Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 110
112
AUSTURRÍKI OG UNGVERJALAND.
hafa hendur á báðum morðingjunum, en þjónninn var þegar
settur í varðhald. Vjer munum ekki til viss, hvort hann slapp
hjá líflátsdómi.
Dagana 11. til 13. september hjeldu Vínarbúar minningar-
hátið þess, er borgin komst úr herfjötrum Tyrkja fyrir 200 ára.
f>að leyndi sjer ekki, að þjóðverjum líkaði ekki allsvel, að kalla
hátíðina Sóbíeski-hátíð, og þó vita allir, að það var Jóhann
Sóbíeskí þriðji, Póllandskonungur, sem hreif borgina úr hrömm-
um Tyrkja, og braut á bak aptur ríki þeirra í Evrópu, sem
annars hefði líklega orðið kristinni þjóðmenningu afar hættulegt.
Póllendingar voru sjer um það hátíðarhald i námunda við
Vinarborg. Hjerumbil mílu frá borginni eru fellhæðir, sem
Kahlenberg heita, en þaðan hjelt Sóbíeskí og bandamenn hans
til orrustu við Tyrkjaherinn 12. sept. 1683. þar er kirkja, og
yfir dyrum hennar var tafla upp fest, og hún afhjúpuð 11.
september. A henni letruð nöfn þeirra höfðingja, sem voru
fyrir kristna hernum. Inni i borginni mikil dyrð með uppljóman
og liteldaskotum. þann 12ta vígði keisarinn líka nýtt ráðhús,
stórkostlegt og forkunnar fagurt, en það stendur á þeim stað,
þar sem bardaginn við Tyrki var harðastur.
Rússland.
Efniságrip: Inngangsorð. — Krýningarsaga. — Djarfmæli Tsjitsjeríns.
— Samdráttur með Rússum og pjóðverjum. — Nolckuð af ríkisástandi og
fjárhag. — Níhilistar. — Af uppgrepti fornmenja. — Mannalát.
Loksins var dymbilvikan á enda, og þann 24. janúar ljet
Alexander keisari birta þann fagnaðarboðskap, að krýning
þeirra drottningar skyldi fram fara i Moskófu í maímánuði.
þar var svo kveðið að orði, að þessu hefði ekki mátt fyr við
koma, enn hugir manna hefðu sefazt eptir harmatiðindin 1881.
Margir ætluðu, að nú mundi skammt til nýrra aldamóta, og