Morgunblaðið - 14.12.2000, Page 84

Morgunblaðið - 14.12.2000, Page 84
84 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Hekla Dögg Jónsdóttir í Gallerí@hlemmur.is Samanbrotið snjóhús Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hekla Dögg viÖ verkið Þú ert hér. Nú stendur yfír sýn- ing Heklu Daggar Jónsdóttur í Gall- erí@hlemmur.is. Unnar Jónasson Juitti hana í galleríinu og fékk að vita ým- islegt um sýninguna. HEKLA útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Islands 1994 og fór þá beint til Þýskalands þar sem hún var gestanemandi við AJcademíuna í Frankfurt. Hún segir tímann þar hafa verið mjög góðan til að átta sig á myndlist því í Þýskalandi voru enda- lausar stórar samsýningar, þar er allt umhverfi mjög listvænt, bankar og aðrar stofnanir styðja mjög vel 'við bakið á ungum myndlistarmönn- um og gefa þeim jafnframt ákveðið listrænt frelsi. Raunverulegur „Fame“-skóli „Eftir námið í Þýskalandi var ég samt ákveðin að fara ekki í meira nám þar og ákvað heldur að reyna eitthvað allt annað. Ég sótti um tvo skóla í Los Angeles bæði Cal Art og Art Center en þeir gerðu báðir kröfu um að ég tæki ákveðið fornám vegna þess að þótt að ég hefði á bakinu •meira en fimm ára listnám hafði ég aldrei fengið neina prófgráðu. Helsta ástæðan fyrir því var að skól- inn hérna heima var ekki kominn á háskólastig og því ekki tekinn gildur sem framhaldsnám í myndlist. Ég valdi fljótt Cal Art en hann er svona háfgerður „Fame“-skóli sem ég hélt að væri bara til sem algjört plat í sjónvarpinu. Þama var hann alveg 100% raunveruleiki, fólk að dansa á ganginum, söngvarar að fara með tónskala og flautuleikarar að æfa sig í mötuneytinu. Það tók mig nokkra mánuði að lenda eftir að ég kom þvi þetta var allt eitthvað svo ótrúlegt og ólikt því sem maður á að venjast frá Evrópu.“ Fólk verður að slaka á Hekla segir öll verkin á sýningu sinni í Gallerí Hlemmi tengjast ein- hvers staðar inni höfðinu á sér en áhorfandinn verði þó að komast að sínum eigin tengingum - skilningur fólks á verkunum þurfi ekkert að vera á einn veg: „Oft nota ég einfalda sjónræna hluti þannig að það er auð- velt fyrir hvem sem er að stíga inn á sýninguna þar sem ég er t.d. með snjóhús úr pappír, ljósmynd og svo hnött með texta sem fólk getur séð sjálfan sig í. Verkin heita mjög ein- földum lýsandi nöfnum „Laufblað á handlegg", „Snjóhús“ og „Þú ert hér“. Eg hef líka verið að vinna að einhverju leyti með klisjur en þegar maður vinnur með klisjur sem eru nálægt manni, gerist það oft að fólk spólar í þeim en sleppir öllum hinum atriðunum sem skipta jafnmiklu máli í sýningunni. Ein af þessum klisjum sem em vinsælar núna er „samruni" og þessa sýningu er kannski að ein- hverju leyti hægt að flokka þannig, ef fólk vill flokka á annað borð. Eitt- hvert sambland af austri og norðri, Japan og Grænlandi. Ég veit að þetta verk myndi alveg falla inní „steríótýpuna“ um mig sem íslend- ing ef ég væri í LA. Það væri hægt að sjá það sem verk eftir íslending en það er mjög vinsæl flokkunaraðferð núna að flokka myndlistina eftir upp- mna og þjóðerni manns.“ Heklu finnst myndmál sitt þó ekk- ert sérlega íslenskt heldur fremur það sem er að gerast í hausnum á sér: „Ég held líka að fólk verði að slaka aðeins meira á gagnvart mynd- list og líka gagnvart lífinu því annars gerist lítið.“ Golf og list Hekla útskrifaðist frá skólanum í LA fyrir um ári og hélt þá lokasýn- ingu í galleríi í skólanum. Á útskrift- arsýningunni frá Cal Art sýndi hún bleika golfkúlu sem á stóð Flying Lady 1 og frá kúlunni kom „him- neskur" söngur. „Verkið virkaði þannig að söngurinn heyrðist úr fjarlægð frá einum vegg sýningar- innar,“ skýrir Hekla nánar, „en þeg- ar nær var litið kom í Ijós að hann barst frá þessari ótrúlega neon- bleiku golfkúlu. Söngurinn var ekk- ert mjög hár og þegar fólk kom á sýninguna varð það hálfpartinn að leita að verkinu en heyrði bara í fyrstu ópem sem margir þekkja sem er „Söngur kattanna" eftir Rossini sem barst frá kúlunni. Þó svo að sýn- ingin hafi verið mjög einföld hafði hún samt mikil áhrif á fólk og margir sem í fyrstu fannst lítið vera að sjá Viltu alþjóðlega menntun? Meiri víðsýni? Meira sjálfstraust? Ertu á aldrinum 15 - 18 ára? Erum að taka á móti umsóknum til fjölmargra landa með brottför júní - september 2001. Ársdvöl, hálfsársdvöl og sumardvöl. AFS á fslandl Ingólfsstræti 3 | 2. hæð | sími Alþjóðleg fræðsla og samskipti 552 5450 | www.afs.