Morgunblaðið - 14.12.2000, Síða 60

Morgunblaðið - 14.12.2000, Síða 60
-E. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN «Ábyrgð (án ábyrgðar!) FRUMVARP til laga um ábyrgðarmenn sem nú liggm- fyrir Alþingi er dæmi um lagasmíð þegar forsjárhyggja tekur á sig sína hvim- ieiðustu mynd, þegar hún, illa ígrunduð, blandast tilraunum til vinsældakaupa á líð- andi stundu. Frum- varpið, sem hefur yfír sér réttarbótarblæ, er þegar grannt er skoðað afsprengi óvandaðra vinnubragða og ber vott um lítinn laga- Hrdbjartur skilning. í því ægir Jónatansson saman ákvæðum sem skortir lögfræðilegan grundvöll í ís- lenskri réttarskipan, eru ósamrým- anleg rótgrónum gildum og hafa ekki Abyrgðarmenn Að lögfesta aukið ábyrgðarleysi fólks á fjármálum sínum, segir Hróbjartur Jónatansson, er upphaf að ástandi sem engum er hollt, hvorki Alþingi né þjóðinni. hagnýtan tilgang. í frumvarpinu er að fínna fjölmargar grundvallar- breytingar frá núgiidandi rétti s.s. lögum um aðför, um víxia og tékka, um gjaldþrotaskipti, um inntak krö- fuábyrgðar auk grundvallarregln- anna um samningsfrelsið og skuld- bindingargildi samninga. En hinar síðastnefndu reglur eru homsteinar viðskipta og framfara í þjóðfélögum vesturlanda. Þau ákvæði frumvarpsins sem eru róttækust eru, í fyrsta lagi, að ekki megi gera fjámám í fasteign ábyrgð- armanns, ef hann á þar heimili, nema hann hafi haft hag af lántökunni! Auk heldur er ekki heimilað að krefj- ast gjaldþrotaskipta hjá ábyrgðar- manni nema kröfuhafi geri sennilegt að um sviksamlegt undanskot eigna sé að ræða. Flutningsmennimir benda á hliðstæðu í bandarískri reglu, svokallaðri „Homestead Ex- cemption", sem sögð er ganga út á að undanþiggja heimili manna við gjald- þrot. Að Alþingi leiti fyrirmyndar að réttarbótum til Bandaríkjanna er fá- títt. íslendingar hafa hingað til helst sótt fyrirmyndir á lagasviðinu til annarra vestur-Evrópuríkja og helst Norðurlandanna. Norræn samvinna og síðar EES-samningurinn hafa samræmt íslenskt og evrópskt laga- jjmhverfi og er íslensk löggjöf í íhörgu samlituð löggjöf Norðurlanda og EB. Og þá má spyrja hví ekki skuli leitað til Evrópuþjóðanna um lögjgjöf af þessu tagi? I greinargerð frumvarpsins er yf- irborðsleg útlistun á hinni banda- rísku lagareglu. Má draga þá ályktun að í Bandaríkjunum séu fasteignir al- mennt undanskildar aðfarargerðum. -JB ©læsílegt óroal jólagjafa DEMAN AHUSIÐ “ t Kringlan 4-12, sími 588 9944 Það er hins vegar nokk- ur einföldun á stað- reyndum. Reglan um „Homestead Excemp- tion“ er misjöfn eftir einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Sum- staðar gildir hún ekki (Maryland) og annars- staðar heimilar reglan undanþágu tiltekins landskika eða rétt til að frátaka tiltölulega lág- ar fjárhæðir (Ohio, Kentucky, Tennessee, 5000 dollarar). Sum- staðar er undanþágan hærri (Rhode Island 100.000 dollarar, Massachusetts 300.000 dollarar). I Flórída og Texas er hún nánast ótak- mörkuð. Alkunna er að þangað sæki vafasamir fjárglæframenn sér griða- stað. Þrátt fyrir undanþágureglu þessa er hún frávíkjanleg og almennt er samið um það í lánssamningum í Bandarílqunum að hún skuli ekki gilda. Þessi bandaríska regla er í eðli sínu eins og íslenskar reglur um íjár- námsbann og svokallaðan frátöku- rétt skuldara við fjámám. í aðfar- arlögum era ákvæði sem bæði banna fjárnám í tilteknum eignum og að undanþiggja aðrar eignir, þó að sönnu sé ekki