Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 137
DAiSMÖRK.
139
Landsdeildarmenn kvörtuðu líka um ávaxtaleysið af önnum
þingsins, enkennduað eins fólksdeildinni eða meira hluta hennar
um þá óblessun. Konungur svaraði þeim mjög mildilega, og
kvazt fastráðinn í að halda uppi allri þeirri skipan, sem ríkislögin
hefðu ráðið og skor.ðað, en kvazt vona hins sama og landsdeild-
in, að misfellurnar mundu lagast innan slcamms tíma, og
samþykki manna koma löggjöfinni á greiðari götu. þetta hefir
síður enn svo rætzt, en þingsagan frá 1. október verður að
koma i næsta árgang „Skírnis11.
j>að var hvorttveggja, að hvorugir komu þreyttir heim af
þingi, enda var ekki til setunnar boðið. Nú tókust fundahöldin
um allt land, og hjeldust allt sumarið. Fyrsti fundurinn var
haldinn í dæld einni við Hleiðru (Herthadalen) 20. mai. Hjer voru
12—15 þús. manna saman komnir, nálega allir af liði vinstri-
manna. Alyktargrein fundarins var, að 12 menn (fundarboðend-
urnir) skyldu fara á fund konungs og tjá fyrir honum í „fólksins
nafni“, að fundarmenn væru öllu þvi samþykkir, sem fram
hefði verið borið í ávarpi fólksdeildarinnar, og bera þá ósk
fram, að konungur hefði ráðherraskipti. Konungur tók að vísu
á móti þeim, (27. mai) en ljet þá vita, að öðrum enn þing-
deildunum, eða þeirra umboðsmönnum, væri óheimilt að mæla
i fólksins nafni eða umboði, en bað þá ekki gleyma heimild
sinni á ráðherrakjörinu. I júnímánuði rak hver fundurinn
annan á Lálandi, Falstri, Fjóni og Jótlandi, og alstaðar þaut
sama i björgum, að „fólkið“ stæði þar á öndverðan meið, sem
meiri hluti fólksfulltrúanna væru. I lok mánaðarins ferðaðist
konungur til Alaborgar, en þar var þá sú búnaðarsýning haldin,
sem siðar skal getið. þar kom nefnd manna frá fundi (vinstri-
manna) i Skanderborg, og vildu enn hafa tal af konungi, en
hann synjaði, og ljet skrifara sinn vísa til svaranna, sem
Hleiðru nefndin hafði fengið. Fyrsti fundur hægri manna var
haldinn i Friðriksborg 1. júlí. Hjer gerðist „þröng á þingi“,
því vinstrimenn voru lika komnir þangað til fundarhalds, en
hinir sögðu, að tilgangurinn hefði verið að gera hægrimönnum
fundarspell, og þvi höfðu þeir haft þangað fjölda löggæzluþjóna