Morgunblaðið - 14.12.2000, Side 34

Morgunblaðið - 14.12.2000, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Mikil reiði í Perú með japanskan ríkisborgararétt Fujimoris Segja forsetann hafa blekkt þjóðina Lima. AP, AFP. McVeigh stöðvar áfrýjun TIMOTHY McVeigh, sem dæmdur var til dauða fyrir þremur árum fyrir að bera ábyrgð á sprengjutilræðinu við stjórnsýslubygginguna í Okla- homa-borg í Bandaríkjunum árið 1995, hefur nú snúizt hug- ur varðandi áfrýjun dauða- dómsins og beðið alríkisdómara að stöðva öll áfrýjunarmálaferli í máli sínu. Kemur þetta fram í skjali frá McVeigh, sem gert var opin- bert í gær, en það var lagt fyrir héraðsdómstól í Denver á mánudaginn. Tilræðið í Okla- homa-borg var mannskæðasta hryðjuverk sem framið hefur verið í Bandaríkjunum. 168 manns létust og um 500 slös- uðust. Frá því McVeigh var dæmdur til dauða hefur hann háð mikla baráttu íyrir lífi sínu fyrir dómstólum og áfrýjaði því alla leið til Hæstaréttar Banda- ríkjanna, sem neitaði að taka málið fyrir. McVeigh, sem nú er 32 ára, gaf ekki upp neina ástæðu fyrir hughvarfi sínu. ALMENN reiði er í Perú eftir að stjórnvöld í Japan lýstu yfir, að Alberto Fujimori, forseti Perús í áratug, væri jap- anskur borgari. Hann getur því sest að í Japan og þarf ekki að óttast, að hann verði framseldur til Perú þar sem hann hefur verið sakaður um spillingu. Jafnvel fyrr- verandi stuðn- ingsmenn Fujimoris eru ævareiðir og finnst sem hann hafi haft þá að fífli og í blöðunum, jafnvel gulu pressunni, sem áður var meira eða minna á snærum stjórnvalda, var forsetinn fyrrverandi úthrópaður. „Japanir skjóta skjólshúsi yfir mafíusoninn sinn,“ var aðalfyrir- sögnin í blaðinu E1 Popular. Lengi var litið á Fujimori, sem er sonur japanskra innflytjenda í Perú, sem mann fólksins og sem forseti tókst honum að kveða niður óðaverðbólgu og sigrast á skæru- liðum í landinu. Stjórn hans féll að lokum vegna spillingarhneykslis í tengslum við Vladimiro Montes- inos, fyrrverandi yfirmann leyni- þjónustunnar, og nú er verið að rannsaka spillingarásakanir á Fujimori. Hann hefur þó ekki ver- ið ákærður enn. Japönsk yfirvöld staðfestu í fyrradag, að fæðing Fujimoris fyr- ir 62 árum hefði verið skráð hjá japanska ræðismanninum í Perú og síðan hefði Fujimori ekki afsal- að sér ríkisborgararéttinum. „Hann hefur blekkt okkur öll,“ sagði Hugo Condori, 16 ára gamall skóburstari í Lima, og perúskir stjórnarskrárfræðingar eru nú að kanna hvort forsetadómur Fuji- moris hafi alltaf verið ólöglegur. Það er þó talið heldur ólíklegt enda var hann perúskur ríkisborg- ari líka. Óttast að verða fyrir aðkasti í Perú býr nokkuð af fólki af japönskum ættum en foreldrar þess, afar og ömmur komu þangað fyrst í upphafi síðustu aldar. Ott- ast það nú að verða fyrir aðkasti vegna þeirrar reiði, sem ríkir í garð japanskra stjórnvalda. Fujimori sagði í Tókýó í gær, að staðfesting stjórnvalda á því, að hann væri japanskur ríkisborgari gerði sig öruggari enda teldi hann, að ella hefði honum verið hætta búin. Japansstjórn leggur hins vegar áherslu á, að hún sé ekki að reyna að verja Fujimori á nokkurn hátt, heldur aðeins að staðfesta það, að lögum samkvæmt hefur hann jap- anskan ríkisborgararétt. Alberto Fujimori Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra um niðurstöður Nice-fundar ESB Meira vægi yfirþjóðlegs valds hafnað AÐ MATI Halldórs Ásgrúnssonar, utanríkisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, sýnir