Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 152
154
XOREGUR.
fram á endurskoðun sambandsskránnar með báðum rikjum
1859—60, og síðar 1871. Norðmenn sáu þá, hvað sök horfði,
og höfðu vaðið fyrir neðan sig. þeir hafa gert það enn, og
munu gera svo framvegis.
Nú er að rekja söguferil hinnar nýju deilu. það var
ekki lengur áskilnaður með lögfræðingum og þingflokkum um
þinggöngu eða þinggönguleyfi ráðherranna, sem hjer skipti
máli, en það var ágreiningurinn um ályktarneitun konungsins
gegn bréytingum rikislaganna. Stórþingið annarar handar, en
hinnar konungur og hans ráðaneyti. Stang var forseti stjórn-
arinnar. Allir sáu í hvert óefni hjer var komið, er aðalpörtum
laga- og stjórnarvaldsins skyldi ljósta saman, og jafnvel sumir
af hægri mönnum kváðu stjórnina hafa borizt „mesta óráð“
fyrir, er hún rjeð konungi frá að staðfesta nýmælin. Stjórnin
hafði skorað þinginu á hólm, og það var högg þess hið fyrsta,
að það lýsti (9. júní) nýmælin lögmæta grein í rikislögum
Noregs, og skoraði á stjórnina að birta hana að venjulegum
hætti. Stjórnin tók hjer þvert fyrir, en kvað nýmælin ónýtt við
neitun konungs. Nú var gengið af þingi, en þingmenn ætluðust
til, að næsta höggið skyldi vera ákæra gegn ráðherrumim fyrir
ríkisdómi. Hjer skyldi þó að engu hrapað, en málinu frestað,
unz næstu kosningar væru um garð gengnar, eða um rúman
tveggja ára tíma. A meðan stóð í sifelldum bardögum með
hægri mönnum og vinstri, og voru hjer vopnin, þ. e. að skilja:
rök og ástæður hvorra um sig, „húskariahvatir11 og eggingar,
þungyrði og þjóstyrði, reidd í ákafa á málstefnum, i blöðum og
ritum. þess er getið í „Skírni11 1881, að konungur hafði skipt
um forustu ráðaneytisins sumarið á undati. Hann bað Sibbern,
sendiherrann i París, að taka við af Stang, og var þetta virt
svo, sem tvær grimur hefðu runnið á konung, og hann hefði
viljað leita miðlunarvegs. Sibbern rjeð til að slá meir undan,
og við það fórst allt fyrir. I sæti Stangs settist Selmer, ein-
beittur konungsliði og andvígiskempa á móti þinginu. Stjórnin
beiddist álitagerðar af lögfræðingadeild háskólans. Alitin komu
í Marz 1881, eintómur „hýjalíns“-vefur, og stjórninni með
öllu samsinnandi. Lögfræðingarnir sögðu, sem fleiri, að