Morgunblaðið - 14.12.2000, Page 50

Morgunblaðið - 14.12.2000, Page 50
50 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Síðasta orðið? Frœðimaður einn sagði að svartir Bandaríkjamenn vœru almennt þeirrar hyggju að repúblikanar væru að stela sigrinum og líkti ástandinu við tifandi atómsprengju. Þótt A1 Gore gæti haldið áfram að áfrýja til ei- lífðamóns er Ijóst að honum myndi aldrei takast að knýja fram sigur í fenjunum í Flórída. Þótt í raun sé ljóst að hann hafi fengið fleiri atkvæði hvort sem litið er til Bandaríkjanna allra eða aðeins til Flórída er útilokað að hann fái inni í Hvíta húsinu næsta kjör- tímabil þótt hann þræddi öll elli- heimili ríkisins. Gore fékk um 300 þúsund fleiri atkvæði en George Bush á lands- vísu í kosningunum. Samkvæmt síðustu tölum frá Flórída hefur Bush hins vegar eitthvað á milli 150 og 190 atkvæða forskot. Gore vantar aðeins þrjá kjörmenn til að verða forseti. Það munaði aðeins einu atkvæði í niðurstöðu Hæsta- réttar Banda- VIÐHORF Eftir Karl Blöndal ríkjanna að úrskurðurinn félliGoreívil. Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á en það er freistandi að halda því fram að Gore hafi kastað frá sér sigrinum í kosningabaráttunni. Hefði hann leyft Bill Clinton að tala máli sínu í Arkansas og verið aðeins dug- legri sjálfur í Tennessee, heima- ríki sínu, væru þær æfingar, sem um þessar mundir standa yfir í bandarískum réttarsölum, óþarf- ar. En eins og Maureen Dowd, dálkahöfundur The New York Times, orðaði það tókst Gore að finna um milljón undarlegar að- ferðir til að tapa. Á kosningakvöldið 8. nóvember var Gore í upphafi lýstur sig- urvegari í Flórída og töldu stuðn- ingsmenn hans um tíma að hann hefði haft betur í kosningunum. Síðan komust sjónvarpsstöðv- amar að því að of mjóu munaði til að hægt væri að segja til um það fyrir víst hvor hefði unnið. Næst var Bush lýstur sigurvegari en um það leyti sem Gore hugðist stíga fram og játa sig sigraðan var hann upplýstur um að aðeins munaði nokkur hundruð atkvæðum í Flór- ída þannig að endurtalning færi sjálfkrafa íram. Síðan hafa lögfræðingar og dómstólar haft nóg fyrir stafni. Um leið hefur ýmislegt komið fram um kosningafyrirkomulagið í Flórída sem hefur gert Banda- rílgamenn að aðhlátursefni út- lendinga og taka það margir nærri sér. Einn fagnaði því þó að á með- an Rússar næðu í skriðdrekana þegar úrslit kosninga væru tvísýn og á Haiti væru sveðjumar dregn- ar fram létu Bandaríkjamenn sér nægja að kalla til lögfræðingana. Mismunandi talningaraðferðir era viðhafðar í Flórída. Mun ná- kvæmari aðferðir virðast hafa ver- ið notaðar þar sem Bush naut meiri stuðnings en Gore. Þar er talið með tölvu og komu aðeins 0,3% atkvæða þannig út úr taln- ingu að ekki hefði verið tekin af- staða í forsetakosningunum. Þetta átti hins vegar við um 1,6% at- kvæða þar sem atkvæðaseðlar vora gataðir og notaðar 40 ára gamlar „Votomatic" vélar til að telja. Þar sem þessi aðferð var notuð býr rúmur meirihluti svartra í Flórída en rúmlega 90% þeirra studdu Gore. Að auki lenti fólk í ýmsum öðram hremmingum þegar það hugðist kjósa. Sums staðar var til dæmis hægt að nota tölvu til að fletta upp í gagna- banka þegar kjósandi var ekki á listum starfsmanna á kjörstað og þar var strax