nið- urstaða Ieiðtogafundar Evrópusam- bandsins, sem lauk í Nice í S-Frakk- Iandi á mánudagsmorgun, að hugmyndir um að stefna Evrópu- samrunanum í að skapa e.k. „Banda- ríki Evrópu" hefði „beðið skipbrot". Umræða um slíkar hugmyndir fékk byr undir báða vængi fyrr á þessu ári, eftir að Joschka Fischer, utan- ríkisráðherra Þýzkalands, og Jacq- ues Chirac Frakklandsforseti veltu fyrir sér lokatakmarki Evrópusam- runans í ræðum sem eftir var tekið. Telur Ilalldór „miklu frekar hægt að tala um sameinaða Evrópu sem byggist á ákvörðunum fullvalda og sjálfstæðra ríkja“, ef litið er til þess sem leiðtogar ESB ákváðu í Nice. „Það virðist vera, eftir þau átök sem þarna hafa orðið, að menn sætti sig illa við þær hugmyndir sem hafa komið fram um enn meira vægi yf- irþjóðlegs valds,“ segir Halldór. Tókst að búa ESB undir stækkun Að öðru leyti segir Halldór að útkoma Nice-fundarins sé „fyrst og fremst tæknilegs eðlis“, gerð til að búa ESB undir stækkunina til austurs. Sér sýnist að leiðtogun- um hafi tekizt þetta ætlunarverk sitt, þótt „ekki hafi fengizt afger- andi niðurstaða í alla hluti“. Það sem gerist, er Nice- sáttmálinn gengur í gildi, sé að stærri ríkin fái meira vægi. Segir Halldór greinilegt að Þjóðveijar verði eftir þetta „nq'ög leiðandi inn- an ESB“ og muni ásamt Bretum og Frökkum koma til með að hafa mikil áhrif. „Vægi smærri ríkjanna minnkar vissulega," segir hann, en bætir við: „En það er athyglisvert að ef atkvæðavægi þeirra er lagt sam- an hafa þau áfram mikla vigt, t.d. ef við tökum Norðurlöndin sem eru í ESB sem eina heild.“ Það er útlit fyrir að allt ákvörð- unarferli ESB verði flóknara eftir að Nice-umbætumar verða komnar til framkvæmda. En aðspurður hvort hann telji að niðurstöðumar muni hafa einhver áhrif á Evrópu- málaumræðuna á íslandi segir hann: „Ég sé ekki að þama hafi ein- hverjir óvæntir hlutir gerzt. Það hefur alltaf verið ljóst að með stækkuninni muni hlutfallslegt vægi ríkja, þá sérstaklega smærri ríkja, minnka. Hins vegar sé líklegt að samstarf ríkjahópa komi til með að verða miklu meira.“ Það verði áfram lögð á það mikil áherzla að ná samstöðu um sem flest mál, þar breyti ekki öllu að ákveðið hafi verið að afnema formlegt neit- unarvald einstakra ríkja í vissum málafiokkum. Ráðherrafundur EFTA Samstarf eflt við S- Ameríkurfki STÓRT skref var stigið, að mati þátttakenda í ráðherrafundi EFTA í Genf í fyrradag, í átt að styrktum tengslum EFTA-ríkjanna Islands, Noregs, Sviss og Liechtenstein við Suður-Ameríkulönd, er undirrituð var yfirlýsing um samstarf á sviði viðskipta og fjárfestinga milli aðild- arríkja EFTA og MERCOSUR, Argentínu, Brasilíu, Paragvæ og Urúgvæ. Yfirlýsingin mun taka gildi um leið og ráðherrar MERCOSUR- ríkjanna hafa undirritað hana. Þá var á fundinum, sem Halldór Ás- grímsson stýrði þar sem ísland gegnir nú formennsku í EFTA, einnig undirrituð samstarfsyfirlýs- ing við Júgóslavíu sem staðfestir meðal annars vilja EFTA-ríkjanna til að stuðla að friði og stöðugleika á Balkanskaga. Á fundinum var auk þess m.a. rætt um samskipti EFTA við Evr- ópusambandið, um EES-samning- inn og inm-i málefni EFTA og sam- skiptin við svokölluð þriðju ríki, þ.e. ríki utan EES-samstarfsins. Ráðherrarnir fögnuðu fríverzlun- arsamningnum við Mexíkó sem ný- lega var undirritaður og lögðu áherzlu á að þarna væri mikilvæg- um áfanga náð í samskiptum EFTA við ríki utan Evrópu. Samningurinn