Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 147
DANMÖRK.
149
1874 var hoaum aptur selt erindi í hendur til Sínlands, en það
var, að fá stjórnina í Peking til að veita viðtöku fregnafleygi
„Norrsena fjelagsins mikla“ og heimila því þann rjett þar eystra,
sem beizt var. I sömu ferðinni fór hann til Japans og kom
heim aptur 1876. — 2. maí dó sjóliðsöldungurinn Steen
Bille, aðmiráll. Hann fæddist i Kaupmannahöfn 5. desember
1797, komst snemma í foringjatölu, og hafðist nokkur ár hins
yngra aldurs við í sjóliði Frakka og var með þeim i orrustum.
Hann var foringi herskipsins Galatheu, sem sigldi umhverfis
jarðarhnöttinn á árunum 1845—-1847. Ferðasagan („Beretning
om Corvetten Galatheas Beise omkring Jorden i 1845, 46 og 47)
er eptir hann, og þykir hin fróðlegasta. 1848 var hann fyrir
flotadeild Dana i Eystrasalti,. en árið á eptir í Jótlandshafi.
Hann stóð tvisvar fyrir hermálastjórn Dana (1852—54 og
1860—63). 1864 var hann sendur til Sínlands, að staðfesta
fyrir hönd konungs verzlunarsamninginn við Sinlendinga.
Ættarnafnið er eitt hið frægasta í Danmörk, og bæði faðir
Billes og afi voru aðmirálar í sjóher Dana. Faðir hans var sá
Steen Andersen Bille, sem vann sigur á flota Trípólismanna
(1797), með 3 herskipum móti 7, og kúgaði jarl þeirra til að
biðjast friðar og gera Dönum góða kosti. Fiptir skjölum hans
frá þeim leiðangri ritaði son hans þá bók, sem heitir „Det
danske Flag i Middelhavet “. Hann hefir líka skrifað ferðasögu
sina til Sinlands 1864. — 6. mai andaðist, 72 ára að aldri,
P. G. Thorsen, prófessor, bókavörður háskólabókasafnsins frá
1848 til 1880. Hann hafði náð háskólaprófi í guðfræði, en
hneigðist snemnla að bókvisi og bókmenntum norðurlanda, og
mun hafa notið mikillar fræðingar af Konráði Gíslasyni, hvað
fornmál og fornfræði snerti. þeir unnu sarnan að útgáfu
Hrafnkelssögu hinni fyrri. Auk þess að Thorsen hefir gefið
út miðaldalög Dana og „Codex Runicus“ (með fróðlegri rit-
gjörð um rúnir eða rúnaritun), liggur eptir hann rit i tveim
bindum (1864 og 1879 80), með lýsingum steina og annars sem
rúnir finnast á, og með uppdráttum og skýringum. Hvort
þriðja bindið hefir verið fullbúið er hann dó, vitum vjer ekki,
en ritið mun hafa átt að taka yfir allar rúna menjar i Dan-