hægt að leiðrétta mistök. Annars staðar vora engar tölvur og þurfti að nota símann og þar var oftar en ekki á tali þegar átti að staðfesta að kjósandi væri skráður, oft svo klukkutímum skipti og urðu margir frá að hverfa. Þá hafa margir reiðst yfir því að átta þúsund kjósendur vora fyrir slysni strikaðir út af kjör- skrám fyrir að vera á sakaskrá. í Ijós kom að afbrot þeirra áttu ekki að leiða til þess að þeir yrðu svipt- ir atkvæðarétti. Leidd hafa verið rök að því að þessir þættir þýði í raun að kjós- endum hafi verið mismunað eftir kynþætti og í gær gekk blökku- mannaleiðtoginn Jesse Jackson svo langt að segja að úrskurður Hæstaréttar bæri kynþáttamis- rétti vitni. Fræðimaður einn sagði í samtali við fréttastofuna AFP að svartir Bandaríkjamenn væra al- mennt þeirrar hyggju að repúblik- anar væra að stela sigrinum og líkti ástandinu við tifandi atóm- sprengju. Jackson og fleiri hafa haldið því fram að í Flórída hafi allt verið gert til þess að koma í veg fyrir að svartir í Flórída kæm- ust í kjörklefana. Það er undarlegt að tilraunir Gores til að knýja fram sigur skuli vera stimplaðar sem umleitanir örvæntingarfulls manns sem einskis lætur ófreistað til að kom- ast í forsetastól á meðan ljóst er að Bush er engu minna bíræfinn. Það er eiginlega með ólíkindum að frambjóðandi í kosningum í Bandaríkjunum skuli byggja mál- flutning sinn á því að ekki eigi að telja öll atkvæði til að komast að niðurstöðu um hver sé hinn eig- inlegi sigurvegari og komast upp með það. í raun má segja að frambjóð- endumir hafi sýnt sína réttu hlið eftir að kosningamar voru af- staðnar og þeir gátu ráðist grímu- lausir í valdabaráttuna án þess að hafa áhyggjur af skoðunum kjós- enda og afstöðu því að þeir vora búnir að kjósa. Þetta hefur öragg- lega verið léttir iyrir þá Bush og Gore eftir að hafa þurft að hegða sér í samræmi við skoðanakann- anir svo mánuðum skipti en hvort það mun hjálpa þeim þeirra sem sest í forsetastólinn er annað mál. Gore myndi fá dýróða repúblikana gegn sér á þingi en möguleikar hans era nú svo hverfandi að hann þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Þegar þetta er skrifað var yfirlýsingar Gores eftir dóm Hæstaréttar beðið. Bush mun fyrst þurfa að sætta hinar ólíku fylkingar í eigin flokki áður en hann getur farið að hugsa um að fá repúblikana og demókrata til að sitja sáttir saman. Síðasta orðið hefur hins vegar ekki verið sagt um þessar kosningar og má búast við miklu kapphlaupi fræðimanna og stjómmálaskýrenda um að koma sem íyrst út á bók frásögn- um af tvísýnustu kosningum og ólíkindalegasta eftirmála forseta- kosninga í Bandaríkjunum frá 1888. KRISTÍN SOFFÍA JÓNSDÓTTIR + Kristín Soffía Jónsdóttir fædd- ist að Gilsfjarðar- brekku 14. nóvem- ber 1909. Hún lést á Landakoti 3. