Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 54
56
FRAKKLAND.
gratina vorra. Vjer látum deilur þeirra Bismarcks og Richters
liggja milli hluta, vjer látum þjóðverja, Austurrikismenn og
Itali skipa svo um stjórn sína, sem þá lystir. Látum þá hafa
vakandi auga á oss, ef þeir viija, látum þá gera bandalag með
sjer til varúðar, ef þeim v erður svo rórra enn áður — um
slíkt hirðum vjer alls ekki; og um sambandsleit þurfum vjer ekki
að ómaka oss, því vjer eigum enga sliks við að leita. En í ham-
ingjunnar nafni! látið af að mæða oss með heilræðunum um,
hver stjórnarskipun megi oss bezt gegna! Hvort sem Frakk-
land á yfir sjer forseta eða konung, þá verður það gagnvart
öðrum ríkjum aldri annað enn Frakkland!“ Orð er haft á,
þegar svo ber undir sem nú, að Frakkar sje farnir að bjóða
þjóðverjum byrginn, og að þeir muni ekki þykjast eiga svo
við þeim varbúið sem fyrir 13 árum. A það getum vjer eng-
an dóm lagt, en það er auðvitað, að munurinn er mikill á því
sem var og er, þar sem um her og varnir þeirra skiptir máli.
Hitt er ekki ofhermt, að Frakkar beitast djarflega fyrir málum
sínum og hagsmunum i öðrum álfum, og fara þar ferða sinna,
hvað sem aðrir segja. Sögunni víkur nú að þvi, hvað þeim
hefir afrekazt í Afríku og Asíu.
Frakkar halda sömu tökum á Túnis, sem sagt er af í
undanfarandi árgöngum þessa rits, og þau hafa ekki orðið
lausari við það, að þeir, að dæmi Englendinga á Egiptalandi,
hafa lánað jarlinum stórmikið fje til skuidaborgunar og annara
landsþarfa, en til þeirra telst og fyrirhöfn þeirra fyrir fjárhagn-
um og landstjórninni. Kallað er, að leigurnar skuli eigi fara
fram úr 4 af hundraði, en því er eigi sjaldan kastað fram á
þinginu, að vinum stjórnarinnar hafi fjenazt heldur í Túnis,
bæði með þessu móti og öðru. — I Senegambiu færa Frakkar
út landamerki sín, og hafa lagt járnbraut milli fljótanna Nigers
og 'Senegals. Af landeignum Frakka við Kongo er nokkuð
sagt í inngangsparti þessa rits. — I fyrra var minnzt á í
„Skírni“ hina stórkostlegu fyrirhugun Lesseps greifa, að veita
vatni úr Miðjarðattiafi inn yfir eyðimörkina Sahara. Nú hefir
enskur vísindamaður, Wright að nafni, leiðt mönnum fyrir
sjónir, að þó þetta sje vinnandi verk með starfi 100,000 manna í