Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 167
CHÍLE, PERÚ OG HOLIVÍA.
169
gerðist bráðabirgðarforseti. Iglesias vildi taka friðarkostunum,
en hinn ekki. f>eir voru enn þeim áþekkir, sem um er greint
í þessu riti 1881, 155.—56. bls. Monteró rjeð til orrustu 10.
ágúst með 4000 manna við 1600 Chíleverja, og beið þó ósigur.
þetta voru vopnaviðskiptin hin siðustu. þjóðarþingið seldi nú
Iglesías umboð i hendur að semja um frið. þessir kostir
fengust (20. október): Chíleverjar eignast Tarapaca (landið
með jarðsaltinu), en skulu halda Tacna og Arica, löndum
fyrir norðan, í 10 ár, sem sjálfir ættu. Eptir þann tíma liðinn
skulu landsbúar greiða atkvæði um, með hvorum þeir helzt
vilji vera, en þeir borga hinum 10 mill. dollara, sem löndin
hljóta. Um „Guano“ eyarnar, er svo fyrir skilið, að Chile
skuli halda þeim, meðan þar finnst nokkur áburður, en
ágóðanum skal skipt milli Chile, Perú og skuldheimtanda hins
síðarnefnða lands. 28. október hjelt Iglesias innreið sína í
Líma, og var honum vel fagnað. þann dag höfðu hersveitir
Chíleverja horfið á burt frá Líma, Callaó og fl. borgum.
Bolivingar hafa leitað til við Chíleverja, að fá hafnarbæ við
Kyrrahafið, eða mega hafa flutninga tollgjaldslaust um Arica
og Tacna. Vjer vitum ekki annað, enn að stjórn hinna hafi
tekið heldur treglega undir málið. þetta var i árslok.
Egiptaland.
Vjer verðum að draga tíðindin frá Egiptalandi saman í
styttra mál, en vjer höfðum hugað, enda eru hjer ekkr öll kurl
komin til grafar. Vjer viljum í fám orðum minnast á ástand
landsins, og geta svo höfuðviðburða ársins, eða uppreisnarinnar
í Súdan og hennar aðdraganda.
Hvað landstjórninni við vikur, má kalla, að allt hafi gengið
á trjefótum árið sem leið. Ráðherrar og embættismenn khedifs-
ins, hafa ekki vitað sitt rjúkandi ráð, fálmað til alls, en