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Theódórs- son og Elín Magnús- dóttir. Kristin var þriðja elst átta systk- ina. Eftirlifandi eru Kornelíus, Ragn- heiður, Kristrún og Anna. Kristín Soffia gift- ist 29. september 1935 Pétri Pét- urssyni frá Miðdal í Kjós, f. 10. mars 1895, d. 14. júlí 1986. For- Það var komið fram yfir miðnætti þennan fallega laugardag og við hjónin voram á heimleið og ákváðum að koma við á sjúkrahúsinu hjá ömmu en við voram búin að dvelja þar að hluta til yfir daginn. Á stof- unni hennar var ró og friður og stuttu eftir að við komum þangað kom Drottinn og tók hana heim til sín. Það er skrýtið að skrifa minn- ingarorð um hana því hún hefur allt- af verið þessi fasti punktur í tilver- unni og einhvem veginn fannst mér að hún myndi aldrei fara frá okkur, amma sem var alltaf svo frísk og hress. Þessi litla granna kona með stóra hjartað átti hug og hjarta allra sem kynntust henni og skipti þá engu á hvaða aldri viðkomandi var. Hún þreyttist aldrei á segja smá- fólkinu sögur, vinkonur mínar sem kynntust henni elskuðu hana allar og hún var sjálfsagður gestur í hvaða boði sem var. Góður vinur minn sagði að Drottinn ætti eitt sér- stakt mót á himnum og einstaka sinnum notaði hann það þegar hann skapaði fólk og amma væri mótuð í þessu móti því hún var svo sann- arlega einstök. Á leiðinni heim frá spítalanum þessa nótt streymdu fram minningarbrot frá liðnum tíma og gott að finna að það era bara til góðar minningar um ömmu. Amma átti lifandi trú á Frelsara okkar Jesú Krist og frá því ég man fyrst eftir mér í eldhúsinu hjá henni og afa í Blesugrófinni þá var hún að segja okkur frá Jesú. Þegar við gistum hjá þeim þá hófst daguiinn alltaf með lestri í Biblíunni og bæn til Guðs og svo var sungið „Blóðið þitt við, já blóðið við, barnið Guðs á hinn sanna frið, blíði Jesú mig bind hvern dag, blóðið þitt dýra við“. Fram í hugann streyma myndir frá afmælunum hennar, amma stendur við eldavél- ina og er að hita súkkulaði og var henni í mun að við vissum að þetta væri súkkulaði en ekki kakó. Eg sé fyrir mér fallegu stofuna hennar í árlegum jólaboðum á jóladag og þá reyndum við öll að komast og hún leið á milli okkar og reyndi að sinna okkur öllum. Hún var alltaf svo fin og fallega klædd og þegar ég var að sækja hana til að fara eitthvað með henni þá var vissara að fara inn og vera samferða henni út í bíl því hún fór alltaf í fínu hælaskóna sína sama hvemig viðraði. Svo keyrðum við í bæinn og ef ég sagðist fara lengri leiðina sagði hún það er bara gaman í svona skrautkeyrslu. Árið 1986 keyptum við íbúð í nágrenni við hana og voram að mála og rífa niður veggfóður. Amma kom gangandi til okkar með kaffi og með því og gaf okkur. Þegar ég fór síðan að gá að því hvar hún var þá fann ég hana inni í svefnherbergi með veskið sitt á hendinni í fínum kjól en með máln- ingarsköfu í hinni hendinni að skafa veggfóður. Svona var hún, gat aldrei verið aðgerðarlaus. Ung að áram gekk hún til liðs við Hvítasunnu- kirkjuna og alla tíð var hún virkur meðlimur þar. Hún eyddi nokkram klukkutímum á dag í bæn til Drott- ins íyrir öllu fólkinu sínu og bað hún fyrir okkur einu og sérhverju, ásamt mökum okkar og bömum með nafni og hennar heitasta þrá var að fólkið hennar gerði Jesú að leiðtoga sínum. Það var dýrmætt að vita til þess að eldrar hans voru Margrét Benjamíns- dóttir og Pétur Árnason. Börn þeirra, Trausti, Pét- ur Kristinn, Eli'n, Esther, Sara Rut lát- in, Ruth og María. Barnabörnin eru 24 og langömmubörnin eru 53. Börn Péturs af fyrra hjónabandi, Jón, Hallgrímur lát- inn, Guðfinna Lea látin, Þorbjörn og Sigríður. Útför Kristínar Soffíu fer fram frá Fíladelfíu- kirkjunni f dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. hún