Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 47
FRAKKLAND.
49
umboðsstjórnin vanrækt, framkvæmdarvaldið aflvana, fjárhagur-
inn í óreiðu, trúin varnarlaus, og svo frv.; í stuttu máli,
hvernig allt reiddi á glötunarveg, og þetta væri allt þjóðveldinu
að kenna. það hefði ekkert efnt af heitum sinum, hvorki
heima nje utanrikis, en bakað Frakklandi að eins ógagn og
óvirðingu. Eptir þetta kom þjóðráðið, „bótin allra meina“:
efsta vald undir þjóðinni sjálfri, og stjórnvöldin af hennar
hendi þegin. þá nafnið nefnt, sem foringi hennar bar hinn
mikli, og minnt á, til hverra það væri í arf gengið. þetta
nafn hefði franska þjóðin heiðrað átta sinnum með kjöri sínu,
þegar hún hefði tekið sjer forustu.1) það væru Napóleonarnir
einir, sem hefðu viðurkennt drottinvaldsrjett þjóðarinnar.
Napóleon fyrsti hefði sagt: „það er allt ólögmætt, sem gert
er án samþykkis þjóðarinnar!“ þetta er stutt inntak ávarpsins,
og höfðu blöðin orð á, að það væri mjög svipað þvi, sem
Louis Napóleon birti 1845 á móti stjórn Loðvíks Filippusar,
en minntust á um leið, hvernig þeim frændum væri hitt ættgengt,
að fara aptan að siðunum við þjóðina og þann rjett hennar,
sem prinsinn talaði um. þeir hefðu fyrst brotið lögin og neytt
vopnanna til, en síðan borið lagabrot sitt undir þjóðina. þó
ávarpinuværi lítill gaumur gefinn, og mörgum yrði það til, að hlæja
að eptirstælingu Napóleonsstilsins, þá ljet stjórnin setja prins-
inn i varðhald, og sat hann þar í 24 daga, eða fram í febrúar.
Honum óhægði heldur i varðhaldinu, og var honum þá sleppt
út aptur, en sök hans varð að einskonar endileysu, og
það virðist, sem þeir, er málið áttu að rannsaka, hafi
að mestu leyti fallizt á þá skýrslu hans, að hann hefði engin
byltingaráð haft með höndum, en að eins viljað kynna sam-
þegnum sinum álit sín á stjórnarástandi Frakklands, og sjer
mætti þó ekki það meinað, sem öðrúm hefði svo lengi uppi
haldizt. Vjer höfum því tekið þetta til upphafs á frjettunum
frá Frakklandi, að það gaf tilefni til tveggja breytinga á ráða-
neytinu, og að þeir tóku loks við stjórntaumunum (i febrúar),
') Nefnd árin: 1800, 1802, 1804, 1815, 1848, 1851, 1852 og 1870.
4