Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 64
66
FRAKKLAND.
von bregðast, og öllu fara fram sem fyr um æsingar og ófrið-
arráð utanþings. Hann gerði þá að dæmi Gambettu, og sner-
ist öndverður við frekjumönnum, og hlítti þeim afla, sem stóð
i miðfylkingu þingsins, og hófsins vildi gæta. Hann ferðaðist i
október vestur á Normandi, og i veizlum, sem honum voru
haldnar i Riíðu og Havre, flutti hann ræður, þar sem hann
eigi að eins sagði frekjumönnum til syndanna, en lýsti, sem
blöðin komust að orði, þeim stríði á hendur. Hann sagði, að
þeir heimtuðu allskonar umbætur og framfarir, letruðu nöfn
þeirra á merki sín, og bæðu svo þjóðina að sjá, hverir forustu-
skörungar þeir væru til frelsis og frama, og þó kæmu þeir
engu öðru fram, en þvi, sem væri þjóðinni og þjóðveldinu til
hneysu og skaða. „þessir menn“, sagði hann í Havre, „hata
hverja stjórn sem er, í þeirra augum er öll valdstjórn ein veldis-
stjórn, og þeim eirir engin regla nje staðfesta, ekki annað enn
umhleypingar og brimrót.11
það er líka sannast að segja, að stjórnin hefir, eins og að
undanförnu, haft fullt í fangi, að halda frekjuflokkuiium í skefj-
um. Meðan þrefið stóð á þinginu um Orleansprinsana og
Napóleon prins, hjeldu frekjumenn hvern fundinn af öðrum í
Paris, þvi þeir þykjast einir vera vakandi, þegar þjóðveldinu
sje hætta búin. Hjer voru sízt stóryrðin spöruð. Hjer var
öllum gert jafnt undir höfði: þeim sem byggju til samsæri
gegn þjóðveldinu (prinsunum og þeirra liðum), klerkum og auð-
mönnum, og hinum sem rjeðu á þingi eða stæðu við stjórn
þjóðveldisins — þeir væru allir saman bófar og hrakmenni,
og ættu því allir eina för að fara. Fólkið ætti að skapa þeim
makleg afdrif, ganga að þeim með eldi og vopnum, og svo
frv. það var slíkum tölum mjög samboðið, er menn gerðu
róm að þeim með þessum orðum: „óstjórnin og bylting-
arnar li fi!“ þegar fram leið að afmælisdegi byltingarinnar
í París 1871 (18. marz), gerðist meira og meira á hávaðafundi
og róstur sósíalista og verkmannalýðsins, og nálega á hverjum
degi hlaut löggæzluliðið að skerast í leikinn og hepta forsprakk-
ana. Á sumum fundunum sló í barsmíði, eða þeim var út
hrundið sem móti mæltu, og á einum voru þeir jafnvel iúbamir,