Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 35
ENGLAND.
B7
blöðum Ira má fara nærri af ófeilni blaðsins United Ireland,
sem fyr er nefnt. f>egar nærri lá, að deilur risu með Frökk-
um og Englendingum út úr tiðindunum á Madagaslcar, fagnaði
blaðið þeim vísi meiri og geigvænlegri ófriðar fyrir Englend-
inga, sem yrði að koma innan skamms tima. |>að kvað vel orðið,
er Frakkar kræktu í sem flestar eignir í öðrum álfum. f>á
skapraun stæðust Englendingar ekki lengi, ágirndin rnundi
þeyta þeim út í stórræðin, en auðvitað, að þeir mundu fara
herfilega flatt fyrir Frökkum, hvort sem þeir rjeðu til landgöngu
hinumegin sundsins, eða Frakkar heimsæktu þá við Temsár-
mynni. „f>að gæti komið Frökkum að góðu haldi, að reyna
hinn nýja her sinn á kjólunum rauðu (þ. e. hermönnum Eng-
lendinga) áður enn þeim leggja randir saman við f>jóðverja“.
13. dag desembermánaðar var Parnell haldið mikið veizlu-
gildi í Dýflinni, og var horium þá sú „þjóðargjöf11 í liendur
fengin, sem Jandar hans höfðu skotið saman til. f>að voru
594,000 króna. Hann flutti þar langa ræðu og snjalla, rakti
þar raunasögu Ira, og tjáði allar þær hörmungar og volæði,
sem atferli stjórnarinnar hefði haft og hefði enn í för með
sjer á Irlandi. Englendingar myndu ávallt, sem hingaðtil, láta
aflið, það er að skilja ofbeldið ráða, hvenær sem irska þjóðin
krefðist rjettar síns. Hann benti samsætismönnum á afnám
mannhelgilaganna, og að Englendingar umgyrtu valdstöð sína
á Irlandi með 30 þúsundum hermanna og 15 þúsundum lög-
gæzlumanna. Hann kallaði það morðræði gegn írsku þjóðerni, er
þeir ginntu með fluttningsgjaldi bágstatt fólk á írlanditilað leita til
annara heimsálfua. Ættu írar að taka við þeim eiturbikar, þá
færi betur á því, að Tórymenn, vísir fjendur Irlands, rjettu
hann að þeim, enn „úlfarnir i sauðaklæðum“ (þ. e. Viggar).
I síðara parti ræðunnar veik hann málinu að þeim Spencer
lávarði, varakonunginum, og Trevelyan, ráðherra Irlands, kvað
stjorn þeirra svo vömmum og vítum hlaðna, að fyr hefði eigi verri
dærpi til fundizt, og sagði, að böðlarnir væru aðalstoð þeirra
og styrkur á Irlandi. Allt um það þyrftu Irar ekki að láta
hugfallast. þvíngunar ráð gætu elcki staðið um aldir, og allar líkur
væru til, að Irar sendu svo mikinn afla til þings eptir næstu