Morgunblaðið - 14.12.2000, Síða 44

Morgunblaðið - 14.12.2000, Síða 44
44 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sagnamaðurinn Jón á Selnesi BÆKUR Frásagnir SKYGGNI - ÚR FÓRUM JÓNS NORÐMANNS Á SELNESI Þorsteinn Antonsson sá um útgáf- una. Muninn bókaútgáfa, 2000, 204 bls. JÓN Norðmann Jónasson kennari fæddist árið 1898 og andaðist á Sauð- árkróki árið 1976. Jón var kennari við Austurbæjarskólann í Reykjavík 1932-1956. En þá keypti hann jörðina Selnes á Skaga í Skagafirði og bjó þar uns ævi lauk. Jón Norðmann þótti um margt sérstæður maður. Hann var sér- vitur allmjög og fór ekki að tísku um klæðaburð og lífsháttu. Hann var prýðilega vel gefinn og mæta vel að sér um sögu íslands og forn fræði, kunnáttu- maður um grös og jurt- ir. Ymsar sögur gengu af honum um skrítilega og fornlega háttu hans. Bamgóður var Jón og kom það vel fram á kennaraárum hans syðra og á Selnesi voru jafnan drengir hjá honum á sumrin, sem hann reyndist vænn, enda voru nokkrir hjá honum sumar eftir sum- ar. Jón skrifaði eina bók með bama- og unglingasögum og nokkrar rit- gerðir fræðilegs efnis komu á prent. Eftir Jón látinn kom fram talsvert af skrifum, s.s. ævisöguskrif um bernsku hans og unglingsár, dular- reynslu, ættarskrár og fræðsluþætti, dagbækur og sendibréf til hans. Öll þessi gögn fóra á Skjalasafn Skag- firðinga á Sauðárkróki og á Hjalti Pálsson skjalavörður heiðurinn af því að hafa safnað þeim saman. Ur þessum gögnum hefur nú Þor- steinn Antonsson rithöfundur moðað og gert úr bók. Segir hann viðfangs- efni bókarinnar vera einkum tvenns konar: ,Að gera frásagnargáfu Jóns Norðmanns verðug skil og reyna jafnframt að gera fræðilega grein fyrir dularreynslu hans.“ Ekki er þetta stór bók, rúmar 200 bls. í fremur litlu broti. SÍdptist hún í þrjátíu kafla, alla stutta. Skiptast þar á kaflar samdir af Þorsteini, aðr- ir era að hluta til samdir af honum, en inn á milli skotið frásögnum Jóns. Þá era sjálfstæðir frásagnarþættir (eftir Jón) af ýmsum toga, margt um dulrænar upplifanir. Frásagnir Jóns sjálfs era ágæt- lega skrifaðar, enda var hann prýði- lega ritfær og margar hverjar era þær skemmtilegar. Bera þær fá eða engin merki þess að afbrigðilegur maður skrifi. Þær fylgja einatt hefð- bundnum þjóðlegum frásagnarhætti (þjóðsagnastíl): Margt er einnig gott og gagnlegt um innlegg Þorsteins. Hann gefur lesandanum yfirlit um ævi Jóns, ættfólk hans og umhverfi og lýsir Jóni. Óþarflega þykir mér þó lýsingin neikvæð um sumt, eftir því sem ég þekkti Jón. Honum hættir til að tala niður til hans. Ýmsa galla fleiri þykist ég raunar sjá á framlagi Þorsteins. Eg sá t.a.m. ekki neina nauðsyn á 4. kaflanum, Húrra fyrir ættjörðinni, og enn síð- ur á 7. kaflanum, Skag- firskur annáll. Báðir þessir kaflar era ein- ungis mjög óbeint tengdir frásögnum Jóns Norðmanns. Þá kann ég því ekki vel að litið sé á Selnes sem eins konar kot á hala veraldar. Selnes var a.m.k. eitt sinn mikil hlunnindajörð og setin af góðbændum. Þar var mikil útgerð (margar verbúðir), fiskverkun og verslun. Og þar var talin einhver besta höfn við vestanverðan Skagafjörð. Hygg ég að í stað fyrmefndra kafla hefði farið betur á að skrifa dálítinn kafla um Selnes. Ekki finnst mér mikið tii um hinar „fræðilegu“ skýringar á dular- reynslu Jóns. Þær era að mínu viti oft smáskrítnar og hefðu mátt missa sig. I seinasta kaflanum í bókinni gerir höfundur sig líka beran að ekki minni hjátrú en sá sem hann skrifar um. Ýmislegt finnst mér benda til að höfundur sé