Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 14
16
ALMEN'N TÍÐINDI.
samtökum, fundahöldum og fundaályktum, má þó með sanni
segja, að of litið hafi hjer á unnizt, eða mun minna enn sam-
svara mætti kappi og kergju, ófyrirleitni og ofstæki sumra flokk-
anna og forsprakka þeirra. Vjer höfum sjeð svo á ætlað, að
15 — 16 hundruð ályktargreina hafi verið gerðar um þau mál-
efni, frá 1864 til þessa árs, margar þeirra hver ofan í aðra,
flestar harðar og óvægar i öllum aðkvæðum, en fæstar hafa
lengra komizt enn á fundaskrárnar eða í ávörpin til „bræðr-
anna“. Nóg um óm og hringlanda, minna um gagn og góðar
framkvæmdir. Til þess hafa sjezt nokkur merki árið sem leið,
að menn sje farnir að vitkast heldur og varast gan og ginn-
ingar. jþeim eru farnar að leiðast tölur umturnunargarpanna
og gjöreyðendanna, og svo hvatir og hvassir, sem sósíalistar
og sameignafræðingar Frakka eru, þá virðist nú sem fleiri og
fleiri láti orð fulltrúanna frá Trades Unions (bandafjelögum
verkmanna og iðnaðarmanna á Englandi) verða sjer að kenn-
ingum; en þessir menn sögðu enn í sumar á alþjóðafundinum
í París það sama sem haft var eptir þeim i fyrra (sjá „Skírni“
1883, 19. bls.), og að iðnaðar og verkmanna sjettin yrði að
læra að neyta með þrautgæði krapta sinna og kappsmuna
nýjum umbótum og sannlegu gagni til framkvæmdar, en eig1
til niðurbrots og umturnunar. Bæði á Frakklandi og Italíu eru
forustumenn iðnaðar- og verkmannastjettarinnar teknir til að
brýna þetta fyrir henni, og að hófið muni verða hjer affarabezt, og
vara hana við að reisa sjer hurðarás um öxl. þessir menn
ráða helzt til, að reka eptir nýjum lagabótum, og koma full-
trúum af iðnaðarmanna liði inn á löggjafarþingin. Hins sama
gætir nú á þýzkalandi, þó hinir eldri forsprakkar (Bebel,
Liebkneckt, Hasenclever og fl.) sitji við sinn keip, og haldi
fram hinum frönsku kenningum um alþjóðasamtök, eða vilji
láta hart mæta hörðu og til skarar skriða þegar færi þykir gefa.
f>að voru þessi álit sem ltomu mjög fram á Parisarfundinum,
sem fyr er nefndur, en erindrekarnir frá Englandi mæltu
kröptuglega á móti. Eptir fyrirmyndinni á Englandi hefir sá
maður á jpýzkalandi, sem Max Hirsch heitir, komið iðnaðar-
mönnum og verkmönnum i aðstoðarfjelag, og hafa margir í