Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 136
138
DANMÖRK.
hagslögin loks í kring komin. I Landsdeildinni lagði stjórnin
fram 19 nýmæli til laga, af þeim komu 17 til hinnar deildar-
innar, en 5 rædd þar til lykta. þau 13 af nýmælum
stjórnarinnar, sem komust þaðan til landsdeildarinnar, voru
öil svo lítilvæg, að menn gátu ekki svo mikið sem gert þau
að deiluefni. Landvarnarlögin voru enn rædd í fólksdeildinni
í marz, höfðu legið þar i salti frá desember 1882. I byrjun
umræðunnar kom fram frumvarp til yfirlysingar, þess efnis, að
svo mikilvægu máli væri ekki hægt að ráða til lykta fyr enn
landið hefði fengið þá stjórn, sem tæki það að sjer með nægri
ráðdeild og alvöru. Af þessu spannst ræðuþref, sem stóð í 6
daga, en yfirlýsingin hlaut 68 atkvæða fylgi móti 27. Meðal
annara mikilsvardandi nýmæla piá nefna toll-lagafrumvarp, sem
fólksdeildin reyndar tók til greina og ræddi, en hreifði ekki
við nýmælum um skatt á öli og brennivíni, sem skyldi vera
því frumvarpi samfara, og því þóttist landsdeildin ekki geta
við það átt, er þangað kom. Vjer erum hræddir um, að
lesenðum „Skirnis11 þyki nóg komið, og þeim mundi ekki
betur skemmt, þó lengra væri farið. þess skal þó getið, að
deildirnar ræddu og samþykktu (i þinglok) hver um sig ávarp
til konungs, og var í báðum talað um árangursleysi þingset-
unnar. I fólksdeildarávarpinu var sú ósk fram borin, að
konungi mætti auðnast að stilla til heillasamlegrar samvinnu
með þingdeildum og stjórn, en við hitt komið, að óhappa-
ástandið væri ráðaneytinu helzt um að kenna. Sama dag sem
þinginu var slitið fóru forsetar og varaforsetar deildanna með
ávörpin til konungs. Forseti fólksdeildarinnar var Berg, sem
vinstrimenn kusu í stað Krabbe, og aptur var endurkjörinn, er
þingið gekk til starfa 1. október. Konungur svaraði, sem í
vændir mátti vita, að vandræðin stæðu þó mest af því, hve
þverlega fólksdeildin hefði tekið frumvörpum stjórnarinnar, og
unnt svo fáum nýmælum framgöngu, sem landið biði eptir og
þarfnaðist, en fremst í röð þeirra væri landvarnarmálið.1)
J) 15. des. fiutti nefnd manna konungi bænarskjal med undirskriptum
106,119 manna, þar sem þess var óskað, að lardvarnarmálið kæmist
svo í kring, sem frumvarp stjónarinnar færi fram á.