Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 88
90
HOLLAND.
12. júní fóru helminga kosningar fram til annarar þing-
deildar, og höfðu frelsismenn ósigur í tveimur kjördæmum.
Allt um það kallast þeir hafa enn 5 atkvæða yfirburði á þing-
inu (annari eða neðri deildinni). Á Hollandi eru kosningar
bundnar við mjög háan kjöreyri, og báðar þingdeildir fámenn-
ar í svo fjöllbyggðu Iandi í samanburði við þingskipan í öðrum
löndum. Heemskerk er endurbót kosningarlaganna ekki mót-
fallin, en ólíkt, að hann vilji fara eins langt og hinir. Frelsis-
menn tóku sig saman eptir kosningarnar og settu nefnd til af
sinu liði að búa til frumvarp til nýrra eða endurbættra
rikislaga.
S v i s s I a n d.
Efniságrip: prídeild þjóðernis; bágareið með trúflokkum. — preí'
við Frakka. — Liflátsdómar aptur upp teknir. — Mannslát.
Svo er talið, að 70 menn af hundraði sje-þýzkir á Sviss-
landi, 25 franskir en ítalskir 5. Af því má skilja, hverja yfir-
burði enir þýzku menn hafa í sambandsráðinu og sambands-
löggjöfinni. Hinir þýzku menn vilja efla samveldið eða heim-
ildir sambandsráðs og sambandsþings, en hinir sjerveldið1),
eða forræði fylkjanna (,,kantónanna“) hvers um sig. jbýzkir
menn stýra lika höfuðaflanum í þjóðardeild (neðri deild) sam-
bandsþingsins, og það voru þeir, sem fengu breytingu sam-
bandslaganna i samveldisstefnuna fram gengt 1874. það er
auðvitað, að samdrátturinn og einingarsóknin á þýzkalandi
hefir vakið þá til sömu kappsmuna á Svisslandi. það er og
annað sem þeir hafa tekið eptir þjóðbræðrunum fyrir norðan:
baráttan gegn klerkdóminum, síðan hið ókviðjanda alræði páf-
1) Höf. «Skírnis» tekur upp orðin samveldi og sjerveldi með
þökkum til þess manns, sem hefir helgað þeim rúm í ritmáli voru.