Morgunblaðið - 14.12.2000, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 14.12.2000, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 45 _________LISTIR_______ Ekkert getur orðið eins og áður BÆKUR Unglingabók LEYNDARMÁL INDI'ÁNANS Eftir L.R. Banks í þýðingu Kristínar R. Thorlacius. Útg. Muninn 2000. LEYNDARMÁL indíánans er því sem næst sjálfstætt framhald af fyrri tveimur bókum Banks um indíánann. Ég er þess þó ekki full- viss hvort þetta framhald geti með öllu talist sjálfstætt, þar sem mikið myndi vanta upp á ef lesendur hefðu ekkert gluggað í fyrri bók- um. Söguþáðurinn snýst um það, að aðalsöguhetjan, Omar, hefur í fór- um sínum töfralykil og með því að snúa honum í skráargati skáps nokkurs og kistu einnar getur hann breytt plastfígúrum í lifandi verur, þótt þær séu enn í sömu smástærð- inni. Það liggur við að upp komist um þetta leyndarmál í þessari sögu og að allt fari á versta veg. Ómar tekur því þá ákvörðun undir lok hennar að nota ekki aftur töfralyk- ilinn, en það tekst ekki sem skyldi, því ófyrirsjáanlegar uppákomur, sem ekki verður fjölyrt um hér; koma einhverju allt öðru i kring. I fyrri bókum komst Ómar að því að þessar verur væru í raun einstak- lingar frá fyrri tímum og að mögu- legt væri að ferðast um tímann með því að beita töfralyklinum og gilti það meira að segja um Ómar sjálfan og vin hans, Patrek. Líkt og gefur að líta af þessari stuttu lýsingu einkennist þessi til- tekna frásögn nokkuð af vísunum til fyrri bóka og þótti mér það ger- ast leiðigjarnt á stundum. Vissu- lega er þetta afturlit oft þarft og til þess gert að leiða eitthvert þema til lykta, en sagan verður fyrir bragðið ósjálfstæð og ekki laust við að maður spyrji sig þess hvort ekki hefði farið betur á því að setja sög- una fram sem það beina framhald sem hún er, í stað þess að berjast í bökkum við að gera hana sjálf- stæða? Burt séð frá þessum vankanti streymir frásögnin kröfuglega fram og heldur Banks vel á spöð- unum hvað varðar spennuþrungna framvindu og liðlega. Það er ein- staklega mikið um að vera á sögu- sviðinu og sjaldan ef nokkurn tím- ann róleg stund. Til marks um þennan hraða og öngþveitið á sögu- sviðmu gerist það að Patrekur, vin- ur Ómars, hefur með sér fellibyl í farteskinu þegar hann eitt skiptið snýr til baka úr ferðalagi sínu um tímann. Allt leikur á reiðiskjálfi og umbreytingarnar verða margs kon- ar, umhverfið tekur stakkaskiptum og söguþráðurinn með. Þetta ger- ist reyndar á afskaplega heppileg- um tíma og umbreytir svo gjör- samlega öllum kringumstæðum á sögusviðinu að ekki verður aftur snúið. Slík frásagnartækni þykir mér vera til marks um það besta við þessa sögu Banks. Óumræði- lega margt getur gerst á sögu- sviðinu, og í hvert eitt sinn sem undrin gerast breyta þau öllum kringumstæðum og ekkert verður sem áður var. Aðalsöguhetjan gefur þessu ein- kenni reyndar nafn meðan á einni af mörgum ögurstundum í sögunni stendur. Þegar Emma, frænka Patreks, er búin að komast að leyndarmálinu um litlu lifandi ver- urnar hugsar Ómar með sér: „Hann vissi að hér hafði orðið það sem faðir hans kallaði skammta stökk, breyting sem táknar að ekk- ert getur nokkurn tímann orðið al- veg eins og áður, og það var ógn- vekjandi.“ Á sögusviðinu ber allmikið á kvíða Ómars og hræðslu við að kringumstæður fari úr bönd- unum. Hann berst í bökkum við að hafa stjórn á þeim og sjá fyrir það ófyrirsjáanlega. Hann hefur þó sjaldnast erindi sem erfiði. Þótt margt misjafnt megi segja um sög- urnar af indíánanum, þær hafa m.a. verið harðlega gagnrýndar fyrir að gera lítið úr indíánum, þykir mér sýnt að þessi lýsing á kvíða Ómars og ófyrirsjáanlegum kringumstæð- um sé vel lukkuð. Það vottar ekki fyrir siðaboðskap í því tilviki, held- ur gerist það líkt og af sjálfu sér að Ómar sættir sig við að geta engu stjórnað og verða að treysta fólk- inu í kringum sig fyrir leyndarmál- um sínum. Að öðrum kosti fer illa. Ragna Garðarsdóttir Allt til jólanna ♦ ♦ í Hólagarði +♦♦ JD HLAUPAHJÓL: MICRO, RAZOR, JD BUG ÖLL T0PP MERKIN í HLAUPAHJÓLUM Skeifunni 11, sími 588 9890 Með og án dempara. Svissnesk hönnun. og öflug hönnun gefa mikið burðarþol og miklu betri endingu. Þola betur öll stökk og götuæfingar. Fislétt og níðsterk hjól úr flugvélaáli. Sterkar suður af jakkafötum ío tegundir Verddæmi: Verdáður Veró nÚ Jakkaföt Jakkaföt Jakkaföt 9.995 kr. 6.996 kr. 12.995 kr. 9.096 kr. 13.995 kr. 9.796 kr. Tilboð giidir frá 14. des. -17. des. Allt vöruúrvalíð er í Kringlunni, takmarkað úrval í öðrum verslunum. HAGKAUP Meira úrvai - betri kaup Oplð tll 22.00 ðll kvöld tll jóla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.