ekki vel kunnugur í Skagafirði. Hann segir t.a.m. að tor- gengt mönnum sé í Glerhallavík und- ir Tindastóli. Það kannast ég ekki við og hef þó oft farið þangað. Og þá seg- ir hann að við brekkurætur kirkju- garðsins á Sauðárkróki séu kartöflu- garðar og nokkru neðar vatnsból bæjarins. Þarna skakkar æði miklu. Kartöflugarðarnir voru í Sauðárgili sunnan bæjar, kirkjugarðurinn upp af Kirkjuklauf fyrir miðju þorpi og vatnsbólið (lindin) nyrst. Ekki veit ég til að Sauðárkróksbúar hafi verið bendlaðir við sauðaþjófnað öðrum fremur. Því er óþarfi að uppnefna þá Sauðkrækinga. Að öllu samanlögðu hefði ég því kosið annars konar bók um minn gamla kunningja Jón Norðmann, þó að vitaskuld sé þessari ekki alls varnað. Sigurjón Björnsson Þorsteinn Antonsson Rauðarárstíg 14 - 16, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 fold@artgalleryfold.com, www.myndlist.is Konur eru vandræði KVIKMYIVPIR Háskólabíó LOVE, HONOUR AND OBEY ★ 1 /2 Leikstjórn og handrit: Dominic Anc- iano og Ray Burdis. Aðalhlutverk: Sadie Frost, Jonny Lee Miller, Jude Law, Ray Winstone og Rhys Ifans. The Sales Company 2000. JÁ, já, þetta era allt finustu leikarar, ég veit, en þegar handritið er eins illa skrifað og þetta, þá geta þeir litlu bjargað. Málið er að ég held að að- standendur séu að gera þessa mynd í gríni en hún er léleg þrátt fyrir það. Sagan segir frá tveimur glæpa- klíkum í London sem vinna saman í eins mikilli sátt og samlyndi og glæpamanna er kostur. Jude er frændi glæpaforingjans Ray og þannig kemst Jonny æskuvinur hans inn í klíkuna og stendur sig strax vel. Jonny fer þó brátt að leiðast því þessir hörðnuðu bófar virðast vera meira með hugann við brúðkaup og kynlífsvandamál en almennilega glæpastarfsemi. Hugmyndin er ágæt en sagan er frekar veik í myndinni. Og eiginlega skil ég glæpamennina vel að hafa meiri áhuga á kynlífsvandamálum því sú hliðarsaga í myndinni er skemmtilegri en aðalsagan. Ef frá- sögnin er af Jonny og breytingunni á persónuleika hans frá því að vera saklaus póstberi í að breytast í morð- óðan glæpahund hefði þurft að skrifa það hlutverk miklu betur og af meiri dýpt, jafnvel þótt þetta sé grínmynd. Einhverju verður leikarinn að vinna úr og eitthvað verður að bera uppi myndina. Húmorinn er klúr og ósmekklegur án þess að fara yfir eitthvert strik. Kannski einkahúmor á stundum... Já, ég held að þetta séu allt saman félagar að leika sér að búa til bíó. Hildur Loftsdóttir Ai' Líffærafræ ðilist SÝNINGARGESTUR í safni einu í Oberhausen í Þýskalandi virðir hér fyrir sér skúiptúr úr plastefni er sýnir líkama manns og hests. Skúlptúrinn nefnist Sigur andans og er hluti af umdeildri sýningu: Líffærafræðilist: Það sem heillar undir yfirborðinu, sem Gunther von Hagen prófessor í líffærafræði stendur fyrir. Á sýningunni, sem laðað hefur að milljónir sýningargesta, er að finna tugi skúlptúra af mannslíkamanum þar sem líffærafræði er útskýrð á listrænan hátt. Saga sem byggist á erfiðu lögreglumáli NÝÚTKOMIN skáld- saga Leós E. Löve ber heitið Prinsessur. Höf- undur gefur bókina út sjálfur á vegum forlags síns, Fósturmoldar. I Prinsessum er sögð saga fullorðins karl- manns, sem ákærður er fyrir kynferðisofbeldi gegn fjölda ungra drengja. Að sögn höf- undar byggist bókin á sönnum atburðum á sjöunda og áttunda áratugnum og er hann hvorki áfjáður í að aug- lýsa bókina né tala mik- ið um hana - Iitur ekki á hana sem ,jólabók“ ívenjulegum skilningi þess orðs. „Á meðan ég var að skrifa bókina kallaði fjölskylda mín hana „Ijótu bókina" og síðar „sorglegu bókina“,“ segir Leó. „Annars bygg- ist grunnhugmynd sögunnar á mjög erfiðu lögreglumáli sem barst inn á borð mitt þegar ég var fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Kópavogi 1975.