Morgunblaðið - 14.12.2000, Side 54
0*54 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
JONINA BJORK
VILHJÁLMSDÓTTIR
+ Jónina Björk Vil-
hjálmsdóttir
fæddist í Hafnarfírði
14. ágúst 1970. Hún
lést á Grensásdeild
Landspitalans í Foss-
vogi 2. desember síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Fossvogskirkju 12.
desember.
Nú ertu farin frá
okkur, elsku Nína mín.
Mér finnst ég vera svo
tóm því ég skil engan
veginn tilgang Guðs
með að leggja allt þetta á eina fjöl-
skyldu. Ég held að engin fjölskylda
hafi þurft að fara eins oft í jarðarfar-
ir og við. Því miður er nú komið að
þér. Ég reyni að hugga
mig við það að þú sért
komin til móðiu- okkar
og allra hinna. Það er
stór hópur sem tekur á
móti þér með opnum
örmum því það eru
fleiri farnir yfir móð-
una miklu en eru á lífi.
Helgina áður en þú lést
eyddum við saman
örugglega hamingju-
samasta degi lífs þíns.
Sjálfan brúðkaupsdag-
inn þinn. Þú gekkst að
eiga hann Steina þinn
sem þú dáðir meira en
allt. Eg vildi óska þess að þú hefðir
fengið að njóta þess aðeins lengur.
Elsku Nína, ég get ekki gleymt
þeim örlagaríka degi í maí síðastliðn-
um þegar þú hringdir í mig og vildir
spjalla sem við gerðum reglulega. Þú
varst bara hress. Það vildi svo til að
þú hittir á matartíma hjá mér og ég
spurði þig hvort ég mætti hringja
aftur þegar ég væri búin að borða og
svæfa krakkana. Þú sagðir ekkert
mál. Ég hringdi stuttu seinna og við
byrjuðum að spjalla. Allt í einu
varstu eitthvað skrýtin og ég spurði
þig hvort ekki væri allt í lagi. Þú
byrjaðir að tala þannig að ég skildi
ekki hvað þú varst að reyna að segja
mér. Ég þekkti þennan talsmáta af
reynslu. Þá rann sú hræðilega stað-
reynd fyrir mér að þú varst ekki
heilbrigð. Að ég væri að missa þig
líka. Þetta var mikið áfall því ég
bjóst alltaf við að þú værir heilbrigð
eins og ég og Daði. Því miður fór það
ekki þannig. Þú stóðst þig svo vel
þrátt fyrir vitneskjuna um það að þú
værir að deyja. Það væri bara spurn-
ing um tíma. Þú náðir að rífa þig upp
og varst farin að lifa nánast eðlilegu
lífi aftur. Þá kom annað áfallið í
haust og þú byrjaðir að gefast upp.
Viljinn skilaði sér samt aftur og þú
byxjaðir á fullum ki-afti að nýju. Þú
náðir aftur mjög góðum árangri og
þú ætlaðir þér að útskrifast af
Grensásdeild tveimur vikum fyrir
jól. En í staðinn sitjum við nú og
horfum á eftir þér með söknuði yfir
móðuna miklu. Föstudagsmorgun-
inn 1. desember fékkstu blæðinguna
sem dró þig loks til dauða að morgni
2. desember. Ég kom til þín þegar þú
varst nýlátin. Þú varst svo falleg og
það var svo mikill friður yfir þér.
Hefði viljað vera hjá þér þegar þú
kvaddir þennan heim. Én var of sein.
Ég hafði setið hjá þór lengi deginum
áður og ætlaði að koma aftur í há-
deginu þegar ég hefði fengið pössun
fyrir krakkana. Það var því miður of
seint. Ég bið til Guðs að gæta þín og
allra hinna. Ég veit að við munum
hittast öll að nýju.
Elsku Steini minn, hugur minn er
líka hjá þér. Ég vil þakka þér fyrir
að hafa gert systur mína svona ham-
ingjusama. Þið áttuð saman 10 falleg
og góð ár. Hún elskaði þig meira en
allt. Þú stóðst þig eins og hetja við
hlið hennar gegnum þennan erfiða
tíma og ég er þér mjög þakklát fyrir
það. Megi guð vera með þér líka og
eins öðrum ástvinum.