bað og bænaskarðið sem hefur myndast verður vandfyllt. Fyrir 11 áram eignuðumst við hjónin lifandi trú á Jesú Krist og þá fjölgaði ferð- um okkar í Vesturbergið til hennar og bænastundir með henni eru dýr- mætar minningar sem era geymdar í huga okkar um ókomin ár. Hún var hrein og sönn í trú sinni á Jesú og kenndi okkur meira með lífi sínu og framkomu en margir aðrir með stórum orðum. Fyrir stuttu heim- sótti ég hana og hún bað mig að lesa fyrir sig uppáhaldssálminn sinn og læt ég hann fylgja hér með. Drottinn er minn hirðir mig mun ekkert bresta. A grænum grundum iætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem égmánæðisrjóta. Hann hressir sál mína, ieiðir mig um réttan veg, fyrir sakir nafns síns jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínuin, þú smyrð höfúð mitt með olíu. Bikar minn er barmafullur. Já gæfa og náð fylgja mér, alla ævi daga mína. Og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Davíðssálmur 23.) Daginn eftir andlát hennar var ég sem oftar á samkomu í kirkjunni okkar og þegar sunginn var kórinn „Ég vil koma og kijúpa við fætur þína“ þá var ekki laust við að þakk- lætistár læddust niður kinnarnar því ég vissi að hún hafði hitt Jesú sem hún elskaði af öllu hjarta. Hún hefur fullnað skeiðið, varðveitt trúna og henni er geymdur sigursveigur á himnum. Við drúpum höfði í dag með virð- ingu og þakklæti og heiðram minn- ingu merkrar konu sem sett hefur mark á allt samferðafólk sitt með kærleika sínum og öllu fasi. Elsku mamma, María, Dúdda, Esther, Sigga, Pétur, Trausti, tengdabörn og allt annað frændfólk, Guð styrki okkur öll og nú er það okkar að skipa okkur í skarðið sem hún lætur eftir sig. Drottinn blessi minningu ömmu minnar, Kristínar Soffíu Jónsdóttur. Erla Birgisdóttir. Mikill leiðtogi og fyrirmynd er nú horfin heim. Ég bæði samgleðst henni innilega og sakna hennar sárt. Hún amma mín var mér í öllu góð, trúfastur vinur og virkileg fyrir- mynd. Það er eðlis- og stigsmunur á vini og ástvini. Hún amma var ástvinur. Fátæk- leg orð fá ekki lýst hversu mikils virði hún var mér eða hversu stórt skarð mér finnst vera höggvið í vina- hóp minn. Ég á henni svo mikið að þakka að ég get illa komið orðum að því. Fyrir utan vináttu hennar á ég henni líf mitt að launa bæði í and- legum og veraldlegum skilningi. Persónuleiki ömmu var einstak- lega heilsteyptur og sterkur. Strax í æsku hafði það mikil áhrif á mig að finna að það var samhengi milli þess sem hún sagði og þess sem hún gerði. Hún var í öllum hlutum trú- verðug. Þessi eiginleiki hennar gerði hana að leiðtoga og fyrirmynd fyrir það fólk sem kynntist henni. Þar að auki hafði hún hjartalag sem gerði það að verkum að fjöldi fólks fann hjá henni athvarf, huggun og upp- örvun. Hún var sem segull á þá sem minna máttu sín. Skilnaðarstundin er sár en gefur jafnframt tilefni til íhugunar. Það er vert að íhuga hversu lífið er stutt, hversu dauðinn er viss og hversu ei- lífðin er löng. Sem brennandi kristin og biblíufróð skildi amma öðram fremur sannindi þessara hluta. Ömmu var það svo Ijóst að eilífðin er löng og það er alls ekki sama hvar maður eyðir henni. Hennar heitasta ósk og stærsti draumur var að allt hennar fólk tæki afstöðu með Jesú