heimilað að undan- skilja fasteignir. Til aðfararlaganna var sérstaklega vandað og var leitað til Norðurlandanna um fyrirmynd um í hvaða mæli skyldi undanþiggja eignir gerðarþola við aðför. Án vafa munu sérfróðir ráðgjafar við þá laga- smíð hafa haft yfir að ráða yfirgrips- mikilli þekkingu á því hvernig þess- um málum er háttað í ríkjum sem Islendingum er tamt að bera sig saman við. Akvæði frumvarpsins um undan- þágu heimilisfasteignar á sér ekki al- menna hliðstæðu meðal þjóða Evr- ópu, ef þá nokkra. Þai’, eins og á Islandi, gilda meginreglurnar um samningsfrelsið og skuldbindingar- gildi samninga. Ríkisvaldið skikkar fólk ekki til samningsgerðar. Mönn- um er í sjálfsvald sett hvort þeh tak- ast á hendur fjárhagsskyldu, í eigin þágu eða annarra. Löggjöf til að draga úr ábyrgð á sjálfviljugum fjár- hagsskuldbindingum hefur ekki orð- ið til enda felst í slíku mótsögn. í framvai-pinu era ákvæði sem fyr- irsjáanlega fjölga dómsmálum og raska viðskiptalífinu. Glöggt dæmi um slíkt er ákvæðið um að undan- þágan frá fjárnámi í heimili gildi ekki ef ábyrgðarmaður hefur hag af lán- tökunni. Hvenær hefur ábyrgðar- maður hag af lántöku? Hvaða mæli- kvarða á að nota? Annað dæmi yai-ðar notkun víxla og tékka. í einu vetfangi á að slá af víxillög sem gilt hafa hérlendis um mai’gra áratuga- skeið og sett vora til að samræma ís- lenska löggjöf alþjóðlegum víxil- reglum. Tilgangur víxillaga er að viðskiptakröfur geti flust milli manna með einföldum hætti í þágu viðskiptalífsins. Alþjóðlegt samræmi tryggir að slík skuldaskjöl era með- höndluð með sama hætti á Islandi og í aðildarlöndum Genfarsamþykktar- innar um víxla frá 1930. Verði fram- varpið að lögum verða íslensk víx- illög slitin úr alþjóðlegu samhengi. Sá sem fær víxil í hendur með útgef- anda og ábekingum getur á engan hátt séð hvort víxilskuldarar beri raunverulega ábyrgð eður ei. Sömu sjónarmið gilda um tékkalögin sem hafa samskonar alþjóðlega skírskot- un. Þá bannar framvarpið beinlínis stofnun ábyrgðar á framtíðarskuld s.s. með afhendingu tryggingar- bréfs. Slík höft era bein skerðing á frelsi til viðskipta. Ætla má að auknar skyldur kröfu- hafa og skorður við ábyrgðarstofnun í framvarpinu, sem og aukin áhætta við lánveitingar, kalli á hækkuð lán- tökugjöld og aukna vexti. Augljóst er að auknu útlánatapi, ef það verður raunin, verður mætt með hækkun vaxta og gjalda. Yfirlýstur tilgangur flutnings- mannanna er dæmdur til að mistak- ast. Það er barnalegt að ímynda sér að viðskiptalífið muni með lögtöku þessa framvarps falla frá venjum um tryggingar fyrir endurgreiðslu krafna. Það sem mun breytast er ein- faldlega það að þeir sem áður hefðu gengist í ábyrgð verða eftirleiðis sjálfir beinir skuldarar kröfu. Jón sem áður hefði verið ábyrgðarmaður hjá dóttur sinni yrði þá samskuldari að láni með óhefta ábyrgð á endur- greiðslunni. Flutningsmenn fram- varpsins geta svo vafalaust talað um fækkun ábyrgðarmanna. En í reynd mun ekkert hafa breyst; þörfin fyrir fjármagn verður hin sama; krafa um tryggingu fyrir efndum verður hin sama og vanskil þeirra sem eiga að borga munu verða sem fyrr. Og fjöldi þeirra sem borgar brúsann fyrir aðra mun einnig vera sá sami en þó ekki eins sýnilegur í opinberam skýrslum. í dag er fólk almennt mun meðvit- aðra um þýðingu þess að ganga í fjárhagslega ábyrgð fyrir aðra. Bankar og fjármálastofnanir hafa al- mennt tekið upp vinnubrögð sem tryggja að ábyrgðarmönnum sé ljóst hvað í skuldbindingu þeirra felst. Mikilvægt er að hafa í huga að hver og einn ber ábyrgð á sínum fjárhags- legu gjörðum, eins og öðram gjörð- um. Að lögfesta aukið ábyrgðarleysi fólks á fjármálum sínum er upphaf að ástandi sem engum er hollt, hvorki Alþingi né þjóðinni. