Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 153
NOREGUR.
155
álvktarneitun konungs væri fólgin i „anda“ grundvallarlaganna,
lægi í „eðli málsins". Báglega fólgin eða hulin að visu —
þvi orðið finnst ekki á lögunum. Sú eina gre'in (§ 112),
þar sem mælt er fyrir um breytingar ríkislaganna, segir að eins,
að þær skulu upp bornar á nýkjörnu þingi, en ræddar og
samþykktar á fyrsta þingi eptir kjörtima hins út runninn. Enn
fremur: að þær megi aldri fara á móti frumhugsun laganna
eða anda stjórnarskipunarinnar, og að 2'a þingsins verði þeim
að fylgja. Af slíku má sjá að breytingarnar mega ekki horfa
i gegn konungsstjórn i Noregi, nje móti sambandinu við Svíþjóð,
en hitt ekki síður, að lögin lita ekki til tryggingar hjá konung-
inum, en að hún er í því fólgin, að þau áskilja þjóð og þingi
nægan tima til íhugunar, og nýmælunum sjálfum meiri atkvæða
afla til fylgis enn öðrum málum. Hvaða uppgötvun prófessór-
arnir hafa komizt að i „eðli málsins11 mega þeir sjálfir bezt
vita, en hitt er hægra að skilja, sem meirihlutamenn benda á,
að norska þjóðin hafi með fullu frelsi og upp á sitt eindæmi
skapað stjórnarlög sín, og sniðið þau helzt eptir þeim lögum
— t, d. stjórnarskrá Frakka 1791 og Spánverja 1812 — sem
reist hafi verið á drottinvaldi þjóðarinnar og stengt úti álykt-
arneitan konungsins. Að þeim svo vöxnum hafi þeir gengið
Kristján Friðrik (Kristján 8di) og síðar Svíakonungur. Enn
fremur hefir það verið tekið frarn, sem ekki er ljettvægast af
rökum meirihlutans, að fulltrúar Norðmanna hafi risið
sem öndverðast á móti í samningagerðinni við stjórn
Svia 1814, er hún fór fram á, að heimila Noregs-
konungi ályktarneitun. — Vjer sögðum frá því í fyrra,
hvernig þingkosningarnar gengu i desember 1882, og að
þjóðfylgismenn hlutu meiri afla enn nokkurn tima fyr. Hið
nýja þing var sett 17. febrúar, og í ræðu konungs var minnzt
á það frumvarp af stjórnarinnar hálfu um þinggönguleyfi ráð-
herranna, „sem þegar hefði verið borið upp fyrir þinginu.“
Sum blöðin sögðu, að hjer væri talað í ráðgátu. Sverdrúp
svaraði svo máli konungs: „Fulltrúar þjóðarinnar ganga til
starfa sinna í nafni grundvallarlaganna og framfaranna, og vjer
könnumst við i fyllsta máta það trúnaðarumboð, sem oss er £