Morgunblaðið - 14.12.2000, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Framhaldsstofn-
fundur Félags
skíðaáhugafólks
á Akureyri
Félagið
verður
arftaki
SRA
FÉLAG skíðaáhugafólks á Ak-
ureyri var stofnað þann 25.
nóvember sl. Félagið er arftaki
Skíðaráðs Akureyrar, SRA,
sem er sérráð innan íþrótta-
bandalags Akureyrar, en móð-
urfélög þess eru Knattspyrnu-
félag Akureyrar (KA) og
íþróttafélagið Þór.
Á stofnfundi félagsins var
ákveðið að halda framhalds-
stofnfund og verður hann hald-
inn í kvöld, fimmtudaginn 14.
desember, kl. 18.00 í kaffiteríu
íþróttahallarinnar við Skóla-
stíg.
Markmiðið með því að
breyta Skíðaráði Akureyrar í
félag er einkum að auka
félagsvitund skíðaáhugafólks
og efla og styrkja félagskap
þess. Félagið fær sín eigin lög,
haldinn er aðalfundur þar sem
stjóm félagsins og sérgreina-
nefndir eru kjörnar, en með
því fær félagið nýja og form-
legri umgjörð en áður. Móð-
urfélögin tiinefna ekki lengur
menn í stjóm og keppnisfólk
keppir nú undir merkjum hins
nýja félags en ekki móður-
félaganna.
Full sátt er um þessa breyt-
ingu hjá báðum móðurfélögun-
um sem og Iþróttabandalagi
Akureyrar enda hugmyndin að
hluta til komin frá fulltrúum
þeirra. Einnig hefur verið haft
samráð við formann íþrótta-
og tómstundaráðs Akureyrar
og íþrótta- og tómstundafull-
trúa vegna breytinganna.
Nafn á félagið
ákveðið í kvöld
Á framhaldsstofhfundi fé-
lagsins verður ákveðið endan-
legt nafn á félagið en á stofn-
fundinum var félögum geftnn
kostur á því að leggja inn til-
lögur um nafn á félagið. Jafn-
framt því að ákveða nafn á
félagið verður stutt kynning á
félaginu, uppbyggingu þess,
stjóm og nefndum og þeim
einstaklingum sem tekið hafa
að sér forystu þess. Skíða-
áhugafólk er hvatt til þess að
mæta á fundinn og kynna sér
hið nýja félag.
Slökun!
heilsuhúsið
Sk6lavöföustíg, Kringlunní, Smáratorgi
Morgunblaðið/Kristján
Starfsfólk Strax í Ólafsfirði á von á að fólk muni í auknum mæli sækja verslun til Akureyrar eftir að þar voru opnaðar nýjar verslanir nýlega.
Gunnar Þórisson, verslunarstjóri Electro Co á Dalvík, sagði að sala
hefði aukist nú siðari hluta árs.
Aðalbjörg Ólafsdóttir rekur Tískuverslunina Marsibil í Ólafsfirði en
með henni til vinstri á myndinni er Herdís Birgisdóttir.
Starfsfólk verslana í utanverðum Eyjafírði vart við breytingar
Aukinn straumur
fólks í verslunar-
ferðir til Akureyrar
Mæðgumar í Ilex segja alltaf töluverðan straum vera til Akureyrar fyr-
ir jólin en Dalvíkingar versli greni og annað tilheyrandi jólunum heima.
STARFSFÓLK verslana á Dalvfk
og Ólafsfirði verður vart við að íbú-
ar á þessum svæðum sækja töluvert
í verslanir á Akureyri, en margir
eru á því að nýjabrumið skipti þar
einhverju, þ.e. opnun nýrrar versl-
unarmiðstöðvar á Glerártorgi og
Bónus-verslunar. Menn vilji sem
vonlegt er skoða hinar nýju versl-
anir, en heimamenn sem standa í
verslun gera ráð fyrir að menn noti
þá þjónustu sem býðst í heima-
byggð þegar forvitninni hefur ver-
ið svalað.
Helga Jónsdóttir, verslunarsljóri
Strax í Ólafsfirði, sagðist hafa orð-
ið vör við minni verslun nú fyrir jól-
in en áður. „Við áttum von á þessu,“
sagði hún. „Það var ekki við öðru
að búast en fólk myndi sækja versl-
un til Akureyrar nú þegar búið er
að opna þar nýjar búðir. Það hefur
alltaf verið eitthvað um að fólki fari
inneftir að versla, en það er meira
um það núna.“
Þýðir ekkert að grenja
Helga kvaðst eiga von á að þetta
myndi jafna sig, „þegar hversdags-
lifið hellist yfir fólk að nýju“, eins
og hún orðaði það. Hún sagði að
Ólafsfirðingum stæði til boða góð
þjónusta, en matvöruverslanirnar
tvær væru opnar alla daga, úrvalið
væri gott og verðlagið einnig. „Það
þýðir ekkert að grenja yfir þvíþótt
fólkið versli mikið á Akureyri núna,
það verslar líka heilmikið hérna,“
sagði Helga.
