Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 95
ÞÝZKALAND.
97
að menn kalla Bismarck „rikissósialista“. J>au helztu sem upp
hafa verið borin eru: Um ábyrgðarsjóði (skylduábyrgð) fyrir
þá menn sem hljóta örkuml i vinnu sinni, um hjálpar eða
viðlaga-sjóði fyrir verknaðarfólk i veikindum, um viðurlífisábyrgð
verknaðarmanna á elliárum, auk fl. Nýmælin um sjóði fyrir sjúka
verkmenn voru það eina, sem náðu fram að ganga í hinni
löngu (13 mánaða) þingsetu, auk nýrra atvinnulaga, sem
hlynna talsvert að efnalitlum mönnum. Keisarinn sagði svo í
boðan sinni, að biðin eptir greiðum undirtektum þingsins um
slik mál fjelli sjer þunglega, svo ellihniginn sem hann væri.
Bismarck leitar enn allra bragða til þingfylgis nýmælum sinum
til framgöngu, en nú hafa framhaldsmenn, og þeir sem sögðu skilið
við „þjóðernis- og frelsis-flokkinn11 bundið lag sitt til mótgöngu
gegn hinum, sem Bismarck helzt fylgja, eða miðflokkinum
(hinum kaþólska flokki), ihaldsmönnum og leifum hinnar gömlu
frelsis og þjóðernisfylkingar. Lið Bismarcks er harðla ósam-
stætt, og sumir bregðast opt er á skal reyna. 1 fyrri daga
hafði hann aðalstyrk af hálfu þjóðernis- og frelsismanna, t. d.
í baráttunni við kaþólsku klerkana, en undireins og þeir urðu
honum miður leiðitamir enn hann krafðist, skaut hann þeim
frá sjer og bað þá vel lifa. þeir hafa um tíma orkað litlu á
þingi, og verið einskonar „lýjur“ i þingspilinu, og þvi tók einn
höfuðskörungur þeirra, Bennigsen fríherra, það til óyndisúrræða,
að segja af sjer i fyrra sumar þingmennskunni. A síðustu tímum
hefir þvi verið fleygt, að Bismarck hafi heitið þeim fögru á nýja
leik, ef þeir vildu ganga i lið með ihaldsmönnum. Kaþólski
floklcurinn er Bismarck ekki traustur, slær úr og í eptir atburð-
um og kringumstæðum, og þykist verða að stika þumlungum
vináttuna, eða liðsinna honum að sama hófi, sem hann slakar
til við páfann og klerkana, eður dregur úr „mailögunum“ (1873).
Úr þeim hafði verið hleypt hörðum ákvæðagreinum 1880 og
1882, t. d. fyrirmælum um fræðapróf kaþólskra klerka, sem
embættum skyldu gegna, heimildartakmörkun klerkdómsins á
stjórn kirkjueigna, eiðaskyldu biskupsumboðsmanna að ríkis-
lögunum, og fleiru. En páfanum og hans ráði eða erindrekum
hefir ekki þótt hjer neitt til hlitar gert, og allar tilraunir til
7