Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 97
ÞÝZKALAND.
99
á „landaþingið11 í Strassborg, og áttu^ nú allir í fyrsta sinn að
mæla málum sínum á þýzlcu. Sumir þeirra voru þá nýkomnir
frá París og höfðu verið þar við útför Gambettu og lagt
blómsveiga (að heiman) á kistu hans. J>ess má helzt til geta,
að Manteuffel marskálkur (landstjórinn) hafi ekki sjeð á þeim
neinn hlökkunarsvip, er þeir komu á þingið, og því minnti
hann þá á i veizluræðu sinni, að hyggja sem fyrst af þreyju
þess, sem þeir gætu ekki hlotið, en kosta heldur kapps um að
semja sig við þýzka hætti og tungu og samlagast þýzku þjóð-
erni. Marskálkurinn hafði vilnað svo í við Metz og Thionville,
að þar mátti tala frönsku í borgaráðunum, en nú er þetta tekið
aptur, og frá byrjun ársins (1884) skal allt fram fara á þýzku.
3. ágúst var minnisvarði afhjúpaður í Jena til minningar
um hið fyrsta stúdentafjelag þjóðverja (Burclienscliaft), stofnað
i þeirri borg fám dögum fyrir orrustuna við Waterloo til endur-
reisnar hins þýzka keisaraveldis og til að brjóta á bak aptur
ofbeldi Frakka (Napóleons fyrsta). þau fjelög voru síðan stofnuð
við alla háskóla á þýzkalandi. Varðinn var líkneskja ungs
manns (stúdents), og í þeim búningi, sem þeir sjálíboðaliðar
voru vanir að bera í frelisstríði þjóðverja á þeim dögum. Hinn
ungi maður þrýstir sverði sinu að brjósti sjer,, en heldur upp í
hægri hendi fánamerki þýzkalands. — 28. september var
afhjúpaður hinn mikli sigurvarði þjóðverja, á hæð í Niederwald
við Rín (skammt frá Rúdesheim), í minningu sigurvinninganna
1870 -71, og endurreisnar hins þýzka keisaraveldis. Varðinn
er konulíkneskja, og táknar „Germaníu11. Hún hefir keisara
kórónu í hægri hendi, og auðvitað hverjum til handa. A
stallanum má Hta Vilhjálm keisara, umhorfinn þýzkum hersveit-
um. Hátiðina sótti keisarinn, sonur hans (krónprinsinn), Saxa-
konungur, Badenshertogi auk fleiri höfðingja, Moltke marskálkur
og mart annað stórmenni. Höfuðtöluna flutti keisarinn sjálfur.
Honum mæltist eins guðrækilega og hann á vanda til. þegar
forsjónin hefði mikið í ráði hjer á jörðu, þá veldi hún sjer tima
og menn, sem skyldu vera verkfæri hennar til framkvæmdanna.
Slíkur tími hefði verið árin 1870—71, þá hefði forsjónin birt
ráð sitt og vilja, en þýzka þjóðin hefði verið verkfæri hennar.
7*