Þorsteinn Þorvaldsson, sem rek-
ur Valbúð, sagði að eðlilega vildi
fólk skoða sig um í hinum nýju
verslunum á Akureyri og myndi
gera það á meðan tíðarfar héldist
gott. „Við reynum að bera okkur
vel, það þýðir ekkert annað,“ sagði
Þorsteinn. Hann sagði engan áróð-
ur í gangi um þessar mundir þar
sem fólk væri hvatt til að versla í
heimabyggð líkt og stundum hefði
verið. „Við vonum bara að fólk átti
sig á að það er mikilvægt að hafa
verslanir hér í bænum. Fólk getur
varla átt von á að hér á staðnum
bjóðist gott verð, þjónusta og úrval
ef það verslar bara hér þegar það
er veðurteppt," sagði Þorsteinn.
Engin jólaverslun
Gera má ráð fyrir að allt að 30
manns starfi við verslun í Ólafsfirði
og þar eru auk tveggja mat-
vöruverslana, tískuverslun, tvær
blóma- og gjafvöruverslanir og
handverkstæði svo dæmi séu tekin.
Aðalbjörg Ólafsdóttir sem á Tísku-
verslunina Marsibil sagði að Ólafs-
firðingar leituðu mikið til Akureyr-
ar hvað verslun varðar.
„Það er bara eitt svar við því,
hún er engin," sagði hún spurð um
hvernig jólaverslunin færi af stað.
Aðalbjörg hefur rekið verslun sína
í rúmt ár, eða frá því í fyrrahaust.
Hún sagði að fyrir síðustu jól hefði
mikið atvinnuleysi verið í bænum,
en þá hefði gjaldþrot Sæunnar Ax-
els dunið yfir. „Það hafði áhrif á
alla og kemur vitanlega niður á
fataverslunum, en ég átti von á að
þetta yrði skárra núna fyrir jólin.
Það virðist hins vegar ekki ætla að
vera, það er erfitt að eiga við þetta,
grasið virðist grænna hinum meg-
in,“ sagði Aðalbjörg, en hún verslar
með föt fyrir allt frá unglingum
upp í eldra fólk.
Skiljanlegt að fólk vilji
skoða nýju verslanirnar
Mæðgurnar María Snorradóttir
og Kristín Aðalheiður Símonar-
dóttir í Ilex á Dalvík sögðu að tölu-
verður straumur lægi inn til Ak-
ureyrar fyrir jólin. Bex er blóma-
og gjafavöruverslun og þar er einn-
ig boðið upp á ljósmyndaþjónustu,
þ.e. framköllun á filmum. Þær voru
á því mæðgurnar að jólaverslun
færi sífellt seinna af stað, en
straumurinn yrði þéttari eftir því
sem nær drægi jólum. „Það er skilj-
anlegt að fólk vilji skoða þessar
nýju verslanir og verslunarmið-
stöðina og fólk fer í miklum mæli
inneftir m.a. til að versla í mat-
vörumörkuðunum og þá vill það
auðvitað taka ýmislegt með sér í
leiðinni. Dalvíkingar eru hins vegar
duglegir að kaupa greni, skraut og
annað því um líkt hér heima,“ sagði
María.
Þær bentu á að frá því á sama
tíma í fyrra hefði fjórum verslunum
í bænum verið lokað, bókabúð,
sportvöruverslun, búð með tölvu-
vörur og nú síðast tískuvöruversl-
un.
„Það þýðir samt ekkert annað en
bera sig vel, það er enginn bættari
með því að við leggjumst í þung-
lyndi yfir þessu.“
Stöndum okkur
í samkeppninni
Gunnar Þórisson, verslunarsljóri
Electro Co, sagði að frá því versl-
unin hefði verið opnuð í nóvember í
fyrra hefði sala verið að síga upp á
við, hægt og bítandi og væru menn
afar ánægðir með verslunina nú
fyrir jólin. „Það hefur mikið verið
talað um að fólk ætti að versla í
heimabyggð, en við höfum passað
okkur á því að beina ekki slíkum
áróðri að fólki. Við viljum að fólk
fari inneftir og geri verðsam-
anburð, það er okkar að standa
okkur í samkeppninni og það ger-
um við. Aukin sala á seinni hluta
þessa árs sannar það.“ sagði Gunn-
ar. „Við vorum lengi að komast inn
á kortið hjá Dalvíkingum, en þeir
vita af okkur núna og við kvörtum
ekki yfir viðtökunum, þær eru góð-
ar.“