Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 30
32
ENGLAND.
í undanfarandi árgöngum þessa rits, hefir verið sagt af
ymsum vanda, sem enska stjórnin hefir átt fram úr að kljúfa i
Suðurafríku, við Zúlúkaffa, Basútóa og „Búana“ í Transval. I
fyrra settu þeir Ceterwayó konung aptur til valda í ríki sínu,
en gerðu hann að nokkru leyti að sínum undirkonungi. Brátt
dró til styrjaldar með honum og öðrum höfðingja á þeim
slóðum, sem Usíbebú nefnist. };>ó mjög yrði mishermt af við-
skiptum þeirra, þá mun það rjett, að Cetewayó hafi borið lægra
hlut, og að Englendingar hafi setið hjá sjálfri viðureigninni, en
gætt hins að eins, að land hans yrði ekki hrifið þeim úr greip-
um. Ur höfuðbardaganum komst hann með illan leik undan
þrekaður og þjakaður mjög, og átti síðan engrar uppreistar að
bíða. Hann er nú dauður, og eiga bæði örkuml og raunir að
hafa stytt honum aldurinn. „Búar“ sendu í haust nefnd manna,
meðal þeirra forsetann sjálfan, Pál Krúger, til Lundúna, að fá
sumu breytt í vildara horf í þeim samningi, sem síðast var
gerður (í Pretoríu, höfuðborg ,,Búa“) með þeim og Englending-
um. Nú hefir svo saman gengið, að hvorumtveggju likaði1).
Um Basútóa komst Drottningin fyrir skömmu svo að orði (í
þingsetningarræðunni), að i þeirra landi færðist allt aptur í
skaplegt horf, að þvi er rjetti Englands og sinu drottinvaldi
við viki.
Nú víkur sögunni heim, og skal fyrst sagt af hinu langa
þrautamáli Englendinga á Irlandi, og af því er gerzt hefir til
tiðinda út af þvi máli, bæði á þingi og utanþings, árið
sem leið.
„Skirnir11 skildist þar við i fyrra, er morðsakirnar frá Fön-
ixgarðinum voru i dómi, og james Carey, einn af samsærisliði
„hinna ósigrandi11 (sjá „Skírni“ 1883, 44. bls.) og af oddvitum
morðanna, hafði sagt frá öllu sem greinlegast. Hann sagði,
]) Bretar gáfu upp Va skulda. Transvalingar raega gera að vild
sinni samninga við Orangefríveldið, en eiga að bera það undir
Englendinga, sem þeir vilja við önnur ríki semja. Erindreka
mega þeir og hafa erlendis. peim er bannað að gera innrásir i
lönd granna sinna.