Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 4
6
ALMENN TÍÐINDI.
sundinu —- en um tölu þeirra manna, sem bana fengu, hefir
sögnum hvikað heldur, enda mun bágt eptir henni að komast,
svo að víst verði vitað. Aætlanir manna hafa nefnt 50 þús-
undir, sumar 80 þúsundir, eða þar yfir. Af eyjunni Krakatoa
eru tveir þriðjungar í sjó sokknir, og með þeim fja.ll, sem hjet
Perbúatan, og var á hæð hjerumbil 2500 feta. Önnur eyja
(Merak) við Javaströnd, er og gjörsamlega horfin, og hin þriðja
(Dwars in den Weg) slitin í sundur í 5 parta. Um leið hefir
tveimur smáeyjum skotið upp úr sjó, og er önnur þeirra á
stærð 4500 Q metra, en hin 3000. — í miðjum október urðu
allmikil tjón af jarðskjálfta í Litlu Asíu og á sumum eyjum í
Grikklandshafi, og lcvað mest að honum hjá Smyrna, á land-
inu umhverfis þá borg og á ströndum. Einnig hjer húsahrun,
bygðaspell og líftjón margra manna, þó eigi kæmist í námunda
við 'það, sem varð á hinum stöðunum. Bana fengu eitthvað á
annað hundrað manna, en hinir fleiri, sem lemstruðust. — Af
stormum og vatnavöxtum eða stórhlaupum hlutust hæði mann-
skaðar, borgaspell og bygða í fyrra vetur og síðar á mörgum
stöðum í Bandaríkjunum í Norðurameriku. tljer skal að eins
minnast á fellibyl, sem reið yfir borgir í Missouri 13. dagmaí-
mánaðar. Sú hvirfilstroka braut 50 hús í borg þeirri, er
Kánsas heitir, og varð mörgum mönnum að bana. Vatnahlaup
eru tíð í Bandaríkjunum, en urðu með skaðvænara móti fyrra
part ársins og ollu ógurlegu fjártjóni og atvinnumissi margra
þúsunda. Að endingu má geta fellistorms, er reis upp frá
Bengalsflóa og æddi yfir suðurhluta Indlands. Honum fylgdi
lika sú hellirigning, að ár uxu til hlaupa og brutu margar
brýr, en sveipuðu burt ótal húsum í borgum og þorpum; t, d.
500 húsa í bænum Súrat við fljót er Tapter heitir.
Kólera.
þessi „óvinur mannkynsins“, sem kalla mætti, gerði að eins
Evrópubúa skelkaða, er svæðið, þar sem pestin geysaði, var
svo nærri og svo samgöngum og flutningum tengt við vora
álfu, sem Egiptaland er. það þykir nú sannað, að drepsóttin
hafi flutzt á enskum skipum frá Indlandi (Bombay) til Damiette,