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá aftur hug þinn, og þú munt
sjá, að þú grætur vegna þess, sem
var gleði þín.“ (Spámaðurinn Kahlil
Gibran).
Kveð þig nú að sinni, elsku Nína
mín.
Þín systir,
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir.
Elsku Nína mín, þinni erfiðu sjúk-
dómsgöngu er nú lokið og þú um-
kringd mörgum ástvinum sem hafa
farið úr sama hræðilega sjúkdómi.
Þið skiljið eftir ykkur mikið skarð og
tómarúm í hjarta okkar hinna sem
eftir sitja og hef ég þá einu ósk að
ykkur líður betur. Það er dapurlegt
og nær ógerlegt að þurfa að sætta
sig við að nánast allir fjölskyldumeð-
limir þessarar áður stóru ættar séu
ATVIIMIMU-
AUGLÝSINGAR
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur annast heilbrigðis-, matvæia- og um-
hverfiseftirlit í lögsagnarumdæmi Reykjavíkurborgar. Heilbrigðiseftir-
litið býður upp á krefjandi og áhugaverð viðfangsefni. Starfsmenn
eru 21 talsins með fjölbreytta menntun og reynslu að baki.
v Auglýstar eru lausar til umsóknar
tvær stöður
heilbrigðisfulltrúa
á heilbrigðissviði
Starf og ábyrgðarsvið:
• Eftirlit með húsnæði og hollustuháttum í
ýmsum fyrirtækjum og stofnunum, sem
veita almenningi þjónustu.
• Eftirlit með efnavöru.
• Skráning og skýrslugerð.
• Sýnataka og mælingar.
• Sinna kvörtunum og annast fræðslu
á heilbrigðissviði
• Geti verið staðgengill sviðstjóra eftir þvi sem
sviðstjóri ákveður.
• Sinna öðrum verkefnum, samkvæmt gild-
andi starfslýsingu fyrir heilbrigðisfulltrúa
á heilbrigðissviði.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf í heilbrigðis- og umhverfiseftir-
liti, skyldum greinum eða önnur sambæriieg
menntun.
• Þekking á sviði efnafræði, örverufræði og
byggingartækni æskileg.
• Þekking á reglum um meðferð, flokkun,
merkingu o.fl. varðandi eiturefni og hættu-
leg efni og reynsla í eftirliti með þeim.
• Stjórnunarreynsla ásamt reynslu af
heilbrigðisefti rliti.
• Vera sjálfstæður og skipulagður í starfi, hafa
góða framkomu, eiga auðvelt með að starfa
með öðrum og tjá sig í töluðu og rituðu
máli.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í janúar
nk.
Nánari upplýsingar veitir Örn Sigurðsson eða
Rósa Magnúsdóttir hjá Heilbrigðiseftirliti Reykja-
víkur, Suðurlandsbraut 14, sími 588 3022.
A Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknirtil
Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, merktar:
„Heilbrigðisfulltrúi á heilbrigðissviði", fyrir
28. desember nk.
Athygli er vakin á því, að það er stefna borgar-
yfirvalda að auka hlut kvenna í stjórnunar-
og ábyrgðarstöðum á vegum borgarinnar,
* stofnana hennar og fyrirtækja.
AUGLY5INGA
Allianz (íli) ísland hf
Söluumboö.
Við leitum
að sölumönnum!
Allianz ísland hf. söluumboð, sem er sölu-
umboð fyrir stærsta tryggingafélag f
heimi, óskar eftir að ráða sölumenn vegna
sölu á eftirfarandi fjármálatengdum trygg-
ingum.
Barnatryggingum.
Söfnunarlíftryggingum með ævilífeyri.
Slysatryggingum með endurgreiddu iðgjaldi.
Hópslysatryggingum.
