Morgunblaðið - 14.12.2000, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 14.12.2000, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 75 ^ FRÉTTIR Opið bréf Sex bókmenntafræðingar hafa sent menn- ingarmálanefnd Alþingis opið bréf þar sem þeir lýsa furðu sinni á því að Svava Jak- obsdóttir skuli ekki vera í hópi þeirra lista- manna sem bættust í heiðurslaunaflokk á dögunum. Fer bréf þeirra hér á eftir. OPIÐ bréf til menningarmála- nefndar Alþingis. „Það var ánægjulegt að lesa í helgarblöðunum að tíu nýjum lista- mönnum hefði verið bætt í þann flokk sem fær heiðurslaun frá Al- þingi íslendinga. Við óskum hinum tíu nýju heiðurslaunaþegum til hamingju, þeir eiga allan heiður skilinn og við gagnrýnum ekki val þeirra. Við viljum hins vegar lýsa furðu okkar á því að Svava Jak- obsdóttir skuli ennþá ekki vera á meðal þeirra sem heiðraðir eru á þennan hátt. Þessi yfírsjón menn- ingarmálanefndar Alþingis er óskiljanleg. Svava Jakobsdóttir hef- ur í áraraðir staðið í fremstu röð ís- lenskra rithöfunda. Hún er frum- kvöðull á margan hátt. Með verkum sínum hefur hún lokið upp nýjum sköpunarleiðum og jafnframt sýnt öðrum kvenhöfundum hvers þeir eru megnugir, og hún átti ásamt þeim Thor Vilhjálmssyni og Guð- bergi Bergssyni (sem báðir njóta heiðurslauna verðskuldað) hvað mestan þátt í að ryðja módernism- anum braut í íslenskri sagnalist. I nóvember síðastliðnum hélt Félag íslenskra fræða málþing í til- efni af sjötugsafmæli Svövu. Við það tilefni afhenti Svava Lands- bókasafni íslands - Háskólabóka- safni handrit sín til varðveislu. Við sem ritum undir þetta bréf stóðum að málþinginu og héldum þar fyr- irlestra um höfundarverk Svövu og við teljum það óumdeilanlegt að Svava Jakobsdóttir sé einn af okkar fremstu listamönnum. Við viljum beina þeirri ósk okkar til menning- armálanefndar að nefndin stuðli að því að Svövu Jakobsdóttur verði bætt í þann hóp íslenskra lista- manna sem njóta heiðurslauna Al- þingis. Tilefnið er ærið og ekki síst finnst okkur það við hæfi að heiðra Svövu á þennan hátt á sjötugs- afmæli hennar. Virðingarfyllst," Armann Jakobsson, fonnaður Félags íslenskra fræða. Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntaíræði við Há- skóla Islands. Birna Bjarnadóttir, doktorsnemi í íslenskum bókmenntum. Dagný Kristjánsdóttir, dósent í íslenskum bókmenntum. Pétur Már Ólafsson, bókmennta- fræðingur og útgáfustjóri Vöku- Helgafells. Soffia Auður Birgisdóttir, bók- menntafræðingur og stundakennari við Háskóla íslands. Jólaskórnir fyrir herrann Teg. 1056 Stærðir 41 -46 Litur: Svartur Verð 5.995 Teg. 1062 Stærðir 41-46 Litur: Svartur Verð 6.995 Stærðir 41-46 Litur: Svartur Verð 5.995 DOMUS MEDICA við Snorrabraut Sími 551 8519 STEINAR WMGE SKÓVERSLUN KRINGLAN Kringlunni 8-12 Sími 568 9212 4 AUGLYSINGADEILD Simi: 569 1111, Bréfsími: 569 1110 Netfang: augl@mbl.is ýj) mbl.is EtTTHVAtJ riÝTT- Vantar þig skrifstofuhúsnæði með útsýni? Skúlagata 51 - Til leigu Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll ehf. Traust fasteignafélag sem sérhæfir sig í útleigu atvinnuhúsnæðis. Símar 562 3585 og 892 0160 FASTEIGNASALA Sími 595 9000 mmm mpmi Þetta landsþekkta hús er til leigu í mismunandi stórum einingum, allt frá 210 fm til 450 fm. Maibikuð bílastæði. Stór hluti af húsinu er til afhendingar nú þegar. Eignin hefur sterkt auglýsingagildi og liggur við allar helstu umferðaræðar borgarinnar. Húsið er byggt á súlum og því auðvelt að breyta skipulagi innandyra og aðlaga það nákvæmlega að þínum þörfum. Viltu vita meira ? ‘s
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.