Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 108
110
AUSTURRÍKI OG UNGVERJALAND.
burðar um málið. Sumir voru þegar álcærðir fyrir meinsæri,
sem meðal votta komu fram í dóminum, áður enn málinu var
lokið. Dómurinn varloks uppkveðinn þriðja dag ágústmánaðar, og
lýsti þá alla sýkna, sem morðsökin var á borin. Málið fór
fram í bæ, sem Nýíregíhaza heitir, og þar sátu hinir ákærðu í
varðhaldi. jþegar þeir komu út eptir dóminn, stóð Gyðinga-
prestur bæjarins þar fyrir, lýsti blessun yfir þeim og þakkaði
Guði fyrir lausn þeirra og sigur sannleikans. þetta eirði illa
Gyðingaíjöndunum i þeim bæjum, og æstu þeir skrílinn til
hávaða og óspekta, en allt var sem skjótast niðurbælt við at-
göngu varðliðsins. Sem í vændir mátti vita, hvarf pilturinn
aptur frá sögnum sínum, og sagði sitt hvað frá, hvað hann
hafði knúð til lyganna. Eptir nokkra tregðu íór hann aptur
til foreldra sinna að boði Tiszu ráðherra, og iðraðist syndar
sinnar. J>au fluttu sig tii Búda-Pesth, en eigi laust við, að við
þau væri amazt með ymsu móti, svo ríkt er Júðahatrið í höfuð-
borg Ungverja. Ölium drenglyndum og dugandi mönnum þótti
málið vera landinu til mínkunar, og tóku undir þau orð eins
málsverjandans: „Ekkert mundi mjer kærara, en að það biað
væri rifið upp úr sögu ættlands míns, sem þetta sakmál stendur
á ritað!“
Lög Ungverja banna hjúskap með kristnum mönnum og
Gyðingum, og nú vildi Tisza gera það löndum sínum til
bragarbótar, að nema það forboð úr gildi. Hann sagði það
hreint og beint í fulltrúadildinni, að þinginu bæri fyrir þá sök
að gera frumvarpið að lögum, að slíkt væri bezt fallið til að
bera bæði af stjórn og þingi þann lygaóhróður, að þau væru
sams hugar og Júðahatendur, eða hylltu með þeim undir niðri.
Lögin fengu þar gott atlcvæðafylgi, en voru feild í efri deildinni
með 109 atkvæðum gegn 103 (13. des.). Auðvitað er, að
uppástungan kemur fram aptar á næsta þingi.
þegar fjelög jafnaðarmanna hófust, var táknuð með orðinu
„sósíalismus11 kenning og viðleitni, að koma þegnfjelaginu nær
jafnrjetti og jöfnuði. En fyrir þá sök, að sósíalistar, eða jafn-
aðarmenn, hafa spillt svo viða fyrir sjer með oíbeldis og
óstjórnarráðum, þá er merking orðsins hvergi nærri svo mein-