“ Bókina segist Leó hafa skrifað í tvennum tilgangi, í eigingjörnum og óeigingjörnum. „Annars vegar vildi ég losna undan erfiðum hugsunum sem höfðu íþyngt mér í 25 ár og skrifa bókina í sálarhreinsunar- skyni, og hins vegar vonaðist ég til að opna augu fólks fyrir þvf hversu þau vandamál, sem lýst er í bókinni, geta verið ótrúlega nærri okkur.“ Hver er hugmyndin á bak við titil bókarinnar? „Prinsessurnar eru fómarlömb aðalsögupersónunnar. Prinsessuheitið skírskotar til drottn- inga, eins og t.d. svokallaðra „dragdrottninga“.“ Það em ákveðnar ástæður fyrir því að ekki er látið neitt uppi um efni bókarinnar á kápubaki, enginn söguþráður rakinn eins og oftast er gert aftan á bókum. Viltu upplýsa um ástæður þessa? „Mér fannst það hreinlega ekki viðeig- andi að láta neitt uppi um efni bókarinnar. Ég er þeirrar skoð- unar að þessa bók eigi annaðhvort að lesa eða ekki. Mér fannst erfitt að skrifa hana og efni hennar hefur hvarflað að mér öðm hverju í 25 ár. Þetta mál og allar yfirheyrslumar sem því fylgdu fengu mjög á okkur sem unnum að rannsókninni og olli okkur mikilli vanlíðan á eftir.“ Hvemig finnst þér vera tekið á mönnum sem dómstólar telja sannað að hafi framið kynferðisbrot gegn börnum? „Mér finnst því miður allt of algengt að þeir fái of væga dóma. Að mínu mati verður meðferð og af- greiðsla þessara mála a.m.k. að leiða til þess að ftíða samvisku almenn- ings. Refsingar eru rökstuddar á tvennan hátt, annars vegar með sér- stökum vamaðaráhrifum, þ.e. að refsa hinum seka með þvi að taka hann úr umferð og hins vegar með almennum vamaðaráhrifum. Hinum almennu vamaðaráhrifum er þann- ig ætlað að hafa áhrif á þá sem hugs- anlega myndu freistast til að fremja brot af svipuðum toga. Ég skal ekk- ert fullyrða um áhrif sérstöku vam- aðaráhrifanna, en ég er sannfærður um að almennu varnaðaráhrifín myndu skila sér ef refsingamar yrðu þyngri." Hefúr sagan haft þau sálarhreinsandi áhrif sem þú ætl- aðist til, nú þegar verkinu er lokið? „Þau áhrif em ekki enn komin fram. Þó hefur það hjálpað mér mik- ið að fólk, sem hefur lesið bókina er farið að velta vöngum yfir henni og ræða hana við mig. Ég er vongóður um að þegar fram líða stundir muni sagan hafa tilætluð áhrif, bæði á sjálfan mig og aðra.“ ögnin eftir þennan langa lestur var alger og það var eins og mennimir fjórir drægju ekki einu sinni and- ann. Greinilegt var að hver hugsaði sitt, lögmanninum og lögregluþjóninum leið augljóslega illa, en á Eggerti var engin svipbrigði að sjá. „Það sem snertir mig í þessari frá- sögn getur allt verið rétt,“ sagði sak- bomingurinn, en honum var nú orðið ljóst að beðið var eftir að hann tjáði sig um skýrsluna. „Þetta er hins veg- ar allt löngu liðin tíð, og mér er raun- veralega batnað,“ endurtók hann með öllum þeim sannfæringarkrafti sem hann átti til. „Era svona mál ekki líka fymd eftir mörg ár?“ bætti hann við. „Það þori ég ekkert að segja um,“ svaraði Þórður. „Það gilda ef til vill aðrar reglur um afbrot sem farið hafa leynt og eins um afbrot sem hafa stað- ið um langan aldur samfelldan tíma. Annars ætla ég ekki að tjá mig um þetta frekar, málið fer héðan til ákær- anda sem metur hvað gert verður." Ur Prinsessum Leó E Löve
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.