Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 18
20
AIjMENN tíðindi.
hagræða i öllum aðbúnaði, tilhögun híbýla, skóla, spitala, og
annara húsa (baðhúsa, verksmiðja, eldhúsa, leikhúsa og svo
frv.), i matargerð og allri neyzlu. Enn fremur járnbrautarvagnar,
vagnar til flutnings særðum mönnum og sjúkum, og margvislegir
nýnæmismunir lífi manna til varnar og bjargar á sjó og landi,
t. d. bjargarbátar og bjargarkeyti, brunavarnir og slökkvitól,
kafvjelar (d. Dykkerapparaler) og fl. þessh. Hjer þótti þeim
mörg furðuverkin að líta, sem sýninguna sóttu, en hún votta,
hver fyrirtaksþjóð þjóðverjar eru og fyrirmynd annara í flest-
um greinum. Sýningin skyldi haldin árið á undan, en svo
vildi illa til, að eldur kom upp í aðalhöllinni, þegar hún og
skálarnir voru að mestu leyti búnir og munum settir, og varð því
að reisa til nýrrar sýningar. Hjer mátti kalla, að nýr
fönix risi fagrari úr ösku sinni. Sýningin stóð til 14. október-
mánaðar, og höfðu til hennar verið keyþtir 870—880 þúsundir
aðgöngumiða. Onnur sýningin stórkostlegasta var fiskisýningin
i Lundúnum. Hana vigdi prinsinn af Wales í miðjum maí-
mánuði. Hún var haldin i aldingarði einum, þar sem South
Kensington heitir, og eigi minni fiatarmáls enn 238,000 ferh.
álnir. Hjer voru sýndar allskonar fiskategundir, bátar, fiskiskip,
allsháttar tilfærur og búningar, aðferð fiskiverkunar og hagnýting
þessháttar fanga úr sjó og vötnum. Enn fremur gaf þar að
líta dýrindi frá mararbotni, perlur og kurjela, t. d. eyrnahringi
með perlum, sem kostuðu 27,000 króna, og armband á 17,550 kr.
Sviar. og Norðmenn höfðu gert sjer mikið far um og kostað
miklu til, að sýnismunir þeirra bæri þeim svo vitni, sem hvoru-
tveggju eiga skilið, en Danir urðu heldur aptur úr, og því
mest um að kenna, að stjórnin hafði eigi viljað til neins hlut-
ast um framlög af rikisins hálfu. Frjettaritarar blaða nefndu
frá Danmörk harðan fisk og saltan, og prjónles (handa sjó-
mönnum) frá Islandi. Vjer nefnum enn tvær stárkostlegar sýn-
ingar. Onnur þeirra var í Amtserdam (byrj. i maí), þar sem
mestu verzlunar og farmennskuþjóðir álfu vorrar sýndu þá
muni, iðnaðarvarning, ávexti og afurðir, sem fluttir eru álfna
á milli, og þá sjerílagi, sem koma frá nýlendum og landeignum
þeirra í öðrum álfum, eða sýna hvernig þar hagar til um at-