Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 20
22
almemn tíðindi.
flykkist að þeim annaðhvort af forvitni og í galsa, eða til að
hlýða á tölur þeirra um apturhvarf og trú, um djöfulinn og
fordæminguna. þær tölur eru og haldnar úti á víðavangi eða
í skógum, þegar svo ber undir, eða ef hernum, eða hans fyrir-
liðum, er meinað fundahald á öðrum stöðum. Svo fór t. d. á
Svisslandi í sumar leið. Yfirforingi hersins, Booth að nafni,
sendi þangað dóttur sína að prjedika trú og apturhvarf fyrir
þarlendu fólki, en stjórnin lagði forboð á móti fundahaldi
hennar, því mart þótti til hneyxlis horfa, einkum í borgunum.
En með því að meyan var bæði fríð og vel máli farin, þá
fylgdi lýðurinn henni út í skóga eða dali, og lauk svo við
það, að hún var höndum tekin og sett í varðhald ásamt ein-
um „kapteininum11. Allt um það kvazt hún hafa haft gott
erindi á Svisslandi, og sagði þar nú það virki upp komið
Guðs ríki til varna, sem standast mundi áhlaup alls valds og
allra drottna, hvað mikið fulltingi sem þeir fengju frá djöfl-
inum og hans heljarliði. Á Englandi og víðar, þar sem her-
deiidunum fjölgar, koma þær sjer upp miklum samkunduskálum
í borgum eður öðru þjettbýli. Frá hernum hafa apturhvarfsboðendur
komið til Norðurlanda, en að því oss er kunnugt, þá hefir
þeim unnizt r.okkuð á í Svíþjóð, og þar er sveit upp komin á
einum stað eða tveimur. Víða verður „herinn“ fyrir háðung
og harðhnjaski, og eigi sjaldan fer í handalögmál og barningar
með honum og borgaskrílnum. En reyndin verður, sem svo
tíðum fyr, að þeir menn harðna heldur enn guggna við aðköst
og raunir, og þeim þykir sitt mál því meira vert, sem þeir
verða meira fyrir það að þola af heimsins liði. Konur og
meyjar beitast mjög fyrir herdeildum og sveitum, og þá þær
helzt sem skara fram úr að fegurð, málsnild og öðru atgerfi,
enda hljóta þær, sem áður er sagt, foringja nöfn og virðingar
til jafns við karlmenn. Oss minnir ekki betur enn að vjer
höfum lesið í blaði um brúðkaup, þar sem brúðurin
var „yfirliði“ og brúðguminn sveitarforingi. það er al-
mennt sagt, að „herinn“ eigi kvenmönnunum sigursæli sitt að
miklu leyti að þakka. J>ví verður ekki neitað, að í hinu ytra
fari er hjer mart skringilegt og hjámunalegt, viðkvæðin og orð-