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Allir hafi gistingu ÞEGAR fjárlaga- frumvarpið kom til af- greiðslu á Alþingi rak flesta i rogastans. Fjár- magn til félagslegs leiguhúsnæðis var ekki að finna nema fimmtíu milljónir króna. Að vísu var dágóðum upphæð- um ætlað tO lánveit- inga. Lánin eiga hins vegar að vera á mark- aðsvöxtum og allir sem til þekkja vita að slíkt gengur ekki upp. Ástandið í húsnæðis- málum er vægast sagt Ögmundur hörmulegt eftir að Jónasson félagslega húsnæðis- kerfið var eyðilagt með breyttum húsnæðislögum árið 1998. Þeim sem kaupa húsnæði er öllum gert að Húsnæðismál Þykir mönnum það boðleg stefna í húsnæðismálum, spyr Ogmundur Jónasson, „að allir hafí gistingu“? greiða markaðsvexti en húsbréfalán munu nú vera á 5,1% vöxtum auk verðbóta sem era önnur 5%. Síðan koma afföllin sem era um 10% en eins og menn muna frá síðastliðnu sumri hafa þau oft verði talsvert hærri. Af- föllin hafa þrýst verðlaginu upp á við og aukið enn á klyfjamar. En þar með er ekki öll sagan sögð - því eng- inn fær full lán samkvæmt hinu nýja kerfi og fyrir þá sem ekki hafa traust veð er ekki um annað að ræða en taka víxillán sem nú bera um 20% vexti. Það þýðir að lántakand- anum ber að greiða hvorki meira né minna en 200 þúsund krónur til bankans á ári fyrir hveija milljón tekna að láni, fjögur hundrað þúsund krónur fyrir hveija tvær milljónir. Að vísu koma vaxta- bætur til sögunnar og hjálpa þær upp á sak- imar. Eftir stendur þó sú staðreynd að efna- minni hluta þjóðarinnar er gert með öllu ókleift að eignast húsnæði. Fyrir það fólk er ekki um annað að ræða en halda út á leigumarkað. Þar fæst ekki húsnæði undir eitt þúsund krónum á hvem fermetra, 60 þúsund krónur að lágmarki fyrir litla tveggja herbergja íbúð. Þetta veldur því að fólk leitar á náðir félagsþjónustunnar, þar á með- al í Reykjavík. Þar era nú 571 á bið- lista, bæði einstaklingar og fjölskyld- ur, sumar barnmargar. Hópurinn sem um er að ræða er því miklu stærri. Hjá öðram aðilum sem veita félagsleg úrræði era ámóta biðraðir. Þetta fólk býr margt inni á ættingj- um, í saggakjölluram og óíbúðarhæfu húsnæði. Vakin var á þessu athygli í umræðu utan dagskrár fyrir fáeinum dögum. Sá ráðherra sem fer með þennan málaflokk fyrir hönd ríkis- stjómarinnar var krafinn svara og spurður um fyrirhuguð úiTæði. Þau vora engin enda kvaðst ráðherra ekki vita betur en allir hefðu gistingu. Þykir mönnum það boðleg stefna í húsnæðismálum „að allir hafi gist- ingu“? Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB. Gjörbreyttir stj órnmálaflokkar NYLEGA hef ég les- ið bókina ,,A milli vonar og ótta - Island í síðari heimsstvrjöld“ eftir Þór Whitehead, í þeirri bók kemur fram eins og raunar vitað er að Her- mann Jónasson, for- maður Framsóknar- flokksins til margra ára, var forsætisráð- herra íslands á stríðs- áranum síðustu. Fáir stjómmálamenn hafa látið jafnmikið gott af sér leiða og hann. Á stríðsáranum lifði ís- Gunnar lenska þjóðin á miklum Vigfússon örlagatímum. Þá lokað- ist alveg fyrir aðdrætti á nauðsynja- vöram til landsins og útflutning