Morgunblaðið - 14.12.2000, Side 86

Morgunblaðið - 14.12.2000, Side 86
86 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ DIDDÚ íslensku Disney lögin Diddú:, Ljós og skuggar > . 1.^ W,- mwaafib Öm Árnasoo Pétur og úlfurinn Haukur Morthens Ó, borg mín borg Heiða Svarið Páll Rósinkrans No turning back Mínus: Jesus Christ Bobby Coldplay: Parachutes Craig David: Born to do it Christina Aguirera My kind of christmas IíS Buena vista social club Westlife: Coast to coast Elvis Presley: White christmas % í'feíítmt'foftffeíi 1VÖ iJ:,. J BS; § | r: . m ‘ xV ‘r" ■ FOLKI FRETTUM Talnapúkinn er kominn á myndband Vinsæll Púki LÍTILL ER hann og málar stóru- tána sína svarta því hann kann bara að telja upp að níu. Hann býr í helli, hefur hala, oddmjó eyru og vígtenn- ur. Hann er að sjálfsögðu Talnapúk- inn hennar Bergljótar Arnalds. Blaðamaður var sendur út af örkinni og hitti Talna- púkann í hellinum sínum. Þetta er söguleg stund því aldrei fyrr hefur verið tekið viðtal við íslenska teiknimyndapersónu. Og um hvað fjallar svo teiknimyndin? . „Hún fjallar um ^ ferðalagið mitt. Ég hef ferðast um allar álfur heimsins og lært að telja og reikna. Þá hef ég kynnst ótal skemmtilegum per- sónum, til dæmis afrískum sirk- usöpum, breskum lögregluþjóni, mörgæs frá Suðurpólnum og svo mætti lengi telja.“ svarar Talna- púkinn, keikur og broshýr. „Ég bý nefnilega í helli í miðju jarðar. Ut frá hellinum liggja mörg göng, ein að hveiju landi í heiminum." Börnin þekkja Talnapúkann vel fyrir, því hann hefur bæði komið út á bók, á geisladiski og.. „Ég hef líka verið að hjálpa Bergljótu í æv- intýraþættinum 2001 nátt á Skjá einum.“ bætir Talnapúkinn við. Teiknimyndin um Talnapúkann: Talnapúkinn - Konungur heimsins er ekki hvað síst merkileg fyrir að vera fyrsta alíslenska teiknimyndin sem kemur út á sölumyndbandi. Talnapúkinn er ekki eina hug- arsmið Berljótar Arnalds. Hún samdi líka sögurnar um Stafakarl- ana. Aðspurður segir Talnapúkinn að „sögurnar okkar kenna börn- unum eitthvað um leið og við skemmtum þeim. Sumir krakkar verða víst bara læsir af því einu að leika sér í Stafakarlatölvuleiknum," og bætir við „ég hlakka líka rosa- lega til að hitta krakkana í tölvunni eða á myndbandinu þar sem þau leika sér með tölurnar og plús og mínus.“ Með þessum orðum kveður Talnapúkinn og heldur á vit æv- intýra með alls kyns furðulegum persónum eins og bijáluðum bras- ilískum vísindamanni og indversk- um fílum. - Sannarlega skemmtileg leið til að læra tölurnar. Talnapúkinn er teiknaður af Om- ari Erni Haukssyni, Eydís Mar- ínósdóttir sá um hreyfímyndagerð, Jón Marínósson um grafík og Berg- ur Þ. Ingólfsson og Bergljót Arn- alds Ijá Talnapúkanum og vinum hans raddir sínar undir stjóm Bald- urs Baldurssonar hljóðstjóra. •SÉ. Bergljót Ani- alds. Talua- piikinu er lienni til halds og trausts í þáttunum 2001 náit,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.