Kristi, þannig að hún, í fyllingu tím- ans, mundi fá endurfundi með okkur öllum á himnum. Hún bar óskir sín- ar fram fyrir Himnaföðurinn og fékk fyrirheitið um að óskir hennar munu verða uppfylltar. Sem sannur leið- togi vissi amma að draumur hennar mundi að öllum líkindum ekki ræt- ast að fullu fyrr en dagar hennar væra taldir. Það hindraði hana þó ekki í að biðja ótrauð og viðstöðu- laust fyrir öllu sínu fólki og ég veit að í boðhlaupi kynslóðanna rétti hún næstu kynslóð það bænakefli, löngu áður en hún dó. Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir þann arf sem þú hefur eftirlátið okkur. Góður Guð blessi minningu þína og styrki alla þá sem sakna þín og syrgja. Olafur. í dag kveðjum við stóra og mikla konu í litlum líkama. Og maður spyr sig, hvernig kveðjuorð er hægt að skrifa um konu, sem í öllu var svo fullkomin, svo góð og svo frábær að manni fannst framan af ævinni að hún væri jafnvel yfir það hafin að deyja. Manni fannst að hún yrði allt- af til staðar og tækifærin til að kíkja til hennar myndu aldrei úr greipum renna. En aðfaranótt sunnudagsins þriðja desember dró hún sinn síð- asta andardrátt, sem hugsanlega var samkvæmt þeirri von sem hún átti í trú sinni á Jesú Krist, jafn- framt hennar fyrsti í nýju heim- kynnunum, svo friðsæl var kveðju- stundin. Enda segir í Jóhannesar- guðspjalli: „Jesús mælti: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.“ Þessu trúði hún amma. Trúin á Jesú Krist var henni mikilvæg, enda sú arfleifð sem var henni hvað mikilvægust að fólkið sitt eignaðist. Hún setti mark sitt á líf mitt með bænum sínum, framkomu og með þeirri fyrirmynd sem hún okkur öllum var. Inn í mína fyrstu biblíu skrifaði hún orðin úr annari Samúelsbók, „Já, allt sem verður mér til heilla og gleði, skyldi hann ekki veita því vöxt?“ Þetta vora væntingarnar hennar ömmu. Þessi trú smitaði allt hennar líf og líf margra í kringum hana. Og þar sem hún gat lagt þessu markmiði lið, sló hún hvergi af. Alla vega vora sam- skipti mín við hana ömmu bergmál þessara orða. Þau voru mér sann- arlega til heilla og gleði. Það blasir við að kveðjuorðin verða alltaf fá- tækleg í samanburði við þau gæði sem maður naut hjá henni ömmu. En minningarnar streyma fram eins og óteljandi litlir hnútar á afar löngu bandi. Þær elstu eru úr Blesunni eins og gamla heimilið þeirra gjam- an var gjarnan kallað, þar sem amma var að segja honum afa að vera ekki að æsa okkur bamabörnin upp. En gleðistundirnar þar vora margar og þeim verða ekki gerð skil hér og nú. Seinni árin sín var hún í Vesturberginu og þar var alltaf notalegt að koma við. Kærleikur hennar var sérstakur, djúpur og hreinn og maður fann að móttökur hennar voru ekkert kurteisishjal. Gleðin sem mætti manni var einlæg og heiðarleg eins og allt hennar líf. En minningamar era margar, og til dæmis vora mjólk og jólakaka ein- kunnarorðin í gegnum menntaskóla- árin þegar maður kom svangur til ömmu og gerði góð skil nýjasta bakstrinum hennar, sem og öðra góðgæti sem fram var borið. „Klár- aðu nú matinn, elskan mín, svo það sé hægt að vaska upp,“ sagði hún svo oft og bætti svo stundum við, „þarftu ekki aðeins að ná af þér, elskan mín“. Svona var hún hrein og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.