Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 84
86
PORTÚGAL.
ingar höfðu ekki góðan augastað á landnámi Frakka við
Kongó, en að þeir hafa stutt sem bezt alþjóðafjelagið — undir
forustu Belgjukonungs — og erindreka þess, Stanley, því þar
geta þeir komið svo ráðum sínum við, að verzlunarhag þeirra
og annara verði vel borgið. En Englendingar reka hjer, sem
víðar, meiri kaupskap enn aðrír. Fyrir þá sök leituðu
Portúgalsmenn atfylgis þeirra, og buðu þeim vildarkjör til samn-
ings, að því er verzlun og tolla snerti, en þar skyldi játað
frumrjetti Portúgals á löndunum. Englendingar veittu hjer á-
drátt, ogmálið barst í umræður í fyrra vor í neðri málstofunni.
Portúgalsmenn hafa ekki bezta orð á sjer fyrir meðferð á ný-
lendum, og mest hefir þótt sækja í óþrifnaðaráttina, þar sem
þeir áttu yfir að ráða, og þó, ef til vill, hvergi meir enn við
Kongó. Jakob Bright rjeði fastlega frá að gera neinn samning
við neina um yfirráð yfir Kongólöndunum, og þá sizt við
Portúgalsmenn. Gladstone hagaði öllum ummælum sem var-
legast, en kvað boð Portúgalsstjórnarinnar mundu gert að
álitamáli. Menn mundu freista að sjá Portúgalsmönnum fyrir
sanni, en samningar við þá, ef gerðust, kæmu undir atkvæði
þinganna hjá hvorumtveggju.
Fontes Pereira de Mello hefir forstöðu stjórnarinnar —
líkast sá sami, sem nefndur er í „Skirni“ 1879, og var þá
stjórnarforseti. En hermálaráðherra Lúis konungs heitir sama
nafni. Stjórnarforsetinn er að visu frjálslyndur maður, en vill
að engu hrapa. Hinir bráðhugaðri frelsismenn hafa lengi
krafizt endurskoðunar á ríkisskránni og kosningarlögunum. Sú
erein grein i rikislögunum, sem kynleg máþykja, að hegningar-
lögin ná hvorki til þingmanna í neðri deild nje efri (jafningja-
deildinni). Slikt skyldi nú og fleira úr lögunum tekið. Enn
fremur skyldu jafningjarnír eigi framvegis af konungi kosnir,
og ekki heldur taka i erfðir seturjett í þeirri deild. Kosning-
um skyldi breytt svo, að listakjör (samkjör fleiri kjördæma)
skyldi lögleitt fyrir hjeraðsbyggðir, og að nokkru leyti fyrir
borgir. Frumvarpið lögðu ráðherrarnir til umræðu á þinginu,
en urðu síðar um það svo sundurleytir að Fontes varð að
skipa ráðaneytið nýjum mönnum, en þrír af hinum fyrri sessu-