Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 105
AUSTURRÍKI OG UNGVERJALAND.
107
grenndarlandsins við Bosníu, og með því ískyggilegra móti,
sem sósíalistabraml og Gyðingaofsóknir blönduðust við þenna
þjóðernisþjóst. Keisarinn hafði sett einn af hershöfðingjum sínum
til landstjórnar, því landstjórinn („Banus“, sem hannkallast), Peja-
sevics greifi, treysti sjer ekki að stilla storminn, og tókhann til her-
valdsstjórnar og hervörzlu; ljet lið fara þeim uppþotsflokkum á
hendur, sem hjer og hvar tóku til vopna, og gerðu uslann og
óspektirnar. Króatar sendu nú menn til Pesthar á fund Tiszu,
stjórnarforsetans, og tók hann vel máli þeirra. Málinu skyldi
ráðið til lykta á ríkisþinginginu, en fyrst yrðu landsbúar að
fæmst úr vígmóði og hætta öllurn óeirðum. Síðan komst það
samkomulag á með ráðherrunum og þingmönnum Króata, sem
ríkisþingið fjellst á, að skjöldunum skyldi haldið, en að eins á
þeim letrað á tungu Króata. — Á landsþingi Króata, sem kvaðt
var til starfa í miðjum desember, var nokkra hríð næsta hávaða-
samt út af þessu máli, en þar er fámennur flokkur (13manns),
sem vill, að landið komist úr öllum tengslum við Ungverja;
fyrir honum eru tveir harðvitugir menn og orðhákar miklir,
Starcevic og Pilevic. þessir menn ljetu svo ósteflega og sendu
hinum mart óþvegið — kölluðu þá alla, og einkum forsetann,
öllum illum nöfnum, þjófa, bófa, ræningja, og svo frv. — að
þeir voru loks gerðir rækir af þingi.
Beztu menn Ungverja játa, að hatur og ofsóknir við Gyð-
inga — svo sem kalla má, að það gangi úr hófi á Ungverja-
landi — sje svartur flekkur á virðingu þjóðarinnar. það er
líka hjer öfugt við það, sem á sjer stað hjá öðrum þjóðum, að
þeir eru hjer margir fremstir í flokki, sem standa yztir i fylk—
ingu vinstri manna á þingi og utanþings. Árið sem leið var
heldur tíðara enn fyr um ofsóknir við Gyðinga og atfarir, að
misþyrma þeim og ræna. Vjer hleypum því hjá oss, að greina
slíka atburði, en getum eins er varð í siðara hluta ágústmán-
aðar. Hann gerðist i bæ, sem Zala Eggerszeg heitir. Upp-
tökin eru jafnan mjög einföld; menn erta eða áreita einhvern
Gyðing, hann ýfist, fólkið þýtur til, aðköstin og köllin byrja,
og svo slær i barningar og atvíg. Svo fór og hjer og á mörg-
um stöðum öðrum. Bændur úr sveit voru i bænum, fæstir