Morgunblaðið - 14.12.2000, Page 35

Morgunblaðið - 14.12.2000, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR14. DESEMBER 2000 35 ______ERLENT_____ Gusinsky segist fórnarlamb póli- tískra ofsókna Madríd. AP, AFP. YFIRVÖLD á Spáni vörðu í gær handtöku sína á rússneska fjölmiðla- risanum, Vladimir Gusinsky, og sögðu hana í samræmi við gilda al- þjóðlega handtökuskipun. Þau vildu ekki ræða hvort Gusinsky væri fórn- arlamb pólitískra ofsókna vegna gagnrýni hans á rússnesk stjórnvöld eins og hann heldur fram. Gusinsky var handtekinn á heimili sínu á Suður-Spáni á þriðjudags- morgun. Embættismaður í spænska utanríkisráðuneytinu sagði að lög- reglan hefði einfaldlega verið að framfylgja handtökuskipan sem gef- in var út í Moskvu í gegnum Interpol og að öll skjöl í tengslum við hana hefðu verið í lagi. Fyrirtæki Gusinskys, Media- most, sakar rússnesk stjómvöld um reyna að ná sér niðri á honum fyrir þá gagnrýni á þau sem fjölmiðlar í hans eigu hafa birt. Rússnesk yfir- völd saka Gusinsky um að hafa dreg- ið sér jafnvirði um 25 milljarða ísl. kr. Hans bíður allt að tíu ára fangels- isvist, verði hann framseldur og sak- felldur í Rússlandi. Gusinsky ekki látinn laus gegn tryggingu Leitað var eftir því að fá Gusinsky lausan gegn tryggingu þar til fram- salsbeiðni Rússa verður tekin fyrir. Því var hafnað og sagði dómarinn Baltasar Garzon ástæðuna vera hættu á því að hann myndi flýja land. Að sögn spænska dagblaðsins El Pais sagði Gusinsky er hann var handtekinn að þetta væru mistök vegna þess að hann væri „vinur BillsClintons." Sannleiksgildi þessa er ekki alveg ljóst en hins vegar er staðreynd að Clinton var gestur á út- varpsstöð Gus- inskys í júní. Litið var á þá heimsókn sem táknrænan stuðning við frjálsa fjölmiðlun í Rússlandi. f sumar var Gusinsky óvænt látinn dúsa í fangaklefa í fjóra daga eftir að hann kom til yfirheyrslu vegna fjársvika- máls, sem á upptök sín árið 1997. Þær kæmr vom síðar látnar niður falla, en Gusinsky sagði þær eiga sér pólitískar rætur. Þessi handtaka var ástæða þess að Gusinsky mætti ekki til yfirheyrslu í máli því sem nú er um rætt. Formleg framsalsbeiðni Rússa væntanleg Rússar hafa ekki enn sent frá sér formlega beiðni um framsal en er það hefur verið gert kemur til kasta spænskra dómstóla að skoða þá beiðni til samþykktar eða synjunar. Tvö aðalviðmið Spánverja þegar um framsal er að ræða em annars vegar að um athæfi sé að ræða sem líka sé refsivert á Spáni og að við- urlög við því nemi meira en ári. Hvort tveggja á við um glæp Gus- inskys. Talsmaður saksóknara í Rúss- landi, Yuri Vasilchenko, sagði Rússa vera að undirbúa framsalsbeiðni sem hann teldi víst að Spánverjar mundu verða við. Lögfræðingar Gusinskys í Moskvu sögðu hins vegar að þau gögn sem Spánverjar fengju í hend- ur væm hlutdræg, ófullnægjandi og ósönn. Bókin FYRIRGEFNINGIN - Heimsins fremsti heilari á erindi til allra. Höfimdur bókarinnar Gerald G. Jampolsky M.D. er geðlæknir bama og fullorðinna. Árið 1975 stofnaði hann íyrstu Miðstöð viðhorfsheilunar. I dag eru til samtök í kringum 120 slíkar stöðvar í 30 löndum. Hann er alþjóðlega viðurkenndur á sviði geðlækninga, heilsu, viðskipta og menntunar. Hann hefur gefið út fjölmargar metsölubækur. GeraldG's;‘„t^D „Eg er sannfærður um óviðjafnanlegan mátt fyrirgefningarinnar." Gerald G. Jampolsky M.D. JOLAGJOF SEM ER FLESTUM ÞÖRF „Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég las bókina var að hún ætti að vera skyldulesning. Að fyrirgefa er alltaf betri kostur. Frábær bók.“ Gunnar Andri Þórisson, framkv.stj. SGA símennt. „Að fyrirgefa sjálfum sér og öðrum er forsenda mannlegs þroska." Stefán Jóhannsson M.A. fjölskylduráðgjafi. Vefsíða okkar er www.heilnar.is og smellt á Leiðarljós JL os Sími 435 6810, 698 3850, fax 435 6801. Verslunin hættir sölu á fatnaði* Risarýmingarsala * Hreysti opnar nýja og breytta verslun árið 2001 HREYSTI ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL Allt á að seljast! Skeiiunni 19 - S. 568 1717 Bama háskólabolir Bamabuxur Bama T-bolir Bama stuttbuxur Háskólapeysur Hettupeysur Rennd bein hettupeysa Buxur Rennd hettupeysa 2.490 2.200 1.360 1.490 4.990 4.800 5.990 3.490 4.990 1.245 1.100 695 745 frá 990 frá 990 2.895 1.745 2.495 Mjúkir pakkar áhálfvirði eða meiri afslætti dæmi; Verðáður Verð i Russell Athletic - Columbia - Convert - Jansport - Gilda Marx - Avia -Tyr - Schwinn - Slendertone - Polar - Weider - Metaform - ABB - EAS - Muscletech - Twinlab - Designer - Labrada - Natures Best - Leppin - MLO

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.