppi var afhent um- hverfísviðurkenning SSH fyrir árið 2000. Á myndinni eru Erna Nielsen, formaður SSH, Ás- dís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, og Snorri Finnlaugsson, varaoddviti Bessa- staðahrepps. STJÓRN Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, veitir árlega sérstaka viðurkenningu fyrir merkt framlag til umhverfis-, útivist- ar- og skipulagsmála, og hefur gert svo í 17 ár. Markmiðið með þessari al- mennu viðurkenningu sam- takanna er að hvetja sveitar- stjórnir, hönnuði og fram- kvæmdaaðila á höfuðborg- arsvæðinu til að leggja áherslu á það heildarumhverfi sem mótað er á þessu sviði. Hafa meira en tuttugu einstakling- ar, stofnanir og sveitarfélög fengið viðurkenninguna á þessum árum. Að þessu sinni eru það tvö sveitarfélög sem fá viðurkenninguna, Bessastaða- hreppur og Garðabær, en bæði þessi sveitarfélög hafa lokið sínum þætti í hreinsun strandlengjunnar. í haust var Garðabæjar- veita tekin í notkun í sinni end- anlegu mynd. í dælustöðinni við Arnameslæk er safnað saman skolpi frá tveimur að- alræsum í Garðabæ og því síð- an dælt um neðarsjávarlögn frá Amamesi að dælustöð við Sunnubraut í Kópavogi. Garðabæjarfráveita er síðasti leggur í röð fráveitna sem Garðabær, Kópavogur, Sel- tjamames og Reykjavík sam- einuðust um fyrir átta ámm að skolp frá þessum sveitarfélög- unum, að mestu eða öllu leyti, skyldi leitt í Skeijafjarðar- veitu, sem sameinast í einni út- rás frá Ánanaustum. Það era 14 ár síðan bæjarstjóm Garða- bæjar hóf undirbúning að þessum framkvæmdum með setningu sérstaks holræsa- gjalds í því skyni að standa straum af fyrirhuguðum fram- kvæmdum, sem þá var reynd- ar ekki vitað hverjar yrðu. Hreppsnefnd Bessastaða- hrepps samþykkti í nóvember 1996 heildaráætlun um frá- veitu í sveitarfélaginu, þar sem sett era fram markmið og lausnir í fráveitumálum sveit- arfélagsins, svo sem gæða- markmið varðandi viðtaka, markmið um meðhöndlun úr- gangs og markmið um fram- kvæmdatíma. í heildaráætlun- inni er það haft að leiðarljósi að uppfylltar séu kröfur mengunarvamareglugerðar um hreinsun á skólpi áður en það er leitt til sjávar og að skólpi verði veitt til sjávar um nægilega langa útrás svo að tryggt verði að gerlamengun við strendur Bessastaða- hrepps verði innan viðmiðun- armarka. Heildaráætlun um fráveitu Bessastaðahrepps var sam- þykkt af Hollustuvemd rflds- ins og heilbrigðisnefnd Hafn- arfjarðarsvæðis síðla árs 1996 og í kjölfarið viðurkennd af umhverfisráðuneyti. Þess má geta að fulltrúi umhverfis- ráðuneytis, sem umsjón hefur með styrkjum til sveitarfélaga í fráveitumálum, fékk á árinu 1997 heimild sveitarstjóra til að nota fráveituáætlun Bessa- staðahrepps sem viðmiðun fyrir gerð slíkra áætlana sveit- arfélaga, segir í fréttatilkynn- ingu. Frá árinu 1997 hefur verið unnið að uppbyggingu frá- veitukerfis Bessastaðahrepps í samræmi við áætlunina. Síðan þá er búið að ljúka við þijár hverfisrotþrær í frá- veitukerfinu og era þær nú alls fimmtán talsins, fyrsti áfangi stofnlagnar hefur verið byggður, dæluhús sunnan skólasvæðisins er komið í notkun og fyrri áfangi megin- útrásar hefur verið lagður, um 300 metra út í sjó. Verðlaunagripimir að þessu sinni vora hannaðir af Kol- brúnu Björgólfsdóttur og Magnúsi Kjartanssyni og eiga að tákna samspil mannsins við umhverfi sitt og náttúra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.