er sá fyrsti sem EFTA-ríkin gera við ríki handan Atlantsála og um- fangsmesti fríverzlunarsamningur sem þau hafa gert til þessa. Ráðherrarnir lýstu ánægju með fyrstu samningalotu um fríverzlun Celso Nunez Amorim, sendiherra Brasilfu í Genf, og Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra takast í hendur eftir undirritun samstarfssamn- ings EFTA- og MERCOSUR-ri'kjanna í fyrradag. Grete Knudson, utan- ríkisviðskiptaráðherra Noregs, fylgist með. við Chile sem fór fram í upphafi mánaðarins. Þeir töldu nauðsynlegt að fylgjast með þróun mála í Asíu og fögnuðu því að grundvöllur skyldi kominn fyrir könnunarvið- ræðum við Singapúr. ESB-ríkin taki tillit til EES- samningsins við stækkun Ráðherrarnir lýstu áhuga EFTA- ríkjanna á samstarfi við ESB í ýms- um þeim málaflokkum sem ýtt var úr vör á leiðtogafundi ESB í Lissa- bon í vor, sérstaklega í málum sem varða þekkingarsamfélagið. Ráðherramir ítrekuðu mikilvægi þess að ESB-ríkjunum yrði gerð skýr grein fyrir nauðsyn þess að EES-samningurinn verði aðlagaður fjölgun aðildarríkja ESB. Myklebust hættir STJÓRN norska orku- og þungaiðnaðarrisans Norsk Hydro ákvað í gær að Eivind Reiten yrði ráðinn eftirmaður Egils Myklebust í forstjóra- stól fyrir- tækisins. Sá síðarnefndi óskaði sjálf- ur eftir því að hætta, eftir 10 ár við stjórn- völinn í einu umsvifa- mesta fyrir- tæki Norð- urlanda. Forstjóraskiptin verða hinn 2. maí í vor. Að Myklebust skyldi vilja hætta núna kom flestum öðr- um en stjórnarmeðlimum á óvart, þrátt fyrir að ekki þyki óeðlilegt að tíu ár þyki hæfi- lega langur tími í slíku starfi. Einar Kloster, formaður stjórnar Norsk Hydro, sagði í gær að Reiten hefði orðið fyr- ir valinu vegna þess að hann hefði sýnt framúrskarandi ár- angur í stjórnunarstörfum á öllum þremur höfuðsviðum umsvifa fyrirtækisins. Reiten er 47 ára að aldri, árinu yngri en Myklebust var þegar hann tók við forstjórastarfinu fyrir áratug. Afsláttar- banni aflétt ÞÝZKA ríkisstjómin sam- þykkti í gær frumvarp sem felur í sér áform um að af- létta áratugagömlum lögum sem m.a. setja kaupmönnum mjög þröngar skorður við því að veita viðskiptavinum af- slátt. Er markmiðið með breytingunum að opna fyrir meiri samkeppni í verzlun og viðskiptum í Þýzkalandi. Stórar verzlanir höfðu lengi þrýst á um að afsláttarregl- unum yrði breytt í frjálsræð- isátt, en þau voru uppruna- lega sett í kreppunni miklu upp úr 1930. Gömlu lögin tak- marka afslætti við 3% og heimila ekki að fólk sé lokkað til að kaupa eitthvað með því að fá í kaupbæti gjafir sem eitthvert verðmæti er í. Þessi lög voru farin að há verulega vöruverzlun á Netinu í Þýzkalandi, þar sem það var eina landið í Evrópu þar sem slíkar reglur giltu. Sam- keppnisfyrirtæki sem gera út netverzlanir frá öðrum lönd- um voru ekki bundin af þýzku lögunum og hafa því getað undirboðið þau þýzku. Stefnt er að því að nýju lögin taki gildi næsta sumar. Kalejs handtekinn KONRAD Kalejs, sem lett- nesk yfirvöld höfðu farið fram á að fá framseldan frá Ástral- íu til að hann gæti mætt fyrir rétti til að svara ákæru um að hann hefði átt aðild að stríðs- glæpum á tímum síðari heimsstyrjaldar, var í gær handtekinn í Melbourne. Kal- ejs er sakaður um að hafa sem fangavörður í Salaspils- fangabúðunum nærri Ríga tekið þátt í fjöldaaftökum á gyðingum á hernámsárum þýzkra nazista í heimalandi sínu, 1941-1944. Egil Myklebust

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.