Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 146
148
DANMÖRK.
mest nýnæmi þótti að. Eptir Georg Brandes: „Mennesker og
Vœrker11, lýsingar nokkurra, helzt franskra og þýzkra rithöfunda
(skálda), og síðar „Det moderne Gjennembruds Mændu, lýsingar
hinna helztu rithöfunda í Danmörk og Noregi, sem hafa vakið
nýstreymisöldina, eða hina nýju ritöld 'á Norðurlöndum. Eptir
Schandorph: „Et Aar i Embede", skáldsögu með likum blæ og
líkri stefnu, eða þeim nærgöngula napurleik, sem svo mjög
kennir í Tómas Frijs, skáldsögunni, sem nefnd er í fyrra í
þessu riti. Gjellerup, sem var mesti hvatabuss i liði Brandesar,
slær nú hörpu sina af meiri stillingu enn fyr, en eptir hann
eru tvær skáldsögur árið sem leið; „Romulus“ og „G-Durli,
báðar mjög læsilegar, enda hafa þær mælzt betur fyrir, enn
það flest, sem hann hefir áður ritað.
Af látnum mönnum skal þessara geta: 14. febr. dó (í París)
Raaslöff (Valdemar Rudolph) hershöfðingi (f. 6. nóv. 1815).
Hann var kjarkmikill og vel viti borinn, og vitsmunir hans komu
Danmörk opt að góðu haldi. Eptir stríðið 1848—51 fór hann
til Norðurameríku (Bandaríkjanna), og honum var það eigi
minnst að þakka, að stjórnin i Washington gekk að þeim
samningi um Eyrarsundstollinn, sem komst á 1857. F.ptir það
varð hann erindreki Dana í Washington. |>aðan fór hann 1862
til Sinlands fyrir hönd Dana, og kom þvi áleiðis við stjórnina
i Peking, að Dönum skyldi þar aðgengt til verzlunar á
Sinlandi, sem Frakkar og Englendin^ar höfðu áskilið sjer í friðar-
samningnum við Sínlendinga árið á undan. Að svo búnu
vitjaði hann aptur embættis sins í Washington, en nokkrum
árum síðar fjekk hann heimfararleyfi, og tók þá við hermála-
stjórninni i ráðaneytinu, sem Frijs greifi (Frijsenborg) veitti
forstöðu. Hann er höfundur að hinni nýju herskipun Dana
frá 1867. þegar brigðin urðu af hálfu Bandarlkjanna á eyja-
kaupunum (Vestureyja) 1869, og ferð Raaslöffs til Washington
varð að erindisleysu, sagðist hann aptur úr ráðaneytinu 1870.
Hann ferðaðist til Parisar (að því oss minnir) það ár, áður enn
ófriðurinn byrjaði með Frökkum og jájóðverjum, og það er
ekki minnst virðandi, ef satt er, að hann hafi komið viti fyrir
landa sina, svo að ekkert varð úr bandalaginu við Frakka.