frá landinu. Það er alveg með ólíkindum hvað íslenskum samningamönnum tókst að ná góðum viðskiptasamning- um um kaup á nauðsynjavöram til landsins og útflutning frá landinu, þá reyndi mikið á hinn trausta leiðtoga Hermann Jónasson. Hann hafði reyndar mjög hæfan mann sér tíl að- stoðar, Hans G. Andersen þjóðrétt- arfræðing, en fleiri komu að málinu. Þá var Framsóknarflokkurinn nærri því stærsti flokkur á Alþingi en í dag er hann minnstur. Þegar Hermann átti í hinum vandasömu samningum við Englendinga reyndu þeir allt hvað þeir gátu til að seilast til áhrifa hér á landi, ekki síst innan fiskveiði- landhelginnar, þeir reyndu auðvitað að nota sér vanda landsmanna eins og á stóð. Nú era önnur viðhorf uppi hjá núverandi formanni Framsókn- arflokksins, hann var að viðra þá hug- mynd sína þegar hann var á ferð í Samvinnuskólanum að Bifröst að leyfa útlend- ingum að eiga með okk- ur sjávarútveginn, væntanlega fiskimiðin einnig. Halldór Ás- grímsson var sjávarút- vegsráðherra um árabil og mótaði öðrum frem- ur núverandi kvótakerfi með framseljanlegum kvóta. Það hefur orðið til þess að mjög fáum einstaklingum hefur tekist að safna til sín nær allri fiskveiðiauð- lindinni. Svo að eitt dæmi sé tekið er Sam- heiji á Akureyri skýr- asta dæmið um það. Fjölmörg sjáv- arpláss hringinn í kringum landið hafa næi-ri farið í eyði, fiskveiðiheim- Stjórnmál Fáir stjórnmálamenn hafa látið jafnmikið að sér kveða og Her- mann Jónasson, segir Gunnar Yigfússon. ildimar hafa verið seldar í burtu. Á lýðveldistímanum frá 1944 hefur önn- ur eins fjármagnstilfærsla til ríkja fjármagnseigenda aldrei átt sér stað og í tíð núverandi ríkisstjómar og skuldir heimilanna hækka jafnt og þétt, viðskiptahallinn eykst. Skuldir ríkissjóðs hækka stöðugt þrátt fyrir allar tolltekjumar af svona miklum innflutningi. Það er ég viss um að all- ar þjóðir í heiminum myndu hafa rneiri hemil á eyðslunni og sýndu meiri ábyrgð á fjármálastjóminni. Öll þessi eyðsla hjá þjóð sem bjó að mikl- um meirihluta í torfkofum fyrir svona 15-20 áratugum er mikið ábyrgðar- leysi. Alltaf getur þjóðin orðið fyrir meiriháttar áföllum, margskonar náttúruhamfarir geta dunið yfir o.fl. Þegar Margrét Thatcher var for- sætisráðherra á Englandi vora rík- isjárnbrautirnar seldar einstakling- um, við það stórfjölgaði banaslysum og öðram stórslysum á járnbrautun- um þar eins og fólk hér hefur eflaust heyrt í fréttum, svona vill það einmitt fara að hluthafarnh hyggja meira að arðinum af fjármunum þeim sem þeir leggja fram en kannske minna að við- haldi. Sama er um vatnsveitur, þær vora einkavæddar og era nú í mikilli niðurníðslu sem og fleiri fyrirtæki. Svo er að sjá sem ráðamenn hér á landi hafi orðið meira en hugfangnh, þar á ég fyrst og fremst við Davíð Oddsson ráðherra, af Margi’éti Thatcher. Hafist var fljótt handa og Síldarverksmiðjur ríkisins vora seld- ar einkaaðilum án útboðs, svo og Áburðarverksmiðja ríkisins, allt á miklu undirverði að fullyrt er, til einkaaðila til að græða á og fátt eitt er upptalið sem búið er að selja og mikið stendur til. Einkavæðingar- nefnd var sett á laggimar og trálega vildarvinur ráðherra, Hreinn Lofts- son, skipaður formaður hennar og ekki spillir að hafa einn mesta fijáls- hyggjupostula Evrópu innan seiling- ar til þess að skerpa á fijálshyggju- hugsjóninni. Höfundur er fyrrverandi smiður.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.