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá sýningunni í Gallerí@hlemmur.is, en þar er allt fullt af pappírssnjóhúsi. Verkið Flying Lady 1. Frá kúlunni barst mjálmandi óperusöngur. komu út skælbrosandi og ánægðir. Mér finnst tilfinningin oft vera í efn- inu, t.d. á þessari sýningu í golfkúl- unni, og vil ekki að það sé að segja of mikið. Hugmyndir eru meira eitt- hvað sem eru hluti af manni sjálfum en ekki eitthvað sem þarfnast frek- ari útskýringar. Yfirleitt vinn ég Mtið útfrá hugmynd en frekar útfrá efni og efniskennd og ég leyfi fólki frekar að flokka mig eins og það vill. Það kom líka einu sinni upp í umræðu í skólanum að hugmyndaheimur minn væri eins og ormur sem borðaði end- ann á sjálfum sér og snerist þannig um sjálfan sig og nærðist á sjálfum sér.“ Sýning Heklu er opin til 7. janúar, fimmtudaga til sunnudaga, frá kl: 14:00-18:00. Einnig er hægt að kíkja á heimasíðu gallerísins www.hlemm- ur.is Finn innri frið TONLIST Geisladiskur IT’S A BEAUTIFUL DAY It’s A Beautiful Day, geisladiskur Elias sem er listamannsnafn Elias- ar Hauks Snorrasonar. Elfas syng- ur og spilar á kassagítar en honum til fulltingis eru þeir Björn Nord- stedt (raf- og kassagítar, bongó- trommur og ásláttur), Petur Mog- ensen (bassi) og Henrik Pilqvist (trommur og rafgítar). Öll lög og textar eru eftir Elfas Hauk Snorra- son fyrir utan textann við „Cosmos" sem hann á í félagi við Pia Pilotte. Hljóðblöndun og hljómjöfnun var í höndum Daniels Veres. 51,51 mfn. Elías gefur sjálfur út. GEISLADISKAÚTGÁFA hér- lendis virðist vera annaðhvort í ökkla eða eyra um þessar mundir. Við sjáum mikið af diskum sem út koma á vegum stóra útgáfufyrir- tækjanna, sem reyndar er hægt að telja á einum fingri, en þær útgáfur njóta jafnan öi-uggs skjóls, fjár- hagslega sem markaðslega, og þá oft, en ekki alltaf, á kostnað hst- ræns gildis. Og síðan eru það diskarnir sem kostaðir eru af listamönnunum sjálfum. Diskar sem einkennast ein- att af 100% einlægni og skeyting- arleysi gagnvart því hvað markaðin- um finnst um tiltækið. Og oft, en ekki alltaf, er þetta sköpunarþránni, og þar með hlustandanum, í hag. Hjómdiskur Eliasar, It’s A Beautiful Day, er prýðisdæmi um farsælt og vel heppnað einyrkj- astarf af þessu taginu. Elías þessi hefur verið búsettur í Noregi síð- astliðin fjögur ár, hvar hann hefur lagt stund á hugleiðslu og önnur andans mál. Maður fer heldur ekki varhluta af því við hlustun. Lífs- afstaða Elíasar er hér yfir um og allt í kring í orðsins fyllstu merk- ingu. Einlægnin hér er yfirgnæfandi og er hún meginstyrkur disksins, en um leið mætti segja að hún væri stærsti agnúinn. Textarnir eru t.d. afar klisjukenndir þótt enginn vafi leiki á að því að Elías meini hvert orð af því sem hann segir. Elías syngur jafnt á ensku, sænsku sem íslensku og hér er nóg af vandræða- lega innilegum setningum á öllum málum. „You are so beautiful in the sunshine"; „I’m so happy I could cry“; „Lífið er indælt og þú ert auð- ugur“; „Life is a flower" og „Like a children in the sun“. Og hér eru bara þrjú fyrstu lögin búin. Eins og sjá má er ekkert verið að skafa utan af því. Tónlistarlega er Elias í hlutverki hins hefðbundna söngvaskálds (e. troubadour) og það er töluverð hippastemmning á plötunni, helst þá er bongótrommurnar taka að hljóma. En platan sigrar á því að lögin eru jafnan vel samin, mel- ódíurnar eru góðar og heildarbrag- urinn er notalegur og lágstemmdur. Spilamennskan er afslöppuð og örugg og Elías syngur af hjartans einlægni. Kassagítarflétturnar eru og nokkuð hugmyndaríkar á köflum og rista lagasmíðarnar því oft held- ur dýpra en það trúbadúraform sem Elias er að vinna með býður upp á. Hugmyndafræðilegu klisjurnar mást því að mestu út vegna þessa og á heildina litið er þetta heil- steypt og fín plata. Alúðlegt verk sem höfundur getur verið stoltur af. Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.