Verkefni sölumannsins eru sala og kynning
á vörum og lausnum til handa einstaklingum
og fyrirtækjum, ásamt því að taka þátt í upp-
byggingu og stefnumótun fyrirtækisins.
Starfið krefst þess að sölumaðurinn hafi frum-
kvæði og sé óhræddur við að sækja út á
markaðinn. Hann þarf einnig að vera skipu-
lagður og geta starfað að hluta til sjálfstætt.
Krafa er gerð um að viðkomandi eigi mjög auð-
velt með að umgangast annað fólk og sé já-
kvæður og hress í bragði. Góð árangurstengd
laun í boði fyrir réttan aðila.
Umsóknum, ásamt mynd, sé skilað á Höfða-
bakka 9, 6. hæð, 110 Reykjavík.
Öllum umsóknum verður svarað.
Allianz ísland hf. söluumboð,
Höfðabakka 9, 6. hæð,
110 Reykajavík.
JRnptUnDib
Blaðbera
vantar
• í Garðabæ Lundir.
afleysingar Mosfellsbæ
Upplýsingar fást í síma
569 1122
Hjá Morguntalaðinu starfa um 600 blaðberar á
höfuðborgarsvæðinu
Vélavörður
óskast á 40 tonna netabát frá Suðurnesjum.
Upplýsingar gefur Jóhann í síma 863 8310.
TILKVIMIMIMQAR
Fjármálaráðuneytið
Auglýsing
Frádráttur lífeyrisiðgjalds launamanna og
mótframlags launagreiðenda á árinu 2000
í maí sl. voru með 5. gr. laga nr. 86/2000 gerðar
þær breytingar á lögum nr. 75/1981, um tekju-
og eignarskatt, að frádráttarbært iðgjald vegna
viðbótarlífeyrissparnaðar, sbr. 5. og 6. tl. A-liðs
30 gr. laganna var hækkað úr 2% í 4% af ið-
gjaldsstofni, skv. II. kafla laga nr. 129/1997, um
skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi
lífeyrissjóða.
Það er niðurstaða fjármálaráðuneytisins á
grundvelli álits frá ríkisskattstjóra að rétturtil
frádráttar samkvæmt tilvitnuðu ákvæði skuli
miðast við 4% af öllum launatekjum ársins
2000, þó samningur hafi ekki verið gerður fyrir-
fram um viðbótarlífeyrissparnað. Þessi réttur
er þó háður þeim skilyrðum að þeir launa-
menn, sem hyggja á aukinn lífeyrissparnað,
hafi gert slíkan samning við lífeyrissjóð eða
aðila sem um ræðir í 3. mgr. 8. gr. laga nr. 129/
1997 og greitt iðgjald sitt til hans fyrir næstu
áramót.
Launagreiðandi sem ákveðurað greiða mót-
framlag vegna viðbótarlífeyrisiðgjalds starfs-
manns síns á árinu 2000, sbr. ofanritað, á rétt
á því að draga það frá tryggingagjaldi. Frádrátt-
urinn getur verið allt að 0,4% af trygginga-
gjaldstofni alls ársins, sbr. 2. gr. laga nr. 113/
1990 með áorðnum breytingum.
Landbúnaðarráðuneytið
Tollkvótar vegna
innflutnings á blómum
Með vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um fram-
leiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með
síðari breytingum, er hér með auglýst eftir um-
sóknum um tollkvóta fyrir eftirfarandi inn-
flutning:
Vara Tímabil Vörum. Verdtollur Magnt.
Tollnr. 0602.9093 Aörar pottaplöntur 01.01.- kfl % kr/kg
t.o.m. 1 m á hæð 30.06.01 3.400 30 0
0603.1009 Annars 01.01.-
(afskorin blóm) 30.06.01 7.000 30 0
Skriflegar umsóknir skulu sendar bréfleiðis
eða með símbréfi til landbúnaðarráðuneytis-
ins, Sölvhólsgötu 7,150 Reykjavík, og skulu
hafa boristfyrir kl. 15.00 þriðjudaginn 19. des-
ember 2000.
Landbúnaðarráðuneytinu,
13. desember 2000.