Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 61
FRAKKLAND.
63
biðu hinir mikinn. ósigur, misstu (að sögn Frakka) 1000 manna
og 7 fallbissur. Frá Tú Dúk eða stjórn hans komu engin svör,
en hann dó degi síðar enn út hlaupið var gert frá Nam Dinh.
f>að var þessi konungur, sem hafði orðið að selja Kokinkina
Frökkum í hendur 1862.1) I siðara liluta ágústmánaðar tóku
Frakkar til harðari sókna, bæði við Rauðá og það fljót, sem
höfuðborg Anams hefir nafn af (Húé). Norður frá börðust
1800 Franskra manna við 5000 svartfánaliðs — Sínlendinga,
sem kallað var í skýrslunum — 15. ágúst, og hröktu þá á
flótta til kastalans Sontay, er liggur ekki langt frá landamærun-
um nyrðri. Frá 18. og til 20. sóttu þeir þá kastala sem liggja
við mynnið á Húefljótinu. þeir unnu virkin, og þar íjellu af
Anamsliði 700 manna. Eptir bardagann sendi flotaforingi
Frakka, Courbet, mann með sáttaboð til ens nýja konungs í
Húe,2) og var þeim tekið hið greiðasta. Kostirnir voru að
‘) pctta land byggja 4—5 millíónir manna, en Tongking 10—II millí-
ónir. Sínlendingar ljetu þá landsafsölu ekki til sín taka, en hafa
síðar sagt, að sá partur Anamsrílds varðaði þá minna, ennTongking,
grendarland Sinlands. J>ó Frakkar neiti yfirboðsrjetti Sínlands-
lceisara í Anam, hafa þeir lengi leitað samsmála við hann, að sam-
þykkja sáttmálann frá 1874, en iarið fram á um leið, að hann
sleppti yfirboðskvöðunum, og þá þeim með, að Anamskonungur
skyldi þiggja tign sína af hans hendi. Sendiboði Frakka í Peking,
Bourrée að nafni. lcom þar samningunum í fyrra við Sinlendinga, að
sáttmálinn frá 1874 skyldi óhaggaður standa, en þeir áskildu sjer á
móti landamerkja breyting gagnvart Tongking, og vildu eignast þar
kastalaborg nokkra að fullu og öllu, en halda yfirboðsnafninu yfir
ríki Anamskonungs. þ>ó það virðist, sem nafnið myndi ekki meiru
skipta, en drottinsnafn Tyrkjasoldáns í Túnis, vildi stjórnin á Frakk-
landi ekki fallast á þann samning, en kvaddi Bourrée burt frá
erindarekstrinum, og sendu þann mann í hans stað, sem Tricou
heitir. Síðan hefir i sama þrefi staðið, og hvorki gert að reka nje
ganga, sem síðar skal getið.
2) Hann hjet Hiep Hóas, en honum var ráðinn bani i desember,
líkast af þeim mandarínum, sem hatast við Fralcka, og eirir illa við
svo búið. Nafn ens nýja lconungs er oss ókunnugt, en sagt er, að