Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 145
DANMÖRK.
147
Varðeyjar 10. óktóber. Til Kaupmannahafnar kom hún ekki
fyrr enn 9. desember. þó siglingin yrði ekki sú, sem Hovgaard
hafði vænzt og til ætlazt, ljet bæði hann og aðrir vel yfir þeim
árangri sem fjekkst, eða þvi öllu sem hann hafði heim með
sjer til náttúrusafnanna.
I lok desembermánaðar 1881 var skipatalan í farma og
flutningsflota Dana 8082, og lestatal hans 253,409xk tunnulest.
Af þeim 226 gufuskip upp á 61,426^/2 tunnulest og með
dráttarmagni 15,999 hesta. Meiri hluti gufuskipanna með
skrúfuvjelum (170).
Ritskörungar Dana, eða flokkar þeirra (,,hægri“ og ,,vinstri“)
horfa eins hvor við öðrum sem að undanförnu. En ef nokkuð
slcyldi til nýjunga telja, þá mundi svo að kveðið láta nærri, að
Brandesar liðar, eða „realistarnir“ sjáist nú heldur fyrir og
fari lægra enn fyr. Ur þvi liði er líka ein höfuðkempan
gengin, Holger Drachmann, og horfir nú öndverður við hinum
görnlu fóstbræðrum sínum. f>að hefir hann sýnt í bók', sem
nefnist „Skyggebilleder“, eða i þeim kafla hennar, sem heitir
„Ostende-Brugge“, einskonar ferðasögu, þar sem hann lýsir
baráttunni með frönsku og flæmsku þjóðerni. Drachmann lítur
svo á, að franskt hátta og hugsunarfar læsi sig inn í líf
Flæmingja eins og lífhætt eitur, og ens sama þykir honum
kenna i Danmörk, því það verði flest dönsku þjóðerni að
ólyfjani, sem fljóti þaugað i aldarstrauminum, sem hinir nýju
skörungar — þ. e. Brandes og hans lærisveinar — hafi keppzt
við að veita inn á norðurlönd frá París. „Eyr má nú vera“,
segjum við á Islandi, og svo mætti hjer að orði kveða. það
er annar maður , sem hefir glöggvar gætur á hinum nýju
straumum, en sjest betur fyrir enn Drachmann. Hann heitir
Henrý Vodskov, og þó hann sje glöggur að sjá veilurnar og
komi við kaun bæði Brandesar og annara, kannast hann vel
við snilld og yfirburði þessa manns, og játar fúslega hve mikið
af góðu hin uppvaxandi kynslóð eigi honum upp að inna.
þetta hefir hann gert í bók, sem hann kallar „Spredte Studier'“,
safni ritdóma úr ymsum blöðum og ritum. Vjer höfum hvorki
rúm nje tíma til bókalýsinga, en nefnum þær nokkrar, sera
10*